Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1964, Qupperneq 19

Fálkinn - 06.01.1964, Qupperneq 19
Dr. Páll ísólfsson: Það þyrmdi yfir mig þeg- ar þessi voðafregn barst mér að eyrum. Þessi bjarti öðl- ingsmaður, sem svo miklar vonir höfðu verið tengdar við, var orðinn hatrinu að bráð. Hatrinu, sem aðeins sjálfselskar sálir ala með sér. Þessu mátti heimurinn sízt við nú. En maður verður að halda áfram að vona að frið- samleg lausn vandamála heimsins náist, þrátt fyrir þetta hroðalega ódæðisverk. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri: Ég held mér muni seint úr minni líða sú síðdegis- stund, er ég var seztur við útvarpið, föstudaginn 22. nóvember s.l. og sú fregn barst á öldum ljósvakans, að skotið hefði verið á Kennedy Bandaríkjaforseta. Skömmu síðar kom fregnin um lát hans. Mér hnykkti við að heyra að enn einu sinni hefði byssuskot úr böðuls hendi bundið enda á iíf mikilhæfs þjóðhöfðingja. Á þessari stundu fannst mér þetta næstum ótrúlegt. Ég hafði fylgzt af miklum áhuga með stjórnmálaþróun í Bandaríkjunum undan- farin ár og þá ekki hvað sízt þróun mála þar eftir embættistöku Kennedy. Hann hafði þegar komið mörgum miklum málum áleiðis og mörg voru á undir- búningsstigi. Með stefnu sinni og starfi hafði hann tvímælalaust unnið sig inn í hug og hjarta mikils meiri hluta bandarísku þjóðarinn- ar og hann hafði áunnið sér persónulega og þjóð sinni mikið og verðugt traust á alþjóðavettvangi. Efst í huga mér varð sú spurning, hvernig þróunin yrði í sam- skiptum þjóðanna í austri og vestri eftir fráfall hans. Myndi eftirmaður hans halda áfram stefnu hans, eða myndi breyting á verða. Margar fleiri spurningar ásóttu mig, sem of langt yrði upp að telja. En ég var fyrst og fremst hryggur. Mér fannst sem ég sjálfur hefði misst náinn vin. Ef til vill segir það meira en langt mál. Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. Að óreyndu hefði ég ekki trúað, að andlátsfregn mér óskylds manns, sem ég held- ur ekki var tengdur persónu- legum vináttuböndum gæti orðið mér sú harmafregn, sem fregnin um dauða John F. Kennedy varð mér. Þessi drengilegi maður bjó yfir ótvíræðum forystu- hæfileikum. Allir frjálslyndir og frels- isunnandi menn hlutu að binda vonir við, að hinum glæsta og djarfa foringja tækist öllum öðrum fremur að samstilla hugi fjöldans í baráttu fyrir bættri og kærleiksríkari sambúð manna og þjóða. Þ'ess vegna er með dauða hans nærri okkur höggvið og missirinn sár, er hann á árdegisstund starfsins fell- ur fyrir morðingjahendi. Megi starf hans, líf — og dauði, verða mönnum um heimsbyggð alla hvatning til að sækja fram af meiri djörfung til aukins jafn- réttis og bræðralags allra manna. Björn Pálsson, flugmaður. Ég varð hljóður við þegar hin óvænta fregn um morðið á Kennedy barst mér að eyr- um. Mér hefur sjaldan brugð- ið eins og þá. Þessi glæpur er á allan hátt hryllilegur, ég fæ ekki skilið það hugar- far sem þarf til þess að skjóta niður slíkan mann og það fyrir augunum á konu hans og láta hann falla blóð- ugan í faðm hennar. Morðið á Kennedy er fúlmannlegt ódæði, hnefahögg á friðar- viljann í heiminum. Kenne- dy var óvenju mikilhæfur leiðtogi og drenglundaður, hann vildi jafnrétti þegna sinna og reyndi að leysa öll mál með friði. Við skulum aðeins vona að nógu margir verði til þess að halda merki hans á lofti, þótt sjálfur sé hann fallinn. Með því einu móti er hægt að bæta fyrir víg þessa góða drengs. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.