Fálkinn - 02.12.1963, Page 36
PANDA □□ TÖFRAMAÐURINN MIKLI
Goggi hafði unnið sér traust Plútanusar með hinni
undarlegu hegðun sinni. „Hættu þessari vitleysu,
Goggi,“ sagði Panda taugaóstyrkur. „Verðirnir halda
að við séum vitlausir.“ „Þessir bjánar ytra heims
skilja ekki innri tilfinningar,“ andvarpað Goggi.
„Viturlega mælt,“ greip Plútanus fram í, þar sem
hann sveif hægt um loftið. „Eigum við að láta þá
hverfa Góðgjarn leiðsögumaður?“ „Hvers vegna
hverfum við ekki?“ svaraði Goggi. „Svo skal verða,"
sagði Plútanus og gerði nokkrar dularfullar hreyfing-
ar. Á því augnabliki komu verðirnir þjótandi með
fangelsislækninn. Fangarnir hurfu úr klefanm.
Læknirinn, sem fann að ætlazt var til að hann kæmi
með einhverjar skýringar á þessu, ræskti sig. „Hmm,“
tautaði hann. „Þetta er greinilega felusjúkdómur.“
Brátt voru þremenningarnir komnir í kyrrlátan
skemmtigarð. Panda, sem var ekki slíkum ferðalögum
vanur, hallaði sér ringlaður að tré. „Þú ert fölur,
ungi utangarðsbúi,“ sagði Plútanus, sem hafði aftur
tekið sér sína eftirlætisstöðu. „Drekktu dögg, það
gefur þér kraft.“ Töframaðurinn hristi daggardropa
af laufi og setti hann á hatt sinn. Hann tautaði nokk-
ur óskiljanleg orð yfir hattinum og skyndilega komu
daggardorparnir fljúgandi úr öllum áttum. „Gott,“
hrópaði Panda. „Hvernig fórstu að því, herra Plút-
anús?“ „Mjög einfalt,“ svaraði töframaðurinn. „Drop-
inri í hattinum dregur að alla aðra dropa .... Goggi
lagði við hlustirnar. „Skyldi hann geta gert það sama
við bankaseðla?"
Meðan Panda drakk döggina, byrjaði Goggi að leita
í vösunum. Loks dró hann fram bögglaðan seðil.
„Gott að ég átti einn eftir,“ sagði hann ánægður.
„Sjáðu til,“ sagði hann við Plútanus, sem sveif í
loftinu. „Það væri athyglisvert ef þú endurtækir
þetta með seðilinn. Settu hann í hattinn og láttu
hann draga til sín alla seðla í nágrenninu.“ „Hvaða
tilgangi þjónar þessi seðill,“ spurði töframaðurinn.
„Utangarðsmenn nota hann til að þjóna sínum innri
hvötum,“ sagði Goggi. Plútanus setti seðilinn strax
í hatt sinn....Eftir okkrar sekúndur komu seðla-
bunkar fljúgandi að úr öllum áttum. „Þetta er ólýsan-
lega fallegt,“ andvarpaði Goggi. „En hvaðan koma
þeir?“ spurði Panda.
36 FÁLKINN