Fálkinn - 06.01.1964, Síða 27
»
1
í
ekki var ég rólegri, þegar ég
loks var lögð af stað í bílnum
og ók áleiðis til Bournemouth.
Ég ímyndaði mér, að Johnny
myndi eftir allt saman ekki
bíða þar, sem um var talað,
vegna þess, að hann hefði
breytt ferðaáætlun sinni.
Hann beið þar.
•— Þér hafið vonandi ekki
beðið lengi? spurði ég.
— Nei, nei. Þar að auki eruð
þér á undan áætlun.
Hann sagði þetta ofur kæru-
leysislega, en í æsingi mínum
og hrifningu yfir því að sjá
hann aftur, fannst mér að ég
yrði að koma með einhverja
skýringu og sagði:
— Já, ég var svo hrædd um
að þér yrðuð ekki hér.
Hann lyfti brúnum, en sagði
ekkert. Hann bara settist inn
í bílinn og dró upp vindlinga-
pakka og bauð mér. Þegar
hann hafði kveikt í hjá sér
líka, sagði hann kæruleysis-
lega:
— Komið þér oft hingað til
Bournemouth í heimsókn?
Ó, já, um það bil einu sinni
í mánuði. Ég heimsæki tengda-
móður mína sem býr hér alein.
Paul, maðurinn minn, er alltaf
svo upptekinn.
— Paul Maitland, sagði hann
hugsandi, með einkennilegum
raddhreim, sem kom mér dá-
lítið á óvænt. Þekkti hann
Paul?
— Já, sagði ég. Þekkið þér
hann?
— Nei en ég hef heyrt hans
getið. Hver hefur ekki gert
það?
Ennþá var einhver undarleg-
ur hreimur í rödd hans, eins og
hálfvegis bitur. Ég leit varla á
hann, en hann hafði litið undan
og horfði út um hliðarglugg-
ann. Eftir andartaks þögn sagði
hann:
— Hans er svo oft getið í
blöðunum, á ég við. Það hlýtur
að vera gaman fyrir yður að
fylgjast með öllum málunum,
sem hann stendur í.
að samtalið bærist ekki inn á
varasamar brautir.
Ég var róiegri og ánægðari
með tilveruna, en ég hafði
lengi verið. Nokkrum sinnum
mátti ég til með að virða hann
fyrir mér, og sjá, hvernig sól-
in skein á ijósa hárið hans og
á hinar traustvekjandi hendur
hans. Mig dauðlangaði til þess
að strjúka þær.
Þegar við komum til Lund-
una, var ég viss um, að við
myndum ákveða nýtt stefnu-
mót, en Johnny sagði ekkert í
þá áttina. Mér tókst heldur
ekki að komast að því, hvar
hann byggi. Hann bað bara um
að ég hleypti honum út við
stöðina við Liverpool Street.
Næstu vikur liðu ofur hægt,
að mér fannst, og að sumu
leyti var ég eiginlega fegin,
hve lítið Paul var heima, svo
hann veitti því ekki eftirtekt,
hversu eirðarlaus og uppstökk
ég var.
En Trudy hafði tekið eftir
því. Það sá ég greinilega á
henni. Ég held að hana haí'i
alveg frá upphafi grunað, hvað
væri að gerast, og hún horfði
á mig augnaráði, sem gerði mér
þungt um hjartaræturnar.
Samt gat hún ekki vitað,
hversu oft ég hafði tekið upp
heyrnartólið á símanum og
verið komin á fremsta hlunn
með að hringja í númerið, sem
ég hafði fundíð i símaskránni
undir nafninu J. C. Brant.
Morgun nokkurn, þegar ég
var tilbúin að halda út, hrópaði
hún til mín, einmitt þegar ég
ætlaði að fara að ræsa bílinn.
Það var síminn til mín.
Ég sneri við og tók heyrnar-
tólið upp. Og strax og ég heyrði
rödd Johnnys dró úr mér allan
mátt, svo ég náði mér í stól og
set.tist.
— Johnny .... var allt og
sumt, sem ég gat sagt.
— Ég var að vonast til að þér
gætuð snætt hádegisverð með
mér í dag?
— í — í dag? stamaði ég.
— Eruð þér ef til vill upp-
teknar?
— Nei, nei, ég er ekkert upp-
tekin. Það stendur alveg prýði-
lega á fyrir mér.
— Eigum við þá að segja á
Marongo klukkan eitt?
Þegar samtalinu lauk stóð
Trudy yfir mér og horfði rann-
sakandi á mig. Og þegar ég
hljóp upp stigann í svefnher-
bergið mitt, sagði hún:
— Ætlar þú ekki að fara út?
— Jú. víst ætla ég út. Ég
Framhald á bls. 28
—' Nei, Paul er ekki einn
þeirra, sem talar við konu
sína um störf sín, sagði ég. Ég
veit raunverulega ekkert meira
um þau, en það sem stendur í
blöðunum. Þar að auki er hann
svo sjaldan heima.
Þetta var bersýnilega full
opinská játning og Johnny
flýtti sér að breyta um um-
ræðuefni.
Ég var honum þakklát fyrir
þá nærgætni og síðan spjöll-
uðum við glaðlega um heima
og geima, alla leiðina til Lund-
úna. Við gættum þess vandlega,