Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1964, Síða 9

Fálkinn - 06.01.1964, Síða 9
Eg er nu svo gomiil, sem á grönum má sjá og enn hef ég ekki dansað við neinn pilt. Er það ekki gremjulegt? Víst skykK ég dansa við kölska sjálfan ef til kæmi í ógnarstórum loðfeldi sat yfir kindum. Púkinn hafði tekið á sig mannsmynd, svo að smalinn bar ekki kennsl á hann. „Hvern ertu með á bakinu, vinur sæll?“ spurði hann púk- ann kunnuglega. „Æ, kæri minn, ég næ varla t andanum. Ég var á ferðalagi og /átti mér einskis ills von, þeg- far þessi kvenna stökk upp á herðar mér og vildi ekki fara þaðan fyrir nokkurn mun. Ég | ætlaði að bera hana til næsta þorps og losa mig einhvern veginn við hana þar, en ég er ekki hress og er því að niður- lotum kominn.“ „Bíddu stundarkorn og ég skal bjarga þér undan þessu fargani, en ekki verður það lengi, því að ég verð að sitja yfir fénu, en hálfa leiðina ætti ég að geta borið hana.“ „Það þykir mér allgott.“ „Taktu nú eftir, gríptu í mig,“ kallaði smalinn til Kötu. Varla hafði Kata heyrt þetta, þegar hún sleppti púkanum og þreif í langhærðan loð- feldinn. Var Kata og ógnarstór loðfeldurinn ærin byrði fyrir smalann. En loðfeldinn hafði hann fengið léðan hjá ráðs- manninum um morguninn. Varð hann fljótt leiður á þessu og hugleiddi, hvernig hann gæti losnað við Kötu. Smalinn var nú kominn að tjörn nokk- urri og datt þá allt í einu í hug að henda Kötu í tjörnina, bezt væri að smeygja Kötu og loðfeldinum jafnsnemma fram af sér. Hann var honum vel við vöxt og þess vegna fór smalinn að bauka við þetta. Komst smalinn úr annarri erminni, án þess að Kata yrði vör við og svo úr hinni, og gaf Kata því engan gaum heldur. Þegar hann hafði náð þriðja hnappnum úr hnepslunni heyrð- ist bamsaraboms — og Kata og loðfeldurinn steypust á bólakaf í tjörnina. Púkinn fór ekki á eftir smal- anum, hann sat yfir fénu á meðan og gáði að, hvort smal- inn kæmi ekki bráðlega aftur með Kötu. Ekki þurfti hann að bíða lengi. Smalinn flýtti sér aftur með blautan loðfeld- inn á öxlinni til kindanna og var hálfhræddur um, að ókunni maðurinn væri kominn til þorpsins en kindurnar stokkn- ar út um hvippinn og hvappinn. Er þeir hittust varð hvorum starsýnt á hinn. Púkanum vegna þess, að smalinn skyldi koma Kötulaus og smalanum af því, að þes-i herramaður skyldi sitja þar enn. Er þeir kvöddust, sagði púkinn við smalann: „Ég þakka þér kær- lega fyrir alla hjálpina, en ann- ars hefði ég líklegast orðið að hlaupa um með Kötu til dóms- dags. Skal ég aldrei gleynia þér og víst mun ég launa þér ríkulega. En svo að þú vitir hverjum þú hefur hjálpað, skal ég segja þér, að ég er púki.“ í sama mund hvarf hann. Smalinn stóð grafkyrr um stund eins og í leiðslu og sagði loks við sjálfan sig: „Það þarf ekki miklu að kvíða, séu þeir allir eins heimskir og hann.“ Ungur hertogi ríkti í landi því, sem smalinn var í. Hann var flugríkur. Þar eð hann var einráður, var hann hinn mesti nautnaseggur. Hvern dag velti hann sér í þeim munaði, sem veröldin hefur að bjóða og úr sölum hertogans heyrðist söng- ur fjörugra og svallsamra ung- menna þegar rökkvaði. Ríkinu stjórnuðu tveir ráðgjafar, sem voru engu betri en sjálfur her- toginn. Því sem hertoginn sóaði ekki, stálu þeir undan og aumingja fólkið vissi nú engin ráð til að ná í peninga. Sá sem átti fagra dóttur eða peninga átti ekki náðuga daga, þvi að hann gat búizt við hvenær sem er, að hertoginn skipaði honum að láta af hendi hvort tveggja og guð mátti hjálpa þeim, sem var þessu andvígur! Hvernig gat slíkur höfðingi verið vin- sæll? Hvarvetna bölvuðu þegn- arnir hertoganum og ráðgjöf- unum. Einu sinni þegar hann vissi ekki lengur hverju hann ætti að taka upp á, kallaði her- toginn til sín stjörnuspámann og skipaði honum að lesa fram- tíð hans og ráðgjafanna úr stjörnunum. Stjörnuspámaður- inn hlýddi og rannsakaði stjörnurnar til að gá að, hver yrðu ævilok eyðsluseggjanna þriggja. „Vertu mér miskunnsamur, náðugi hertogi,“ sagði hann, þegar hann hafði lokið athug- unum sínum, „líf þitt og ráð- gjafa þinna er í slíkri hættu, að ég er hræddur við að segja frá því.“ „Mæl þú í orlofi! En þú verður að vera hér kyrr, og komi ekki spádómur þinn fram, verður þú gerður höfðinu styttri.“ „Ég hlýði í auðmýkt og gleði hinni réttlátu skipun. Hlustaðu nú á: Að tveimur vikum liðn- um sækir púki báða ráðgjafana. Þegar tungl er fullt kemur Framhald á bls. 31. FÁLKINN 0

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.