Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 11
1 „Já, hvað áttu við, skepnan Þín,“ segi ég.
,,Hún Rannveig Jórunnardóttir neitaði sorphreinsunarbitl-
ingnum í morgun," segir Jóhanna, ,,og það sem meira er:
hún vildi ekki sjá hann þó þeir byðu henni þrenn kastskeyti
fremur en tvenn, eða þrennar undirtyllur fremur en tvennar
og þar að auki spánýjar rauðar hjólbörur með kúlulegum.
,,En hún Rannveig Jórunnardóttir hefur ekki kosningarétt
einu sinni, skepnan mín,“ segir tengdapabbi.
,,Ójú,“ segir Jóhanna snúðugt, ,,því þeir létu hana fá hann
aftur.“
„En hún Rannveig Jórunnardóttir situr í tukthúsinu, skepn-
an þín,“ segi ég.
,,Ónei,“ segir Jóhanna snúðugt, „því þeir eru búnir að
láta hana lausa.“
Og með það þrammar Jóhanna aftur út í kálgarð að plægja,
því ég læt hana ekki komast upp með það að slæpast á
daginn.
Okkur tengdapabba setti hljóða við þessi tíðindi sem von-
legt var. Rannveig var ekki á listanum okkar. Við vissum ekki
betur en hún sæti í tukthúsinu fyrir sunnan, en hún hafði
Framhald á bls. 28.
llim kroisÉi aílur ani>iiii
bcii samaii íoiiiiiiieiiiii 0*4 ialdi
samvizkiisainlct{*a ii|>|> aA <ín. I>■■■
lciA 0» I11111 slrjipli iíuuila
orAiiiu, |»rcif I11111 pemiaiiii scnt
fógcíaíiiilllriiiiiii liafAi |>ví niiAnr
la»( lijjn lilckb^Uiiniii sinni, |»aut
yfir s»óIfiA. tviliciifi sp|ófiA os; - . .
FALKINN
11