Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 4
Það er ekki iangt síðan mikið var um það rætt
að þessi stúlka á myndinni — Nancy Kwan — og
Marlon Brando mundu ganga í það heilaga. En
Það varð lítið úr því öllu saman svo sem mönnum
er kunnugt. Þó er sagt að hún muni aldrei gleyma
Brando en hann er hins vegar frægur fyrir að
gleyma fljótt.
Þessi mynd er annars tekin í hléi milli atriða
við töku nýrrar myndar sem hún leikur í og heitir
„Honey Moon“. Nancy fer með stórt hlutverk í
þessari mynd og af öðrum leikurum má nefna Jill
St. John, Keenan Wynn, Elsa Lanchester og Ann
Heim.
Það getur verið dýrt
spaug að rifast við kon-
una sína.
Kona Jack Lemmon
heitir Felicia Farr og
virðist vera hin myndar-
legasta kona. Um daginn
varð þeim eitthvað
sundurorða Jack og henni
og það hlýtur að hafa
verið nokkuð því Jack
fór út og keypti nýjan
Rolls Royce og gaf henni
i sáttargjöf.
Líkur eru fyrir þvi
að á þessu ári fáum við
að sjá Jack í nýrri mynd
sem heitir Irma La
Douce og þar leikur hann
á móti Shirley McLean
eins og í Lykillinn undir
mottunni.
Fyrir rúmum þrjátiu árum
vakti ungur maður á sér at-
hygli í heimi jazzins. Þetta var
viðfelldinn maður og hann þótti
leika vel á klarinettið sitt. Nú
er þessi sami maður rúmlega
fimmtugur og enn blæs hann
í sitt klarinett — hann er eins
og sagt er, enn í fullu fjöri.
Þessi maður er Benny Good-
man.
Og af því að Benny á marga
aðdáendur hér ekki síður en
annars staðar þá datt okkur í
hug að segja lítillega frá við-
tali, sem hann átti nýlega við
kunnan jazzblaðamann Stanley
Dance.
— Við höfum aldrei átt eins
marga klarinettleikara og nú,
segir Benny. Þeir eru í skóla-
hljómsveitum, danshljómsveit-
um — í stuttu máli; alls staðar
nema í jazz. Ég veit ekki af
hverju þetta stafar en ef til
vill er það af því að þetta hljóð-
færi framleiðir ekki eins mik-
inn hávaða og mörg önnur.
Um hina yngri jazzleikara
segir Benny að þeir hafi mjög
góða tækni en smekkur þeirra
sé ekki alltaf góður. Þá segir
hann að margir hinna yngri
manna standi með blásturs-
hljóðfæri sín alveg upp í hljóð-
nemanum og blási af slíkum
dugnaði að það sé engu líkara
en verið sé að blása áheyrend-
ur út úr salnum.
— Áhugi minn á klassiskri
tónlist hefur vaxið mjög seinni
árin, heldur Benny áfram. Það
munu menn einnig geta heyrt.
Ef við tökum sem dæmi síðasta
ferðalag mitt þá var helming-
ur dagskrárinnar jazz en hinn
helmingurinn helgaður klass-
iskri tónlist.
— Þá er leiðinlegt, segir
Benny, að hinar stóru jazz-
hljómsveitir eru ekki lengur til.
Það var mikið af þeim á árun-
um ’30—’40 og það var vegna
þess að plötumarkaðurinn var
ekki eins stór þá. Núna sitja
menn bara heima og hlusta á
plötur en áður voru þeir nauð-
beygðir að fara á hljómleika.
Þegar Benny var spurður um
hvaða klarinettleikara hann
hefði heyrt beztan á lífsleið-
inni sagði hann:
— Sá sem mér hefur þótt
hvað beztur er Jimmie Noone.
Hann var stórkostlegur lista-
maður og ég minnist hans með
mikilli ánægju í lögum eins og
„Four or Five Times“, „Sweet
Lorraine" og „I Know You
Know“.
Benny Goodman 22 ára gamall
í upphafi ferils síns.
Beniij um limmtugt — og enn
í fullu fjöri.
4
FÁLKINN