Fálkinn - 02.12.1963, Síða 21
og við hjálpuðum honum til þess, ef satt skal segja.
Það var einmuna gott veður kvöldið, sem hann réri
í land á bát stýrimannsins. Stýrimaðurinn svaf og
bað okkur að vekja sig, ef eitthvað kæmi fyrir.
Pueerto Rico maðurinn átti að fara til Reykjavíkur
og tala við þá í sendiráðinu, vegna þess að við fengum
ekki landgönguleyfi. Við fylgdumst með honum róa
í land og þegar hann kom upp á veginn kom þar að
heybíll sem hann stökk aftan á. Þá fórum við og sögð-
um stýrimanni tíðindin, að nú hefði Pourto Rico mað-
urinn stolið bát hans og róið í land. Stýrimaður brá
illa við og varð spólandi vondur.
Daginn eftir kom Puerto Rico maðurinn uppeftir
aftur og hafði meðferðis ný blöð fyrir skipperinn.
Ekki hafði hann gert neitt í landgöngumálinu og hann
slapp alveg við hegningu.
Svo fórum við að undirbúa ferð til Reykjavíkur.
Einn daginn fórum við af stað ég og Krúsi, en vinur
minn Alli átti að róa með bátinn út aftur. Þegar við
erum að fara af stað kallar Lordinn í okkur og spyr
hvort við séum að fara í land. Hann var að væflast
í járnum á þilfarinu, og þegar við sögðum honum
að við værum jú að fara í land, sagðist hann ætla að
koma með og smokraði sér úr járnunum.
Þegar við komum í land náðum við fljótlega í
áætlunarbíl úr Borgarnesi og héldum með honum í
bæinn. Strax og við komum í bæinn ákváðum við
að fara í Sendiráð Bandaríkjanna og reyna að gera
eitthvað í landgöngumálinu. Við fórum upp á Laufás-
veg og spurðum eftir sendiherranum. Þeir tóku okkur
vel og spurðu um erindið. Við sögðum þeim sem
var. Þá báðu þeir okkur að bíða dálitla stund, á meðan
þeir væru að athuga málið. Svo biðum við og biðum,
og þegar við vorum orðnir óþolinmóðir bönkuðum
við á dyr út úr herberginu til að forvitnast hvernig
málið gengi. Og það stóð heima. Rétt í því að við
opnuðum dyrnar snöruðust inn nokkrir herlögreglu-
menn og fóru með okkur í burtu.
Þa3 var farið með okkur niður í Hafnarhús og þar
hófust yfirheyrslur. Við sögðum ekki annað en sann-
leikann, en þeir virtust ekki ánægðir með hann. Ég
held helzt að þeir hafi viljað að við játuðum á okkur
njósnir, en því var ekki til að dreyfa. Seinna um
daginn fengum við að fara út í sjoppu þarna rétt
hjá og fá okkur að borða. Einn herlögreglumaður var
sendur með okkur með alvæpni. Þarna inni á sjopp-
unni var einn kunningi minn og hann kallaði til
mín hvort ég væri í vandræðum. Ég hvað nei við.
Um kvöldið var farið með okkur upp í Hvalfjörð
og þar biðu okkur heldur kuldalegar móttökur. Fram
í skipinu var fangageymsla og þegar við erum að
borða í messanum kemur stýrimaður og segir að við
verðum að flýta okkur því við eigum að fara í grjótið.
Við töfðum að sjálfsögðu eins og við frekast gátum
og rétt í því að við getum ekki tafið meira kemur
bátur að skipshliðinni með þau skilaboð, að sigla
eigi um morguninn, og ekkert varð úr fangelsisvist-
inni.
— Og svo var siglt um morguninn?
— Já, við fórum snemma þennan morgun og hann
verður mér lengi minnisstæður þessi morgun, vegna
þess að veðrið var sérstaklega fallegt. Við sigldum
út eftir smá ræmu milli tundurduflanna og ég stóð
við stýrið. Þessi renna var mjög þröng og þessi stóri
dallur svingaði mikið. Svo var rennan að baki og
siglingin tók við.
— Þið fóruð norður fyrir Horn?
— Já, við fórum grunnt vestur með landi og fyrir
Hornbjarg og þaðan í haf út í norðaustur. Við höfð-
um ekki siglt lengi, ég held í tvo eða þrjá daga,
þegar við sáum fyrstu þýzku flugvélina. Hún flaug
mjög hátt en samt var byrjað að skjóta á hana.
Kaupskipin voru vel vopnum búin. Fjórar vélbyssur
fram á, fjórar á brúnni og tvær stórar kanónur aftan á. Eftir tals-
verða skothríð hvarf svo þessi vél á brott.
En við þurftum ekki að bíða lengi eftir fyrstu árásinni og flug-
vélarnar komu í hópum. Þær flugu fyrir skipin og sendu kúlnademb-
una yfir okkur. Sumar þeirra köstuðu niður stórum, segulmögnuðum
sprengjum, en þær ollu ekki neinu tjóni. Við vorum norðarlega og
aftarlega í lestinni og yfirleitt byrjuðu vélarnar á öftustu skipunum.
Þegar við nálguðumst Noreg hertu þeir árásirnar og nú komu
stærri vélar með tundurskeyti. Þær komu aftan að lestinni og flugu
lágt inn á milli skipanna og skutu skeytunum aftur úr sér. Þær flugu
svo lágt að erfitt var að koma byssunum við. Alltaf voru nokkrar
þeirra skotnar niður en það var bara eins og dropi í hafið.
Einu sinni töldum við það víst að nú væri verið að koma að
okkur. Ein vélin stefndi aftan að okkur og við bjuggumst við okkar
síðasta þegar vélin flaug inn á milli skipanna. En hún leit ekki við
okkur heldur sendi skeytið á einn Panamadall og aðra eins sprengingu
hef ég aldrei séð. Dallurinn bókstaflega tættist í sundur.
Það var ljótt að sigla innan um sökkvandi skipin og heyra köll
sjómannanna um hjálp. Við máttum ekki hægja á ferðinni til að
tína þá upp. Korvetturnar sigldu inn á milli og tíndu þá upp. Korvett-
urnar voru svo litlar, að Þjóðverjarnir eyddu ekki skotum á þær.
Og þannig hélt lestin áfram í skothríðinni. Alltaf voru stöðugar
árásir á okkur og alltaf fækkaði skipunum. Þjóðverjarnir sögðust
ætla að tortíma þessari lest algjörlega. Framhald á bls. 30.