Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1964, Qupperneq 34

Fálkinn - 24.02.1964, Qupperneq 34
Á síðari árum hefur notkun súrmjólkur farið mjög í vöxt, sem vel er, því að súrmjólk er að mörgu leyti I hollari en nýmjólk. Hún er auðmeltari en nýmjólk, því að mjólkursýran virkar á eggjahvítu mjólkurinnar. * Hún er auðug af mjólkui'sýrugerlum og B-vítamíninu, sem auka starfsemi þarmanna. Súrmjólk er því einkar •' holl sem morgunverður ýmist til drykkjar eða borin | j fram með t. d. Corn-Flakes eða rifnu rúgbrauði. En úr henni er einnig hægt að útbúa ágætis spóna- mat og ábætisrétti, sem oft eru auðtilbúnir. Súrmjólkursúpa. 1% 1. súrmjólk 45 g hrísmjöl Kanelbiti eða rifinn sítrónubörkur 2 msk. rúsínur 2 msk. sykur. Hrísmjöl og súrmjólk hrært kalt saman í potti. Þeytt, þar til suðan er komin upp. Þá er rifnum sítrónuberki, rúsínum og sykri bætt út í. Soðið í 10—15 mínútur. Köld súrmjólkursúpa. 1 1 súrmjólk 1 Yz msk. sykur | 10 möndlur Y2 tsk. vanilla 1 dl þeyttur rjómi Möndlurnar flysjaðar og saxaðar smátt. Súrmjólkin þeytt, einnig rjóminn. Öllu blandað saman. Súpan borin fram vel köld ásamt litlum tvíbökum. Súrmjólkurbúðingur. % 1 súrmjólk 8 bl. matarlím 20 sætar möndlur 60 g sykur Rifinn sítrónubörkur 3 dl rjómi Appelsínur Bananar Epli Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. Undið upp úr vatninu, brætt við gufu. Möndlurnar flysjaðar og saxaðar smátt. Súrmjólkin þeytt með sykrinum, möndlunum og sítrónuberkinum hrært saman við. Þegar matarlímið er ylvolgt er því hrært út í súrmjólkina. Þegar búðingurinn er að byrja að hlaupa er % hluta af þeytta rjómanum hrært saman við. Hellt í skál sem brytjaðir ávextir hafa verið settir í. Dálítið af ávöxt- unum tekið frá til að skreyta með. Eftir 1 klukkustund er búðingurinn skreyttur með afgangnum af þeytta rjómanum og ávöxtunum. f staðinn fyrir ávextina er gott að bera ávaxtasósu með þessum búðingi. Eggjasúrmjólk. Þeytið saman 1 eggjarauðu og 1 msk. af sykri, rifn- um berki af 1 sítrónu hrært saman við ásamt 1 glasi af ískaldri súrmjólk. Eggjahvíta stífþeytt blandað saman við. Borið fram sem eftirréttur t. d. með ávöxtum, sem staðið hafa stundar korn með sykri. Súkkulaði-súrmjólk. Þeytið saman 1 egg og 1 msk. af sykri, 1 bolla af ísköldu, bragðsterku súkkulaði eða kakó hrært saman við og að lokum 1 glas ísköld súrmjólk. Framhald á bls. 37. 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.