Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 22

Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 22
Björgunarafrek á Atlantshafi Skipalestin lagði af stað síðari hluta dags. Skipunum hafði verið eafnað saman á ytri höfninni, þar sem frelsisstyttan heldur kyndli á lofti. Skipin komu niður fljótin, sum frá Hudsonfljótinu og önnur frá Austurfljóti og þau voru sett hvert á sinn stað í skipalestinni þar sem þau áttu að vera á leiðinni yfir hafið. Hve mörg mundu verða þar að leiðarlok- um var öllum hulið. Ferðin yfir hafið var barátta upp á líf og dauða. Þetta var kaldur októberdagur og skipin virtust mjög köld og lífvana í ljósaskiptunum. Forustuskipið gaf merki um að halda af stað. Nú var ferðin hafin, skipverjar hófu sín reglu- bundnu störf um borð, þessi störf sem á langri sjóferð verða eins og reglubundin og gangverk klukkunnar unz land er fyrir stafni og akkeri er varpað að leiðarlokum. Þannig er það venjulega á langri sjóferð, en hér var viðhorfið annað: Stríð- ið hafði staðið í tvö ár og kafbátahernaðurinn var í algleymi. Þetta var árið 1942. Brúarfoss Eimskipafélags íslands var eina íslenzka skipið í þessari skipalest. Vestur hafði skipið flutt fullfermi af síld. Þá var einnig siglt í skipalest og sú hafði sloppið við árásir kafbáta að mestu leyti, enda var veðrið þannig, að þeir gátu lítt haft sig I frammi. Brúarfoss hafði komið í lestina sunnan við ísland. Veður var skaplegt suður fyrir Grænland og er þeir fóru fyrir Cape Race. Skipalestin var komin nokkru þar sunnar, er loftvogin snarféll og snemma morguns 4. septem- ber var komið afspyrnu rok. Jafnframt gerði úrhellisregn. Það varð erfitt fyrir skipsstjórnarmenn þeirra fjörutíu og tveggja skipa, sem öll voru grámáluð, til þess að óvinirnir kæmu síður auga á þau. Rokið jókst eftir því sem á daginn leið. Skipin urðu að hægja á ferðinni og héldu rétt þeim skriði, sem nægði til þess að þau létu að stjórn. Um hádegi voru 10 vindstig og sjór eftir því. Raðir skipanna voru farnar að riðlast og við og við heyrðust skip senda Morse-stafinn D. Það þýddi að skipið léti illa af stjórn. Undir kvöld fór loftvog að stíga mjög ört og veðrið lægði, en jafnframt gekk hann til á áttinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.