Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 12

Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 12
Vegurinn í Khyberskarði liggur utan í gróðurlausum hlíðum. Afganistan niður í gegnum Khyberskarð til þess að eyða vetrinum á sléttunum þar fyrir neðan. Vegna hitans og ef til vill vegna minni umferðar, sem er þó aldrei mikil, er það venja þeirra að ferðast mest á nóttunni en halda kyrru fyrir og hvíla sig af göngunni á daginn. Hver fjölskylda er með nokkra úlfalda og ásna, sem bera tjöld og teppi, fatnað og alla búslóð hirð- ingjanna, sem ekki virðist mikil að sjá. Sumar fjölskyldur reka á undan sér fáeinar ullarmiklar karakúlkindur. Hirðingjar án nokkurs fasts bústaðar eru taldir um 2 miiljónir talsins í Afganistan, þótt getið verði þess um leið, að sú tala er aðeins meira eða minna líkleg ágizkun. Hirðingjarnir eru hvergi skráðir ög nöfn þeirra sem flestra annarra Afgana hafa aldrei á manntal komið. Vor og haust gengur stór hóþur þessara hirðingja í gegnum Khy- berskarðið, auðvitað án áritana, vegabréfs eða skoðana, og það jafnt hvort sem landamærin eru annars lokuð eða ekki. Stjórnmálasamband Aíganistan og Pakistán hefur jafn íítil áhrif á þá og aðrar heims- fréttir, þvi að hvort tveggja mun þeim að mestu eða öllu leyti fram- andi og ókunnugt. Þeir eru hinir algerlega ósnortnu. Ekki er ósjaldgæft að sjá konur bera ungbarn á baki sér eða í fangi. Þær ganga í siðum dökkum klæðum og bera löng sjöl, sem lögð eru yfir höfuðið og ná niður á lendar. Þá er ekki óalgengt að sjá konur jafnt sem karla ganga berfættar. Karlmenn bera túrbana á höfði eða hafa nú í svala næturinnar brugðið teppi ýfir höfuð sitt og herðar. Stundum er fatnaðurinn litríkur, en grófur er hann og ber- 12 FALKINN y- •; A. . sýnilega handofinn. Stálpuð börn hlaupa við fót til að halda hópinn. Bílstjórinn virðist bölva töfunum, sem hirðingjarn- ir valda, því að vegurinn er bugðóttur og tíðum blind- ur, en við förum framhjá hirðingjafjölskyldu á ör- fárra mínútna fresti og dýrin eru skiljanlega ekki alltaf út á yztu vegarbrún. Sárasjaldan sést maður á baki asna eða úlfalda. Hvað verður um þá gömlu og veiku, sem ekki geta gengið, skýtur upp í huga minn, en enginn veit svar við þeirri spurningu. Fólk- ið er hraustlegt, en einhverra hluta vegna virðist það svo fjarri okkur, að litlum getum verið að lífi og hugsanahætti þess komið. Og enn skýtur upp í hug- ann, hvers vegna fæddist það hér en ekki við? Ekki er að undra þótt örlögin séu austrænum mönnum meiri veruleiki en okkur. Hjá þeim ákveða kringum- stæðurnar allt. Val getur ekki heitið neitt. Þar ráða guðirnir öllu en maðurinn engu. Kaldur gusturinn gekk í gegnum bílinn og okkur var nístingskalt, þótt við yrðum að sita eins saman- hnipraðir og hægt var vegna þrengsla. Síðla kvölds var loks komið að þorpi og numið staðar, svo að bílstjóri og farþegar gætu fengið sér hressingu, en við landamærin var engin veitingastofa og við því ekkert getað fengið okkur síðan í Peshawar um morguninn. Kaupmaðurinn frá Peshawar, sem sat við hlið mér og var sérlega alúðlegur maður, bauð mér og ungu Frökkunum fjórum inn á eina veitingastofuna, sem lá opin út að breiðri þorpsgötunni, sem virtist eina verulega gatan í bænum. Ekki var við Það komandi að við fengjum að borga. Stólar og borð voru auð- vitað engin í litlu herberginu, sem lá að austrænum % bazasið opið og veggjalaust út að götunni. Setið var á flötum lágum trépalli, sem einfalt strigakennt teppi hafði verið strengt yfir og síðan neglt niður. Þarna settumst við krosslögðum fótum, en gestgjafinn færði okkur brennheitt sætt te og flatbrauðið góða — non er það nefnt — sem borðað er um alla Litlu-Asíu og austur til Pakistan, en er þó nokkuð misjafnt að lögun og stærð eftir stöðum. Með því er annaðhvort borðaður hvítur ostur eða það eitt þurrt. í Afganistan ber fljótt ýmislegt fyrir augu, sem minnir á nágrannaríkið Rússland. Af þeim fáu bílum, sem á vegunum sjást, eru flestir rússneskir og þó sérstaklega jeppar. Búningur hermanna og lögreglu er að rússneskri fyrirmynd, síður jakki, sem hneppt- ur er upp í háls og leðurstígvél á fótum. Afganistan hefur fyllilega haldið sjálfstæði sínu gagnvart stórveldunum og þar er enginn erlendur her eða herstöðvar. En engu að síður, og ef til vill einmitt þess vegna, hafa þeir fengið rausnarlega efnahagshjálp frá Rússum jafnt sem Bandaríkja- mönnum og að auki fengið þýzk fyrirtæki til að reisa ; ýmis konar verksmiðjur og umfram allt stórhýsi í höfuðborginni Kabul. Nálægð Afganistan við Rússland hefur reynzt Afgönum vel, og þeir hafa kunnað að nýta sér stöðu sína. Rússar og Bandaríkjamenn hafa af örlæti skipt með ser helztu stórframkvæmdum í landinu, en Af- ganar eru nú mjög framfarasinna og hafa að sögn ; búið við góða stjórn að undanförnu, þótt konung- dómurinn sé enn að heita alvaldur. Áður lágu aðeins örfáir holóttir malarvegir um landið, en nú eru Banda- . ríkjamenn að ljúka við að leggja malbikaða braut eftir endilöngum suðurhluta landsins á sama tima og Rússar hafa lagt sams konar veg eftir nær endi- | löngum norðurhlutanum. Brátt mun því mega aka á ■ góðum vegi hringinn í kringum miðhluta landsins, J en hann er strjálbýlastur og einna hálendastur. Um raforkuver landsins, sem sum eru enn í bygg- ingu, mun mega segja svipaða sögu að nokkru leyti. Afganar hafa nú eigið flugfélag, sem heldur uppi reglulegum samgöngum innanlands og einnig ti3 J .M

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.