Fálkinn - 02.12.1963, Síða 34
Vanti yður hugmynd
að lítilli persónulegri jóla-
gjöf eða lítinn dúk til að
hafa á jólaborðið, er hér
fallegt stjörnumynstur,
sem hægt er að nota á
ýmsa vegu. T. d. má nota
það í smádúka með til-
heyrandi millileggssnittu,
í langan jóladúk eða lítið
bókarmerki.
Veljið jólalega liti, gult,
rautt, blátt og hvítt, bæði
á efnið og garnið.
HANDÁ ÞEÍM YNGSTA.
Baðslá hefur marga kosti fram
yfir venjulegt stórt baðhandklæði.
Sníðið frotté efni eftir stærð-
unum, sem gefnar eru á litlu teikn-
ingunni. Fyrst og fremst ferhyrn-
ing 75X75 cm og síðan aukahorn-
ið.
Bryddið fyrst langhlið þríhyrn-
ingsins með skábandi, þræðið
hann síðan á eitt horn aðalstykk-
isins, Bryddað allt í kring með
skábandi. Athugið að skábandið
verður að vera suðufast, en af
því þarf um 3,60 metra.
HANDA ÞEIM FÓTKÖLDU.
Efni: Nál. 70 g gróft ullargarn. Prjón-
ar nr. 4.
Mynstrið: 1. umf.: 1 sl., ★ slegið upp
á, 1 1. laus fram af, 1 sl. ★, endurtekið
frá ★—.★ 2. umf.: 1 br., ★, prjónið
bandið, sem slegið var upp á í fyrri
umf. og næstu 1. sl. saman, 1 br., endur-
tekið frá ★—★. Endurtakið þessar 2
umf.
Aðferð: Fitjið upp 8 1. og prjónið 8
cm með garðaprjóni, haldið áfram að
prjóna garðaprjón en aukið jafnt út í
lok hverrar umf. um 1 1., þar til 40 1.
eru á. Prjónið mynstrið og prjónið um
80 umf. beint, þá er garðaprjón prjón-
að á ný og jafnframt tekið úr í lok
hverrar umf. með því að prjóna 2 1.
saman, þar til 8 1. eru eftir. Að lokum
eru prjónaðir 8 cm garðaprjón. Fellt af.
Frágangur: Stykkið brotið saman á
miðju. Sokkarnir saumaðir saman á
ristinni og að aftan verðu, böndin
hnýtt. Lítil slaufa fest framan á sokk-
ana, er hún búin til úr snúru, sem
hekluð er úr sama garni.
• V V !
34 FÁLKINN