Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 29
Nú eru páskar nýafstaðnir og páskamyndirnar enn í fullum
gangi. Segja má að af þessu sinni hafi páskamyndirnar verið
góðar og margar mjög góðar. Laugarásbíó sýnir stórmynd hins
ítalzka Jacopetti, Mondo Cane. Austurbæjarbíó sýnir Elmer
Gantry, er byggð er á samnefndri bók Sinclair Lewis. Stjörnu-
» bíó býður enn þá upp á Byssurnar í Navarone og má búast
við að hún verði sýnd nokkuð lengi. Nýja Bíó er með mynd
sem byggð er á sögu snillingsins Scott Fitzgerald, Ljúf er
nóttin. Disney mynd í Gamla Bíó, ágætar gamanmyndir í
Kópavogsbíó og Tónabíó. Hafnarfjarðarbíó sýnir mynd sem
gerð er eftir sögu Hartog þess sem skrifaði leikritið Rekkjuna
og enn sýnir Hafnarfjarðarbíó Bergmanmyndina Að leiðar-
lokum. Sú var tíðin að ekki þýddi að sýna Bergman-myndir
hér því fyrir sjö eða átta árum gekk mynd hans Sjöunda
innsiglið ekki nema nokkur kvöld í Tjarnarbíó.
f þessum þætti munum við kynna mynd frá Austurbæjar-
bíó en áður en við snúum okkur að henni skulum við aðeins
geta nokkurra mynda sem þar verða sýndar á næstunni.
Hvítasunnumynd Austurbæjarbíós verður að öllum líkind-
um bandaríska myndin Hvað kom fyrir Baby Jane. Það hefur
KVIKMYNDA
ÞÁTTUR
AUSTURBÆJARBÍÓ SVMIR:
DRAUGAHÖLLIN
I SPESSART
mikið verið talað um þessa mynd, sem byggð er
á sögu eftir Henry Farrell. Það eru tvær góðar
leikkonur sem fara með aðalhlutverkin, þær Bette
Davis og Joan Crawford. Myndin verður með ís-
lenzkum texta. Þá verður væntanlega ítalska mynd-
in Rocco og bræður hans tekin bráðlega til sýn-
ingar. Leikstjóri er Luchino Visconti og þess má
geta að myndin hefur hlotið 8 alþjóðaverðlaun.
Þá má nefna franska mynd Ferðin yfir eyðimörk-
ina en Hardy Kriiger, Lino Ventura og Maurice
Biraud fara með aðalhlutverkin. Og rétt er að
minnast á franska mynd Lögmál stríðsins. Þetta
er sögð mjög góð mynd enda góðir leikarar, sem
fara með aðalhlutverkin þeir Mel Ferrer, Peter
Framhald á bls. 36.
FALKINN
29