Fálkinn - 06.01.1964, Síða 30
LITLA
SAGAN
EFTIR
WILLV
BREIIXIHOLST
IBÉB ÓSKAST
Nú skuluð þið fá að lesa nú-
tímasögu um tvo elskendur,
ungar manneskjur, sem aldrei
gátu fengið að vera ein nokkra
smástund. Þau hétu Hans og
Gréta, og þau elskuðust ákaf-
lega mikið, ég er ekkert hrædd-
ur við að fullyrða, að þau hafi
elskazt alveg óendanlega mik-
ið. Gréta bjó heima hjá pabba
og mömmu og henni þótti mjög
vænt um þau, því þetta voru
heimsins beztu foreldrar — það,
sem að var, var bara það, að
annað hvort þeirra þurfti alltaf
að vera einhvers staðar nálægt,
þegar Hans var í heimsókn, og
ef þau hjónaleysin vildu hald-
ast í hendur og kyssast ofboð
lítið var ekki í annað hús að
venda en fara í bíó. En allt
þetta fólk, sem sat á stólunum
umhverfis þau, fór í taugarnar
á þeim og svo var þetta, sem
alltaf var að gerast á hvíta
tjaldinu, truflandi. Þau voru
aldrei alveg ein. Heldur ekki
þegar þau fóru á ball. Alltaf
þurfti einhver að líta á þau,
ef þau fléttuðu fingur sína
saman eða ætluðu að vangast
rétt pinulítið — ef ekki urðu
aðrir til, þá þjónarnir og hljóð-
færaleikararnir.
Þau höfðu ekki þekkzt iengi,
þegar þau komust að raun um
það, að í nútíma stórborg var
hvergi unnt að finna griðastað,
þar sem þau gátu verið ein.
Hans bjó einnig hjá sínum for-
eldrum, og honum þótti afskap-
lega vænt um þau — það var
bara gallinn, að íbúðin var svo
lítil, að hann gat aldrei verið
einn með Grétu.
Stundum, þegar hann brann
alveg sérstaklega í skinninu
eftir kossi, dró hann Grétu
inn í eitthvert stigahús, þar
sem þau biðu þolinmóð eftir
því, að gangaljósin slokknuðu.
En alltaf þegar þau slokknuðu,
þurfti einhver að koma út og
ýta á kveikjarann, og einhver
kom niður stigann, og Hans og
Gréta brostu og sögðu „Gott
kvöld“ ákaflega kurteislega, en
þau fengu aldrei annað svar en
fjandsamlegt augnatillit. Þau
fengu ekki tækifær til að kyss-
ast einn einasta koss, og svo
endaði það með því, að þau yfir-
gáfu stigahúsið.
— Við verðum aldrei ein,
sagði Hans mæðulega, það er
erfitt að vera ástfanginn, þegar
maður býr í stórborg, það er
alltaf einhver, sem sér til
manns.
— Bara við hefðum einhvern
stað, þar sem við getum verið
ein, stundi Gréta.
Svo stundi Gréta aftur, og
Hans stundi líka aftur. Það var
hreint ekki gaman af því að
vera svona ungur. En svo datt
Hans nokkuð í hug.
— Við skulum gifta okkur!
stakk Hans upp á.
— Já, en við höfum engan
stað til að búa á.
— Við fáum hann kannski,
ef við giftum okkur.
Hans setti dýra auglýsingu í
öll dagblöðin undir fyrirsögn-
inni ÍBÚÐ ÓSKAST, og svo
giftu þau sig. Þau voru ekki
ein út af fyrir sig eina sek-
úndu á brúðkaupsdaginn. Allt-
af var það einhver, sem þurfti
að óska þeim til hamingju, og
Gréta fékk eiginlega ekki einn
einasta almennilegan koss allan
daginn.
Hún var í hvítum kjól.
Foreldrar Grétu höfðu boðið
húseigandanum í brúðkaupið.
Þegar veizlan stóð sem hæst,
stóð faðir Gréttu upp og hélt
mjög fallega ræðu fyrir minni
ungu hjónanna.
— Það er bara synd, að þau
skuli þurfa að eyða hveiti-
brauðsdögunum á götunni, end-
aði hann með og gaut augun-
um á húseigandann.
Pabbi Grétu vissi vel, hvað
hann var að gera. Húseigand-
inn hafði fengið vel neðan í
því, og nú stóð hann upp, stór
og feitur, og tilkynnti með
hárri röddu, að ef ungu hjónin
tækju því með þökkum, sem
hann gæti boðið þeim, gæti
hann útvegað þeim þak yfir
höfuðið, að minnsta kosti þang-
að til þau finndu eitthvað
skárra, og þá hrópuðu allir
húrra og allir voru glaðir,
Gréta flaug upp um hálsinn á
Hansi sínum og móðir Grétu
grét af hamingju.
— Þið eruð dásamlega heppin
börn, sagði hún, því þið hefð-
uð aldrei fengið svar við þess-
ari auglýsingu.
Og það var vissulega rétt.
í þessa mörgu mánuði, sem
Hans og Gréta höfðu þekkzt,
höfðu þau ekki verið ein nokkra
einustu stund, og þeim fannst
það dásamlega undarleg til-
finning, þegar þau lokisns um
nóttina stóðu ein í herbergis-
kytrunni, sem húseeigandinn
hafði verið svo örlátur að láta
þeim í té.
— Loksins alein! sagði Gréta
og brosti alúðlega, kysstu mig
ástin min!
Hans var svo hamingjusam-
ur, að hann gat varla kysst
hana. Að hugsa sér! Þau voru
raunverulega ein! í fyrsta skipt-
ið, alein! Engin önnur mann-
eskja nokkurs staðar — aðeins
þau tvö!
En Adam var ekki lengi í
Paradís. Allt í einu voru dyrn-
ar rifnar upp, og maður gekk
inn. Hann ýtti á hnapp og litla,
nýja heimilið þeirra Hans og
Grétu tók að titra einkennilega.
Þau voru i lyftunni
Willy Breinholst.
iO
FALKINN