Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 10

Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 10
AFGANISTAN 1. GREIN OG MYNDIR ERLENDUR HARALDSSON Náttúra suðnrsin§ og náttúra norðursins eru tveir úlíkir heimar, og þennan dag þútti mér Khyberskarðið skipta löndum Framundan lá fagurt land9 þar gat ekki búið nema gúð þjúð Úr Khyber-skarði, .•Xy Notalega svalt var orðið í lofti, birtu mikið tekið að bergða og skuggar fjallanna teygðu sig yfir dalina og hátt upp í hlíðarnar andspænis. Loftið var hljóðbært, þá sjaldan einhver hávaði rauf algera þögnina. Fjöllin voru ber og víðast grýtt. Dalirnir og neðanverðar hlíðarnar voru gróðurlitlar, hvergi var skóg að sjá, og aðeins á einstöku stað með löngum millibilum mátti eygja þústulega mannabústaði. Þetta var Afganistan eða Aryana eins og Afgan-, ar nefna land sitt stundum með nokkru stolti. Khyberskarðið lá að baki okkar, og nú hallaði undan fæti um sinn. Dalurinn, sem við höfðum ekið eftir, breyttist úr þröngum bugðóttum árdal í breitt undirlendi, þaðan sem sást til nálægra stakra fjalla og inn í breiða dali, unz hár fjalla- hringur lokaðist í fjarska. Ég minntist uppsveita og óbyggða heima. Munurinn var enginn að sjá í ljósaskiptunum, sem liðu hratt en kyrrlátlega yfir. Hitamistur sléttulandanna var horfið. Hér var loftið tært og andblærinn svalur á síðdeginu. í hitabeltinu erfiðar náttúran. Þar er barátta og þungi, því að allt vex og allt vill vaxa, en hér er skyndilega komið í land, þar sem var kyrrð og þögn, friður og fjarlægðir, svali og ósnortin víð- átta, sem oft var meira tignarleg en fögur. í erfiði hitabeltisins tortímir lífið alltaf einhverju af afkvæmum sínum vegna þrengsla og ofvaxtar, en hér var sem það hyrfi í víðáttunni vegna þess hve smátt það var’ og þróttlítið. í þvingandi hita-. mollu suðursins kemur það fyrir hvern mann að finna til þrengsla, í iðandi og morandi lífi manna, dýra og hvers kyns kvikinda. Þrengslin, örbirgðin, skíturinn, sorinn, baráttan og miskunnarleysið getur orðið slíkt, að maður fagnar því að vera laus við að sjá það um stund og finnur til léttis, sem sá einn getur þekkt, sem reynt hefur. Þetta siðdegi var andstæða suðursins. Nær skelfandi tign umhverfisins, skyndileg, djúp og nær lífvana kyrrð og víðátta, sem allt virtist geta gleypt, kall- aði fram andstæðu þrengslanna. Og víðátturnar urðu þá að því lífvana víða tómi, sem forfeður vorir fylltu með tröllum og útilegumönnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.