Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 26

Fálkinn - 06.01.1964, Blaðsíða 26
v. FMMHALDSSAGA EFTIR MARGARET LYNN Ég vaknaði æpandi eftir óliugnanlega martröð. Er ég opnaði augun, stóð maður- inn minn, Paul, yfir mér, og þá vissi ég strax að hinn hræðilegi draumur hafði í raun réttri verið sannur. Johnny var dáinn. Myrtur. Á meðan ég var á leið til hans til „Akurlendanna þriggja“, til þess að dveljast ævinlega hjá honum, hafði hann verið myrtur. Ástvinur minn var dáinn. Ég mundi það allt núna. Kveðjubréfið, sem ég hafði skrifað Paul. Bréf, þar sem ég sagði hon- um, að hjónaband okkar hefði undanfar-ið eingöngu verið formsatriði. Paul var lögmaður. Alltaf upptekinn og sjaldan heima. Þegar ég giftist honum hafði ég vænzt hamingju, ástar og hlýju, en ekkert af þessu þrennu hafði Paul getað veitt mér. Og svo hitti ég Johnny, sem gaf mér þetta allt. Á leiðinni til hans stanzaði Paul mig og sagði mér, hvað hefði gerzt í „Akurlendun- um þremur“. Ég cr ekki viss um hvað gerðist síðan, en Paul hlýtur að hafa komið mér heim og í rúmið. Ég bað hann um að fara inn til sín, og ég lá lengi andvaka og minntist Johnny, og fyrsta skiptisins, þegar hann hafði hjálpað mér að skipta um srn-ungið dekk, á leið minni heim til Lundúna. Mér datt ckki í hug, að þetta fyrsta mót okkar hefði verið annað en hrein tilviljun. Að það hefði verið fyrirfram undir- búið, flaug mér hrcint ekki í hug. Þrem vikum síðar hitti ég Johnny í annað skiptið. Einnig þá af hreinni tilviljun, að minnsta kosti hélt ég það. Ég var í einni þessara venju- legu heimsókna minna hjá móður Pauls, drungalegan nóvemberdag, og bjóst sízt af öllu við, að nokkuð skemmti- legt kæmi fyrir. Tvo heila daga höfðum við setið inni og saum- að svefnherbergisgluggatjöld handa henni, því vegna hins raka haustlofts vildi tengda- móðir mín ekki fara út. Og þess vegna fór ég ekki neitt út heldur. Þriðja daginn, sem ég var þar, heimsótti nágranna- kona hennar hana, og þá notaði ég tækifærið til þess að bregða mér dálítið frá og ók til Bournemouth. Mér fannst ég verðskulda dálitla upplyft- ingu og fór á tónleika í Vetrar- garðinum. Hljómleikunum var lokið um níuleytið um kvöldið, og þegar ég kom út hafði létt til og einnig var orðið áberandi kaldara. Ég stanzaði smástund á tröppunum og horfði upp í dimman hausthimininn. Allt í einu fann ég það á mér, að einhver stóð fyrir aftan mig. Ég sneri mér við, og þar stóð enginn annar en Johnny! Það lá við að hjartað í brjósti mér hætti að slá og ég roðnaði eins og skólastelpa. í sannleika sagt varð mér svo mikið um að sjá hann hér aftur, að ég rétt gat stunið upp: — Ó — eruð það þér........... Hann leit á mig blíðlegum, alvarlegum augum sínum og ég varð enn ruglaðri. Hafi hann veitt því eftirtekt, leyndi hann þvi að minnsta kosti algerlega, og sagði aðeins: — Jæja, hvernig líkaði yður hljómleikarnir? — Ég — ég vissi ekki að þér væruð hér, stamaði ég í stað- inn fyrir að svara því rólega, sem hann hafði spurt um. — Ég sá yður ekki — þetta var sannarlega óvænt! — Ég sá yður. Inni í salnum, sagði hann. Við stóðum í vegi fólksins, sem gekk út úr húsinu. Johnny tók undir handlegg mér og dró mig örlítið til hliðar. Þetta var eiginlega í fyrsta skiptið, sem hann snerti mig, og þótt snert- ingin væri harla lítil, streymdu áhrif hennar um allan líkama minn, og ég skalf ofurlítið. — Yður er vonandi ekki kalt? Ég ætlaði mér eiginlega að fá mér dálítinn göngutúr, því veðrið er svo fallegt í kvöld, en þér eruð ef til vill að flýta yður heim? — Nei, alls ekki, og mér er ekkert kalt, flýtti ég mér að svara. Johnny tók aftur undir hand- legg mér og við gengum í burtu og gengum yfir til Durley Chine. Þar snerum við við og gengum eftir skógarstígnum til baka til Bournemouth. Við fengum okkur tesopa á litlu veitingahúsi og töluðum um daginn og veginn, eins og við værum gamlir kunningjar. Það var svo auðvelt að tala við hann. Hann tók hvern og einn eins og hann var og ætlaðist ekki til neins annars. Við urð- um fljótlega eins og trúnaðar- vinir. Það var fyrst síðar, sem ég gerði mér grein fyrir því, að hann hafði raunverulega sagt mér ákaflega lítið af sínum högum. Það var orðið mjög fram- orðið, þegar við komum aftur á bílastæðið, þar sem ég hafði lagt bílnum mínum. Ég tók lyklana mína upp og opnaði bílinn. Fullt tunglið varpaði góðri birtu og það var næstum eins bjart og að degi til. Tungl- ið skein framan í mig, en Johnny sneri undan birtunni. Ég gat því ekki' séð svipbrigði hans, en hann gat aftur á móti lesið úr mínu andliti eins og opinni bók. Mér var vel ljóst, hvað út úr því skein, en ég kærði mig kollótta um það. Ég vonaðist bara til, að hann spyrði um, hvort við gætum ekki hitzt aftur, en hann sagði aðeins: — Við sjáumst víst ekki aft- ur, því að ég fer á morgun. Fyrst varð ég fyrir vonbrigð- um, en svo minntist ég þess, að ég ætlaði líka að halda heimleiðis á morgun og sagði: — Þá — þá getum við kann- ski hitzt á veginum? Hann hristi höfuðið. Nei, þér farið akandi, en ég fer með lestinni. Ég lánaði nokkrum kunningjum bílinn minn, og sagði, að þeir mættu hafa hann á meðan þeirra væri á verkstæði. — Nú, en þá gætuð þér líka ekið með mér í staðinn. Það er nóg rúm í bílnum og þá losnið þér við að taka lestina, sagði ég og gat ekki leynt ákafa mínum. Nokkrum mínútum síðar vorum við orðnir sammála um að hittast morguninn eftir inni í Bournemouth, á veginum til Lundúna. Johnny beið, unz ég hafði bakkað bílnum út af stæðinu. Ég veifaði, þegar ég ók af stað, og hann brosti og veifaði um hæl. Næsta dag flýtti ég mér að komast af stað, og móðir Pauls lét ekki undir höfuð leggjast að koma með nokkrar fýlulegar athugasemdir um það. Ég lézt ekki heyra þær, en varð stöð- ugt óstyrkari, eftir því, sem brottfarartíminn nálgaðist. Og 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.