Fálkinn - 06.01.1964, Síða 41
Jlann bað hana að koma til
feourges.
„Þú verður að fara,“ sagði ég
©g á þann hátt, að röddin inni-
hélt ekki neinn ósökunartón.
„Ég fer,“ sagði hún, „ef þú
kemur með mér.“
En allt á sín takmörk. Aðeins
vegna þess að orð hennar og
éhefluðustu athafnir bjuggu
yfir svo ríkulegri ást, breyttist
reiði mín í þakklæti. Ég gerði
uppreisn og svo róaðist ég. Ég
var snortinn af því, hvað hún
var barnaleg og talaði við hana
eins og ég væri að róa krakka,
sem hefur beðið um tunglið.
Ég útskýrði fyrir henni,
hversu siðlaust það væri að láta
mig fylgja sér. Að ég skyldi
ekki vera með ofsa eins og óður
elskhugi, jók áhrif svars míns.
í fyrsta sinn heyrði hún mig
nefna orðið siðferði. Og það
kom á sálfræðilegu augnabliki.
Hefði ég ekki nefnt þetta orð,
gæti verið að hún hefði álitið
mig siðlausan, því að þrátt fyrir
uppreisn hennar gegn borgara-
legum grundvallaratriðum
hafði hún ekki breytzt innst
inni. En sú staðreynd, að ég í
fyrsta sinn kom henni til að
vera á varðbergi, var sönnun
þess, að ég áleit, að við hefðum
ekkert rangt gert fram að
þessu.
Marta iðraðist nú þessa óvar-
kárnislega brúðkaupferðalags.
Hún gerði sér grein fyrir,
hvað mikið væri unnt að hafa
á móti því.
„Leyfðu mér að minnsta
kosti,“ sagði hún, „að vera
kyrr.“
Þetta orð, siðferði, var svo
auðveit að bera fram, hafði
gert mig að andlegum ráðgjafa
hennar. Ég notfærði mér það
eins og harðstjórar gera, sem
eru ölvaðir af nýjum völdum.
Vaid verður aðeins bersýnilegt
óréttlætinu. Ég svaraði, að
ég áliti það ekki neinn glæp
af hennar hálfu, að hún færi
ekki til Bourges. Ég kom með
rök til að sannfæra hana:
þreytu ferðalagsins, afturbata
Jacques. Þessi rök afsökuðu
hana, ef ekki í augum Jacques,
þá að minnsta kosti í augum
fjölskyldu hans.
Með því að sannfæra Mörtu
eftir því sem mér sýndist, mót-
aði ég hana smám saman eftir
því sem ég vildi ogásakaði sjáif-
an mig fyrir þetta jafnframt
og að eyðileggja viljandi ham-
ingju okkar, að hún væri
eins og ég bar ábyrgð á þvi,
giaddi mig og angraði um leið.
í þessu sá ég ástæðu íyrir þvi,
®ð við gætum skilið hvort ann-
að. Og ég sá í því orsakir ófara
í framtíðinni.
Af því að ég hafði smám
saman komið inn hjá henni
minni eigin vissu, myndi sá
dagur renna upp, að hún væri
ófær um að taka nokkra á-
kvörðun. Mér fannst hún nú
vera lík mér, mild og óákveðin
og vona að bylgjan þyrmdi
sandkastala sínum, meðan önn-
ur börn voru að flýta sér að
byggja lengra uppi í sandinum.
Það kemur oft fyrir að and-
legur skyldleiki hafi jafnframt
áhrif á líkamann. Augnatillit
og limaburður geta breytzt,
nokkrum sinnum héldu ókunn-
ugir, að við Marta værum syst-
kini. Og þetta var af því, að
í okkur öllum eru frjóangar
sem þroskast við ást og gera
okkur lik. Líkamshreyfing eða
raddbeiting kemur fyrr eða sið-
ar upp um hina gætnustu elsk-
endur.
Það verður að játa, að hafi
hjartað eigin ástæður, óþekkt-
ar skynseminni, er það af því,
að skynsemin er ekki eins sann-
gjörn og hjartað. Efalaust er-
um við öll lík Narcissus og elsk-
um og hötum eigin mynd og
kærum okkur kollótt um ann-
að. Þetta stjórnar öllu lífi okk-
ar og kallar: „Nemið staðar"
fyrir framan landslag, konu
eða kvæði. Við getum dáðst að
öðrum hlutum, en án þess að
finna þetta svar.
Hvötin til líkingar er sá
hluti hegðunar, sem ekki er
uPPgerð. En í þjóðfélaginu er:
þeii-, sem virðast ekki syndr.,
gegn siðferðinu, aðeins þs?:
sálir, sem sækjast eftir sömu
gerðinni. Þannig eru sumir
menn sífellt á höttunum eftir
„ljóshærðum konum“ og
gleyma að oft er mesta líkingin
vandlega dulin.
í nokkra daga hafði Marta
virzt annars hugar, þótt hún
væri ekki óhamingjusöm. Ef
hún hefði virzt annars hugar
og óhamingjusöm, hefði ég ef
til vill sett það í samband viö,
að fimmtándi júlí nálgaðist, en
þá yrði hún að fara til Jacques,
sem nú var á hressingarhæii
við Ermarsund. Röðin var nú
komin að Mörtu að brjóta hei!-
ann þegjandi og byrja, þegar
DANSSKÓLi HERMANNS RAGNARS
Skólinn tekur til starfa á ný að loknu jólaleyfi mánudaginn 6. janúar.
Nemendur sem voru fyrir jól mæti á sama stað og tíma og var. Fram-
haldsnemendur sem vilja vera með frá áramótum en voru ekki fyrir jól
mega hafa samband við okkur í síma 83222 daglega frá kl. 10—12 f. h.
og 1—3 e. h.
Byrjendur, nýjir nemendur verða innritaðir í sama síma miðvikudag 8.
jan. og fimmtudag 9. jan. á sama tima og að ofan greinir, og hefst
©g hefst kennsla hjá þeim í næstu viku.
FALKINN
4