Fálkinn - 06.01.1964, Síða 12
Fálkiim ræðir víð:
SIGMAK
í SIGTÚNI
T>egar 6g geng á fund mannsins,
veit ég að hann heitir Sigmar
Pétursson, að hann hefur undan-
farin fimm ár rekið Breiðfirðinga-
búð, að hann hefur á þessu liðna
hausti tekið við rekstri Sjálfstæðis-
hússins, skírt það upp og kallað
Sigtún. Ennfremur að hann muni
ættaður að austan.
Ég hitti hann á skrifstofu Sig-
túns eitt myrkt nóvemberkvöld
þeirra erinda að eiga við hann
viðtal og kynna hann lesendum
Fálkans. Og þegar við höfum rætt
um rigninguna fyrir utan og veðr-
ið aimennt og vikið nokkrum orð-
um að gosinu fyrir sunnan, þá
heí ég hið formlega viðtal með
því að spyrja:
— Þú ert fæddur fyrir austan,
Sigmar?
— Jú, ég er fæddur fyrir
austan. Nánar tiltekið á Ásunnar-
stöðum i Breiðdal.
— Og þú ólst þar upp?
— Já, ég ólst upp fyrir austan
og hugði á búskap. Ég hafði mennt-
að mig undir það ævistarf. Fór
á bændaskólann að Hvanneyri og
var að hefja undirbúninginn að
minu ævistarfi þegar heilsan
brast og ég t'lutti suður eins og
fleiri.
— Og hvað tók við hér syðra?
— Ég vann alla aimenna vinnu
eftir því sem heilsan leyfði, en
það var oft stopult. Fæturnir og
bakið sögðu tii sín, og ég gat ekki
mikið unnið.
— Hugur þinn hefur ef til vill
staðið til búskapar?
— Já, það má seg.iá svo. En þó
er f>> ekki viss um að búskapur-
inn haíi átt við mig. Ég er hrædd-
ur um að mér mundi hafa leiðst
vistin fyrir austan. Ég er senni-
lega meira gefinn fyrir alls konar
brambolt en búskap.
— Og svo vannstu bara hér
fyrir sunnan í stað þess að vera
búandi maður fyrir austan?
— Já, ég vann hér, eftir því
sem heilsan leyfði, alla almenna
vinnu þar til um áramótin 1950
að ég keypti verzlun að Þórs-
götu 29.
— Og hvar fékkst þú peninga
til þeirra framkvæmda?
— Það þurfti ekki mikið kapí-
tal því verzlunin var ekki stór.
Hún hefur verið svipuð að stærð
og þessi skrifstofukytra mín hér.
Ég hafði eins og fyrr segir, búið
mig undir það að verða bóndi og
áður en ég flutti. að austan, hafði
ég eignast nokkurn bústofn og
dráttarvél, Ég mun hafa verið í
hópi þeirra fvrstu sem slíkan grip
eignuðust þar um slóðir. Þegar ég
seldi þetta náði ancjvirðið um 20
þúsund krónum og það var nóg
til að byrja með. Svo verzlaði ég
þarna á Þórsgötunni með nýlendu-
vörur. En sú verzlun stóð ekki
lengi það sinnið. Aðeins eitt ár.
Þá var erfitt að fá vörur og þegar
ég hætti á gamlársdag 1950 þá
hefði ég ekki getað opnað eftir
áramótin því ég átti enga poka til
að vigta í.
— Og hvað tók við?
— Þá vann ég eitt og annað
eftir þvi sem til féll þar til ég
keypti þessa verzlun að nýju.
Þegar ég keypti þessa verzlun á
Þórsgötunni aftur, þá stækkaði ég
hana og gerði að sælgætisverzlun
með kvöidsöluleyfi. Hana rak ég
svo þar til ég tók við rekstri
Breiðfirðingabúðar 1958, hinn 1.
október.
— Hvað kom til að þú fórst út
í veitingahússreksturinn?
— Já, ég veit það ekki. Kannski
löngunin í að breyta til og kanna
nýjar leiðir. Svo hef ég alltaf haft
gaman af að skemmta mér. Búðin
var laus og þá var ekki néma
sjálfsagt að reyna.
— Og þér hefur heppnazt reks-
urinn?
— Já, mér heppnaðist rekstur-
inn. Að vísu leit ekki vel út og
ég heyrði það utan að mér, að
sennilega mundi þetta fljótlega
fara í vaskinn hjá honum Sigmari.
En það blessast samt. Ég.tók hús-
ið upphaflega á leigu til ársins
en nú eru þau orðin fimm.
Þetta fyrsta ár mitt var erfitt
en lærdómsríkt. Það voru mörg
ný hús að byrja um þessar mund-
ir. Röðull opoaði í nýjum húsa-
kynnum og Þórskaffi líka. Tvö
ný hús komu einnig fram á sjónar-
sviðið. Lídó og Framsóknarhúsið
og þetta var eins og ég sagði áðan,
allt annað en glæsilegt. En þan
heppnaðist nú samt.
— Og svo tókstu Sjálfstæðis-
húsið á leigu?
— Já, það var auglýst og ég
var að hugleiða það með mér
nvort ég ætti að sækja um pað
eða ekki. Stundum var ég alveg
ákveðinn en hitt kastið var ég
fráhverfur. Svo sagði ég við
sjálfan mig einn daginn, að '"nað
hvort væri að hrökkva eða /a
12 FÁLK.INN