Fálkinn - 02.12.1963, Page 30
LITLA
SAGAIXI
EFTIR
WILLY
BREIIMHOLST
NASSE-PETER
Peter Nasch var lengi búinn
að vera j»reyttur á nafni sínu.
Ekki svo að skilja, að hann
vildi frekar heita Olsen,
Hansen eða Nilsen, nei, hann
vildi hafa eitthvað fínna, eitt-
hvað sem gerði hann frábrugð-
inn öðru fólki. En þess vegna
var það í alla staði óheppilegt,
að hann skyldi einmitt hafa
valið sér nafnið Peter Nasch.
Það vhr nefnilega svoleiðis
má] með vexti, að hann hafði
einu sinni heitið Sörensen, en
það hafði honum fundizt alltof
algengt, og þá var það að hann
hafði tekið nafnið Nasch, nafn,
sem var auðvelt að bera fram,
og tók sig svo vel út á dyra-
skiltinu og hafði einhvern fínan
blæ yfir sér. Og svo fallegt
þegar maður kynnti sig.
Peter Nasch! Gleður mig að
kynnast!
Einu sinni hafði hann líka
alltaf bætt við;
Já, ég heiti nú Sörensen líka.
En á bílaverkstæðinu, þar
sem hann vann, höfðu menn
þann leiðinlega ávana að upp-
nefna hvern annan, og alltaf til
hins verra. Ef maður hét að-
eins þessa algenga nafni Ras-
mus Ölgárd, gat maður verið
viss um að vera alltaf kallaður
„Ö1 Ras!“ Verkfræðingurinn,
Sigvald Sörensen, gekk alltaf
undir nafninu „Sören-Siv“ og
yfirmaðurinn í smursalnum,
Hans Bumgárd, var aldrei
nefndur annað en „Bumse-
Hans!“ Og þetta urðu allir að
sætta sig við.Og nú hafið þið
auðvitað reiknað út, að Peter
Nasch væri aldrei kallaður ann-
að en „Nasse-Peter!“
— Heyrðu, Nasse-Peter,
komdu og líttu aðeins á þessa
vél!
— Ertu búinn að skipta um
tengirör , Nasse-Peter?
— Þennan bíl r.tt þú að gera
við, Nasse-Peter!
Og svo framvegis.
Finnst ykkur þá nokkur
furða, þó að Peter Nasch hafi
verið orðinn þreyttur og leiður
af þessu uppnefni sínu? Svo
dag einn urðu hann og litla
mamma sammála um, að nú
skyldu þau í alvöru breyta um
nafn.
En að fá nýtt nafn er nú
hægara sagt en gert. Að
minnsta kosti ef maður var
eins vandlátur á þau, eins og
frú Nasch var. Kvöld eftir
kvöld pældi Peter Nasch í
gegnum nafnaskýrsulr til þess
að athuga hvort hann fyndi
ekkert nafn sem hún myndi
vilja heita.
— Getur þú hugsað þér að
heita frá Fjumsdal? spurði
hann.
— Nei!
— Getur þú hugsað þér að
heita frú Svingelberg? reyndi
hann aftur.
— Nei!
— Jæja, svo er hérna
Mummelöf, væri það ekki eitt-
hvað fyrir okkur?
— Nei!
— En frú Kramshöj? Hvað
finnst þér um það?
— Svei! Þá vildi ég nú frekar
heita það sem ég heiti.
— Svo er nú annað fallegt
nafn hérna. Körveldahl. Gætir
þú hugsað þér að heita frú
Körveldahl?
— Guð minn góður!
Ja, það var nú ekkert svo
slæmt. En loksins fann hann
almennilegt nafn.
— Nú veit ég, hrópaði hann,
hvað segirðu um að heita frú
Adelkrantz?
— Það hljómar mjög vel! Og
það er jafnframt eitthvað svo
leyndardómsfullt við það, ekki
satt?
Frú Nasch smjattaði svolítið
á því. Jú, það var nú raun-
verulega ekkert svo slæmt.
— Svo strika ég auðvitað
nafnið Peter út og nota í stað-
inn millinafn mitt, Carl Adel-
krantz! Þú getur verið viss um,
að það tekur sig vel út á stóru
látúns-skilti .... og á nafn-
spjaldinu mínu.
Svoleiðis skeði það að Peter
Nasch tók sér nafnið Carl
Adelkrantz.
Hann fékk sér aðdáanlega
fallegt og áberandi dyraskilti,
hann fékk sér líka flott nafn-
spjöld, — sem hann útbýtti
á verkstæðinu, svo að allir gætu
séð hvernig nafnið væri stafað.
— Og nú er því sem sagt
lokið með að kalla mig Nasse-
Peter, sagði hann.
— Já það er alveg ljóst,
samþykktu vinnufélagarnir, og
svo var ekki talað meira um
það.
Carl Adelkrantz var mjög
ánægður með nýja nafnið sitt
— þar til einn daginn, að verk-
stjórinn stakk höfðinu út um
skrifstofudyrnar og hrópaði í
áttina til Carls Adelkrantz:
— Viltu koma hérna andar-
tak, Kranse-Karl!
Willy Breinholst.
PQ —17
Framhald af bls. 21.
Svo var það einn daginn
þegar skipin voru ekki nema
fimmtán eftir að fréttist af
þýzkum flota á leiðinni og hann
átti að gera út af við þessar
leyfar sem eftir voru. Þá gáfu
Bretar út skipun um það að
lestin skyldi leyst upp og skip-
stjórarnir mættu gera það sem
þeir vildu. Annað var ekki að
gera.
Skipperinn okkar gaf skipun
um að halda inn 1 ísinn og mála
dallinn hvítan. Þá vorum við
norður undir Svalbarða.
Þegar hér var komið hætt-
um við spjallinu og héldum
út í kuldanepjuna. Ég hafði
orð á því, að það væri kalt.
Guðbjörn brosti, um leið og
hann svaraði:
— Vertu einn vetur í Norð-
ur-Rússlandi.
☆
30
FÁLKINN