Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Page 32

Fálkinn - 24.02.1964, Page 32
RSTHANDiMl IÆSTUR Geysilega mörg bréf hafa borizt til rithandarlestrar Fálkans, svo mörg að ekki er viðlit að sinna nema broti af þeim. Hefur því verið ákveðið að taka að nokkru upp nýjan hátt á þessum þætti, þ. e. að gefa fólki kost á því að senda greiðslu með sýnishornunum og jafnframt nafn og heimilisfang. Mun rithandarlesarinn þá senda úrlausnir sínar til viðkomandi aðila. Greiðsla sú, sem senda þarf með, er 200 krónur, og munið að senda hana í ábyrgðar- bréfi, því eins og kunnugt er er óheimilt að senda peninga í almennum bréfum. Hvorki við né pósturinn, getum tekið neina ábyrgð á þeim peningum, sem sendir eru í almennum bréfum. Ef þið viljið fá sérstaklega nánar upplýsingar væri mjög æskilegt að þið senduð litla mjmd (passamynd) með bréfinu. Þótt þetta fyrirkomulag sé tekið upp, verður einnig unnt að senda bréf eins og áður til blaðsins, án greiðslu og án þess að gefa upp nöfn og hcimilisföng, en þá eigið þið það líka á hættu, að ekki verði unnt að svara bréfum ykkar vegna hinnar miklu aðsóknar. Vonum við svo, að þið hagnýtið ykkur þetta nýja tilboð, og bréf ykkar eru velkomin — með greiðslu og án greiðslu. Rithönd yðar bendir til að þér séuð nokkuð hæglynd kona og nokkuð óframfærin. Það kemur fyrir að þér skiptið skapi en það kemur sjaldan upp á yfirborðið, Þér virðist geta verið ákaflega glaðvær og skrafhreyfin í vinahóp en nokkuð óframfærin við ókunna. Mér virðist þér eiga dökkhærðan eiginmann og ég gæti trúað að hjónabandið verði jafngott áfram og það hefur verið þó þér hafið nokkrar óþarfa áhyggjur af honum en það virðist nú oft vera fylgikvilli 'njá ungum konum þó þær séu búnar að vera giftar í nokkur ár. Mér virðist þér hafa verið nokkuð stutt á æskustöðv- um yðar en hafa búið á tveim stöðum síðan. Móðir yðar virðist vera á lífi og faðir yðar annaðhvort sjúklingur eða látinn fyrir mörgum árum síðan. Þér virðist hneigjast mjög til friðsældar og rólegheita en samt virðist rjúka upp í yður sterk löngun til þess að vera innan um fjölmenni og gleðskap, en það virðist samt ekki vera mjög oft. Eg get ekki séð vel hvaðan þér eruð en mér virðist það vera í nokkuð stóru þorpi með sterku sjávarlofti og fugla- gargi og löng sandfjara á hægri hönd við bústað yðar. Þetta gæti ef til vill verið á fæðingarstað yðar sem ég lýsi núna því hugur yðar virðist vera nokkuð reikull er þér skrifið þessar línur. Um þessar mundir virðist yður umhugað um nokkuð þrekvaxinn eldri mann en það fer allt betur en á horfist. En mér virðist þér bráðlega fá miður góðar fréttir úr fjarlægu byggðarlagi. Þér skuluð ekki láta það koma yður á óvart. Framtíðin mun yerða vður mjög björt næstu árin þótt fortíðin hafi verið nokkuð skellótt. Þér skuluð ekki !áta þunglyndið ná neinum tökum á yður. Þér virðist nokkuð taugasterk manneskja og þér eigið til með að finna til nokkurra óþæginda í höfðinu og nokk- urn slappleika og ég gæti trúað að það stafaði af blóð- leysi. Þér finnið líka ti1 óþæ^inda í hægri fætinum en ég vona að það lagist h-íð1"'*- Kær kveðja. HVAÐ GERIST j NÆSTU VIKU ? Hrátsmerkiö (21. marz—20. aprll). Þér skuluð ekki hafast mikið að I þessari viku sem fer í hönd. Takið lífinu með ró og dveljist heima við ok forðist að taka allar stór ákvarðanir. Nautsmerkiö (21. apríl—21. maí). Þessi vika verður fremur róleg ok fátt mikils- verðra atburða mun Kerast. Þér ættuð að nota þessa róleKu tíma til að lagfæra það sem miður kann að hafa farið að undanförnu. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní). Þér ættuð að reyna að hagnýta yður þau tæki- færi sem yður bjóðast í þessarl viku þvi óvíst er að yður muni Kefast önnur tækifæri betri. FimmtudaKurinn verður sérstæður. KrabbamerkiÖ (22. júní—22. júli). Gætið þess vel í þessari viku að krefjast ekki of mikils af öðrum reynið heldur að koma til móts við þá sem þér umKanKist mest. Eyðið ekki um efni fram. LjónsmerkiÖ (23. júli—23. ágúst). Þér ættuð að nota þessa viku til að búa yður vel undir að mæta þeim erfiðleikum sem fram- undan eru. Ef þér eruð vel undir þá búnir mun yður farnast vel. Jómfrúarmerkiö (2i. áaúst—23. sept.). Þér ættuð að hafa það huKfast um þessar mund- ir að ekki er sopið kálið þó i ausuna sé komið. Gætið þess vel að spilla ekki fyrir yður með fljótfærni um þessar mundir. Voqarskálamerkiö (24. sept.—23. okt.). Þessi vika verður skemmtileK með ýmsu móti þótt ekki verði mikið um stóratburði. Úm helKÍna ættuð þér að lyfta yður upp ok Kera yður glaðan daK bví til þess eru afstöðurnar heppileKar. Sporödrekamerlciö (24- okt.—22. nóv.). Gætið þess vel að særa ekki fólk að ástæðu- lausu þvi það Ketur haft mjög hættuleKar afleið- inKar í för með sér. Minnist þess að stilla orðum yðar i höf og forðist vandræði. Boaamannsmerkiö (23. nóv.—21. des.). Þér skuluð hafa vei hugfast í þessari viku að skjóta ekki of hátt yfir markið. Gætið þess að takast ekki of mikið i fang heldur ætlið yður vel af ok þá mun allt fara vel. SteinaeitarmerkiÖ (22. des.—20. janúar). Nú ættuð þér að legK.Ía yður allan fram til þess að hagnýta sem bezt þær heppilegu afstöður sem nú eru. Þér munuð sjá mjög eftir því síðar ef þér misnotið þessar afstöður. Vatnsberamerlciö (21. janúar—18. febrúar). Þér ættuð ekki að skapa yður áhyggjur að ástæðulausu. Reynið að bægja frá því þunglyndi sem á yður sækir um þessar mundir. Gerið yður glaðan dag og siáið hvort það bætir ekki úr. Fiskamerkiö (19. febrúar—20. marz). Yður hættir stundum til þess að vera of mál- gefinn t. d. ef síminn er annars vegar. Þér ættuð að forðast þetta. I ástarmálunum getur þessi vika orðið vður hagstæð fálmnn ó. s.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.