Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Síða 7

Fálkinn - 24.02.1964, Síða 7
Fyrir utan dyrnar. Kæri Fálki. Það er ekki oft sem ég fer út á veitingahús að gera mér dagamun. Þó kemur það fyrir og þessar ferðir eru venjulega mikil upplyfting. Eitt laugar- dagskvöld fyrir stuttu síðan fór ég út á veitingahús svona upp úr þurru ef svo má segja. Ég hafði ekki ætlað mér að fara en svo komu gestir í heimsókn og það varð til þess að við hjónin fórum með þeim út. Við vorum nú heldur seint fyrir og þegar komið var á skemmti- staðinn beið þar fyrir utan mikill fjöldi fólks og satt að segja varð ég hneykslaður á framkomu þeirra er fyrir utan biðu. Dyravörðurinn átti í miklum vandræðum með að opna hurð- ina til að hleypt út fólkinu og þeir sem stóðu á stéttinni fyrir utan ýttu á og vildu troðast inn. Margir voru með Ijótan munnsöfnuð sem beindist að dyraverðinum rétt eins og hann ætti sök á því hvernig málum var háttað. þó var „sök“ hans ekki önnur en sú að hann reyndi eftir fremsta megni að standa í sinni stöðu. Það er kannski óþarfi að taka það fram að allir þeir — eða að minnsta kosti flestir — er fyrir utan biðu þóttust hafa horð. Sumir létu það uppi með miklum bægslagangi rétt eins og þeir ættu staðinn sjálfir. Þá voru nokkrir sem héldu því fram að annað hvort konan sín eða maðurinn sinn væri inni og það væri hart að fá ekki inn- göngu einnig. Svo ef dyrnar opnuðust þá var ýtt á og reynt að troða sér inn. Það tókst að sjáifsögðu ekki því dyravörð- urinn stóð fastur fyrir. Það er einkennilegt af fólki þegar það vill komast inn á skemmtistaði að geta ekki sýnt smávegis kurteisi rétt á meðan það er að berjast fyrir þessari inngöngu sinni. Áreiðanlega er það miklu heillavænlegri að- ferð heldur en að vera með frekju og ólæti. Það er einnig leiðinlegt að sjá drukkna menn röflandi fyrir utan dyrnar. Svo- leiðis menn á að fjarlægja. Samkomustaðir Reykvíkinga eru mjög furðulegir. Með þökk fyrir birtinguna. Gestur. Svar: Já, hátterni manna er oft furöu- legt fyrir utan dyr veitingahús- anna. Ágætur útvarpsþáttur. Kæri Fálki. Ég ætla að skrifa hér nokkr- ar línur til að koma á fram- færi þökkum mínum fyrir ágætan útvarpsþátt Sveins Ás- geirssonar „Hver talar“. Þetta var reglulega skemmtilegur þáttur og verður gaman að fylgjast með honum í framtíð- inni. Þeir sem reyna að finna þann sem talar eru allir skemmtilegir menn og það á ekki hvað minnstan þátt í að gera þetta að skemmtilegum þætti. Norðlendingur. Byssuleyfi. Fálkinn, vikublað. Reykjavík. Getur þú sagt mér hvert maður á að snúa sér til þess að fá byssuleyfi? Og hvað þarf maður að vera gamall? Með þökk fyrir svarið. A. S. Svar: Byssuleyfi eru gefin út af lög- reglustjórum, bcejarfógetum og sýslumönnum. MaÖur þarf aö vera oröinn 21 árs til aö geta fengiö slikt leyfi og hafa ekki gerzt brot- legur viö lög. Annars veita þessir aöiiar allar upplýsingar í málinu. faiiir móéir dóttir sonur FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.