Fálkinn - 02.12.1963, Blaðsíða 27
EFTIR
MARGARET
LYNN
í blaðinu í dag hefst ný og spennandi framhaldssaga eftir
Margaret Lynn. Saga þessi er fyrst og fremst ástarsaga, saga
lconu, sem hefur venð gift mikilsvirtum og ríkum lögfræðingi,
sem á þá ósk eina í lífinu, að komast áfram til æðstu mann-
virðinga og fórnar fyrir það heimilishamingju sinni. Hún.
kynnist öðrum manni og ákveður að yfirgefa mann sinn. En
sjálfur dauðinn kemur í veg fyrir hamingju hennar, eða svo
virðist að minnsta kosti. En ekki skulum við fara að rekja
söguþráðinn, aðeins er óhætt að lofa ykkur mjög spennandi
og skemmtilegri sögu.
Dagurinn hafði verið mildur
og fallegur, en nú fór að kólna.
Samt sem áður hafði ég bílrúð-
una skrúfaða niður og lét loftið
leika um hárið. Það var mjög
hressandi að láta gustinn leika
um sig, og ég skeytti því engu,
þótt mjög fljótlega myndi
skella á regn. Stórir og svartir
skýjabólstrar höfðu þegar
hrannazt upp í austri.
Eftir stutta stund myndi ég
vera komin á landareignina
„Þrjú akurlendi“, næstum því
nákvæmlega á þeim tíma, sem
ég hafði lofað að koma á. Ég
var að hugsa um það, sem biði
mín, þegar ég kæmi þangað,
blaktandi eldurinn í arninum
— sem ekki var einungis
kveiktur vegna veðurfarsins
heldur einnig til að hafa
það vistlegt; ísinn sem myndi
kæla drykkinn í glösunum á
litla borðinu fyrir framan arin-
inn — og Johnny. Hugsunin
Um Johnny hertók hug minn
sérstaklega. Staður og stund
skiptu engu máli fyrir mig, að-
eins að vita að Johnny væri til,
og vita að hann biði eftir mér.
Fyrstu droparnir voru þegar
farnir að falla á framrúðuna
— smáir og fíngerðir. Nákvæm-
lega svona hafði rignt í fyrsta
skipti, þegar ég kom til „Akur-
lendanna þriggja" með Jonny.
Við höfðum neyðzt til að hlaupa
í einum spretti inn í húsið til
að verjast því að blotna. Á eft-
ir höfðum við svo staðað við
gluggann í löngu og mjóu stof-
unni og horft á skýjafarið og
horft á regnið mynda smá polla
á veröndinni. Og þá hafði
Johnny kysst mig í fyrsta
skipti. Hann hafði þá ekki ver-
ið öruggur um, hvort hann elsk-
aði mig. Nú, þegar ég hugsa til
baka, get ég ekki vitað ná-
kvæmlega hvenær hann byrjaði
að elska mig. Maður gat aldrei
verið viss um Johnny. Og það
kom fyrir stöku sinnum að
mér fannst hann alls ekki vilja
elska mig, og að hann berðist
gegn ást sinni til mín, en ég
var langt frá því að vera viss
um það heldur.
Það eina sem ég var viss um
var að ég var fullkomlega
ánægð þegar við vorum saman.
Áður en við kynntumst, hafði
ég ekki verið hamingjusöm.
Þegar ég giftist Paul fyrir fimm
árum síðan, var ég ung, og
ákaflega ástfangin í honum, og
uppfull af rómantískum draum-
um um framtíð okkar. Saklaus
og hamingjusöm hafði ég byrj-
að hjónaband okkar, og
dreymdi um kvöldin sem við
Paul myndum sitja þétt saman
fyrir framan arineldinn, og láta
fara reglulega vel um okkur,
um langar og skemmtilegar
samræður, um góða vini, sem
við myndum umgangast —
aðeins vegna þess að okkur
líkaði félagsskapur þeirra —
en ekki af því að þeir gætu
hjálpað Paul einu þrepi hærra
í samfélaginu.....
Mig hafði líka dreymt um
börnin sem við myndum eign-
ast, að fyrsti drengurinn skyldi
verða alveg eins og faðir hans,
og fyrsta stúlkan lík mér....
Allt þetta gerðist fyrir fimm
árum. Fimm löngum árum, og
engir drauma minna höfðu
rætzt. Paul hafði ekki vantað
eiginkonu. Þegar hann hafði
gifzt mér var það af því að
hann hafði vantað ráðskonu,
sem gæti haft reglu á heimili
hans, vakið eftirtekt gesta
hans með persónutöfrum sín-
um, öruggri framkomu og feg-
urð.....Heimskonu, sem gæti
styrkt aðstöðu hans útífrá. En
hvers vegna hafði hann þá valið
mig? Kannski af því að pabbi
var ríkur maður og í góðu áliti
hjá fólki, og gæti því sennilega
hjálpað tengdasyni sínum í
hinni trylltu baráttu hans fyrir
upphefð í lífinu ... Paul var
alltaf eins og hann væri her-
tekinn af metnaðargirni. Eigin-
konu, heimilislífi, lífsgleði —
öllu þessu fórnaði hann til að
komast framarlega í þjóðfélag-
inu. Hann stóð sig líka mjög
vel i sínu starfi, en ekki sem
eiginmaður þvert á móti......
Hafði Paul nokkra hugmynd
um hversu óhamingjusama
hann hafði gert mig?
Eða — hafði ég hann ef til
vill fyrir rangri sök? Hafði
þetta ekki verið allt öðru visi.
fyrst eftir að við giftum okkur?
Hafði hann ávallt sinnt mér
svona lítið? Ég mundi það ekki
lengur og vildi heldur ekki
muna það. Ég var farin frá
Paul núna og var á leið til
Johnny.
Þetta er alls ekki rétti tím-
inn til að rif ja upp daprar minn-
ingar, sagði ég við sjálfa mig,
þegar ég ók greitt eftir veg-
inum, meðan myrkrið varð
stöðugt svartara. En ég hafði
Framh. á bls. 42.
27
FALKINN