Fálkinn - 02.12.1963, Qupperneq 25
GURVAKA
leita ráða því flugvélin þeirra var talstöðvarlaus.
Skýföll, sem þetta, vara sjaldan lengur en hálf-
tíma í Angóla. Þegar óveðrinu loks slotaði, rign-
inguna stytti upp og sást til jarðar að nýju, hef-
ur báðum flugmönnunum ábyggilega létt stórlega
smástund. En aðeins smástund, þangað til þeir
fóru að skoða nánar landið, sem þeir voru yfir.
Þangað til þeir spurðu hvorn annan: Hvar erum
við eiginlega?
Acacio Lopes da Costa og Carlos Lopes Fern-
* andes höfðu ætlað sér að fljúga sjónflug, enda
höfðu þeir engan útbúnað til blindflugs. Og nú
höfðu þeir villzt út af réttri leið. Enginn veit,
, hvort örvæntingin hefur þá þegar náð taki á þeim.
Hvort þeir hafa flogið um í krókum og snúið við
aftur og aftur og þannig eytt hinu dýrmæta elds-
neyti, eða hvort þeir héldu alla tíð fullum sönsum.
Vafasamt má raunar telja, að sterkar taugar og
nákvæm yfirvegun hefðu nokkru getað breytt um
lok þessa æfingarflugs. Tveim stundum eftir
brottförina og einni stund eftir lok óveðursins, var
eldsneytið búið. Nauðlending! Nauðlending í skóg-
arkjarri.
104 dögum síðar fór Joaquim Antonio Marques,
verkfræðingur við fiskniðursuðuverksmiðju á
Atlantshafsströndinni, á hlébarðaveiðar. Er hann
■kom að yfirgefnum bækistöðvum skógarhöggs-
mannanna, í um það bil 25 kílómetra fjarlægð frá
ströndinni, fann hann spor eftir „onca“, en því
nafni nefna Portúgalir hlébarðann. Hann ákvað
þegar að fylgja sporunum. Þau lágu í áttina til
fjalla, inn til hásléttunnar Serra da Neve. En áður
en verkfræðingurinn hafði fylgt sporunum í heilan
kílómetra, sá hann allt í einu, aðeins steinsnar
frá sér, flugvél inni í skógarkjarrinu. Hafði hún
hrapað niður? Nei, hún virtist mjög lítið skemmd.
Aðeins frambrúnir vængjanna virtust dálítið dæld-
aðar, og hjólaútbúnaðurinn hafði eitthvað bognað
í lendingunni. Þarna var bersýnilega um nauðlend-
,ingu að ræða. Gammar hnituðu hringa yfir vél-
; finni.
tf Marques gekk nær. Þá stirðnaði hann upp. Út
■n um dyrnar á flugmannaklefanum hékk hryllilega
■ horaður mannsfótur.
; i Marques leit sem snöggvast inn um rúðuna.
■.rj^Hann sá lík tveggja skinhoraðra manna. Og kring-
ruum þá lágu pappírsblöð. Á blöðin var eitthvað
. skrifað. Ruglingsleg orð, skrifuð af mönnum, sem
•j: voru komnir að örvílnun. Nokkurs konar dagbók,
sá Marques. Hann byrjaði að stafa sig fram úr
krotinu.
ÍJC ■
2. dagur í kjarrinu.
,,Ég held að öll von sé úti um okkur,“ skrifar
Lopes da Costa. flugkennari, daginn eftir nauð-
lendinguna. „Þetta er engum manni að kenna,
þetta eru örlögin. Við bíðum átekta. Við fórum
einu sinni út, til þess að kanna umhverfið. Til-
gangslaust. Hæðir, ekkert annað en hæðir. Hæðir
alveg út undir sjóndeildarhringinn.“
Hjálparlausir og ráðalausir. Da Costa var nýlega
■kominn frá Portúgla. Nemandi hans, Fernandes,
var að vísu Angólabúi, en hann var borgarbúi.
Þeir voru kjarklausir, fullir ótta yfir hinni fram-
andi þögn, sem umlukti þá, og var aðeins einstöku
sinnum, þá helzt að nóttu til, rofin af óþekktum
Þarna í skógarkjarrinu háðu
þeir dauðastríð sitt í litlu
Piper-Colt flugvélinni, að-
eins 600 metrum frá bæki-
stöðvum skógarhöggsmann-
anna, og 25 kílómetra frá
ströndinni. En þeim fannst
öruggast að vera kyrrir í vél-
inni, þeir hræddust óbyggð-
irnar...
Da Costa og fjölskylda. „Ég
bið konu mína að gifta sig
ekki aftur.“
öskrum. Þeir þorðu ekki að fara langt frá flugvélinni, en í henni fannst
þeim þeir þó hafa nokkurt skjól. Hefðu þeir farið 600 metra til suðurs,
hefðu þeir fundið bækistöðvar skógarhöggsmannanna. 25 kílómetra í
vesturátt var ströndin. En þeir þorðu ekki að fara burt úr flugvélinni.
5. dagur í kjarrinu.
„Daglega flýgur áætlunarflugvélin á leiðinni Luanda — Benguela —
Bandeira yfir höfðum okkar, en enginn tekur eftir okkur. í dag flugu
auk þess þrjár þotur yfir. Voru þær að leita að okkur? Þær flugu svo
hátt að þess var engin von, að flugmennirnir tækju eftir okkur. Þetta
er hræðilegt. Ég er viss um, að það verður aðeins einn, sem finnur okkur
hér. Dauðinn.“
Það er ótrúlegt en satt, að engin merkjabyssa var um borð í Piper-
Colt vélinní. Hefðu þeir getað skotið einu einasta rauðu ljóSimerki fyrir
framan áætlunarflugvélina, hefði lífum þeirra verið borgið. En ekkert
slíkt var um borð. Nú hefur stjórnin í Angóla sett um það strangar
reglur. En of seint — fyrir þá félaga.
12. dagur í kjarrinu.
„Ég held þetta ekki lengur út. Hann (Fernandes) deyr brátt, ef Guð
vill verða honum náðugur. Við höfum eiginlega ekkert til að borða og
alls ekkert til að drekka. Það er svo heitt!“
Annars var þorstinn ekki versta kvöl hinna nauðlentu flugmanna.
Framhald á b’s. 31.
bÁLKINN 25