Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 39
Málverkið
Framhald af bls. 36.
Þegar við erum gift, ástin mín,
skulum við hengja myndirnar
þínar upp um allt húsið.
Ég stundi af hamingju.
— Nei, ástin mín, sagði ég
ákveðin, — við skulum hengja
þínar myndir á alla veggina. Ég
get Jivort eð er ekkert málað.
Og það skiptir engu máli leng-
ur. pu veizt, það er kominn
anngr óskadraumur i stað þess
gamja.
TiJ svars við spurningunni,
sem | skein út úr augum hans,
•tyllti ég mér á tá og hvíslaði
dáiitlu í eyra hans.
Breitt bros breiddist yfir
andjit hans. — Þá er það ákveð-
*ið, sagði hann. — Þú elur okk-
Ur börn — ég mála þau!
— Og þau koma til með að
líta svona út, öll saman, sagði
ég hamingjusöm og sá mynd-
ina yfir arninum í alveg nýju
ljósi.
' >
A sætrjám
Framhald af bls. 23.
sprengjurnar féllu ein eftir
aðra. Þessa sömu nótt urðu þrjú
önnur skip fyrir tundurskeyt-
um.
En þetta var aðeins byrjunin.
Næstu nætur endurtók sagan
sig..Fleiri og fleiri skip sukku
í djúpið hæfð tundurskeytum.
Bjöfgunarskipinu tókst að
bjarga mörgum, en aðrir voru
þeir sem ekki áttu afturkvæmt
á ákipsfjöl. Á hverri nóttu
kváðu sprengingar við og eld-
bjarrói lýsti næturloftið. Djúp-
sprengjunum var kastað án af-
• láts, strókar af sjó risu er þær
sprungu, en þrýstingurinn frá
þeiiþjskall á byrðingi skipanna
einsl |og risi veitti þeim hnefa-
' bög^: Skipunum í þessari skipa-
lestj jem lagði úr höfn frá New
York fækkaði stöðugt og eftir
íjö^uirra nátta árásir kafbát-
anna|var um það bil einn þriðji
enn jþá ofan sjávar. Kafbát-
arnir fylgdu skipalestinni eftir
n°rður á bóginn. Þeir héldu sig
í fjarlægð á daginn en nálg-
Uðust í skjóli myrkurs er kvöld-
aði og hófu árásir.
Skipverjar á Brúarfossi urðu
vitni að mörgum harmleik
þessa fjóra sólarhringa. Skip í
næstu röðum við þá, höfðu orð-
ið Jyrir skeytum og sokkið.
Hver var kominn til með að
segja um það, hve miklu hefði
hiunað að þessar banvænu
sendingar hæfðu skipið, eða
bve fjarri höfðu tundurskeytin
stundum farið í þessari orra-
hríð?
Eftir fjögurra daga árásir
kafbátanna, var björgunarskip-
ið orðið fullt af skipreika mönn-
um. Það yfirgaf skipalestina og
hélt á fullri ferð til írlands
Skipstjórinn á Brúarfossi fékk
samtímis skipun um að hans
skip værí þar með skipað til
þess starfs: Að stanza hjá
sökkvandi skipum og bjarga
áhöfnunum. Þetta þýddi mjög
aukna áhættu fyrir menn og
skip. Skip, sem stanzar, er auð-
veld bráð, miklu auðveldari en
skip, sem er á siglingu. Þar að
auki dróst björgunarskipið
aftur í skipalestinni í hvert
sinn sem skip var skotið niður
og veita þurfti aðstoð. Brúar-
foss var nú færður til í skipa-
lestinni og settur aftasta skip
í annarri röð. Veður hafði
versnað þennan dag og um
kvöldið var kominn stormur.
Að sumu leyti urðu sjómenn-
irnir storminum fegnir. Yrði
veðrið nógu bölvað, gátu kaf>
bátarnir lítið aðhafst. Árekstr-
arhætta innan skipalestarinnar
jókst hins vegar, en var hún
ekki barnaleikur hjá hinu?
Að kveldi miðvikudagsins 4.
nóvember var skipalestin stödd
á ca. 58 gr. norður breiddar og
34. gr. vestlægrar lengdar.
Veður var norðvestan 6 vind-
stig, tilsvarandi sjór og myrk-
ur. Allt í einu kvað við spreng-
ing og skipsmenn á Brúarfossi
sáu að skip í fyrstu röð hafði
orðið fyrir tundurskeyti. Jón
Sigurðsson fyrsti stýrimaður
var á stjórnpalli og nafni hans
Jón skipstjóri kom þangað
snarlega. Þeir sáu að þetta var
E.S. Daleby, brezkt skip, sem
flutti matvörur, en vopnabúnað
á þilfari. Brezka skipið hallað-
ist og beygði út úr skipalestinni
stjórnlaust unz það stanzaði.
Brúarfoss hægði ferðina, féll
aftur úr lestinni og sneri við
að hinu sökkvandi skipi. Her-
skipin höfðu snúið geiri sínum
gegn kafbátnum og gegnum
sortann heyrðust djúpsprengj-
urnar springa og hin skerandi
hljóð sírenanna, er þau til-
kynntu hvert öðru stefnubreyt-
ingar. Meðan Brúarfoss hélt í
áttina að e.s Daleby, bjó áhöfn-
in sig undir björgunarstarfið.
Netum hafði verið komið fyrir
á skipssíðunni stjórnborðsmeg-
in. Þeim var nú rennt niður
undir sjávarmál, til þess að
skipbrotsmenn gætu klifrað um
borð er þá bæri að skipinu á
bátum eða flekum. Þeir sáu að
menn voru komnir í báta og
Brúarfpss hélt sig hlémegin við
þá þannig að bátarnir höfðu
undanhald á siglingunni að
skipinu. í fyrsta og öðrum bátn-
um voru margir, skipstjórinn
af brezka skipinu, þrjátíu og
sjö ára gamall maður, sagði
alla nema níu hafa yfirgefið
skipið. Annar lífbáturinn, sem
skipbrotsmenn komu á slitnaði
frá og hvarf út í veðrið en
hinn var bundinn við skips-
hliðina.
Þrátt fyrir þá miklu og yfir-
vofandi hættu sem Brúarfoss
var nú í, ákvað skipstjórinn
að mönnunum, sem eftir voru
í brezka skipinu yrði bjargað.
Hann spurði brezku sjómenn-
ina, hvort þeir vildu ekki
manna bátinn og fara á honum
til þess að bjarga þeim félög-
um sínum sem eftir væru.
Enginn gaf sig fram. „Við
sækjum þá sjálfir,“ sagði Jón
Eiríksson skipstjóri. Það varð
að ráði, að Kristján Aðalsteins-
son 2. stýrimaður færi í bát-
inn við fimmta mann. Skipið
var nú þegar búið að fljóta
óvenju lengi eftir árásina og
hér varð að hafa hraðann á.
Kristján fór í bátinn ásamt
fimm manns. Jón skipstjóri
lagði á ráðin hvernig björgun-
inni skyldi hagað. Þeir á líf-
bátnum stjökuðu frá, lögðu út
árar og réru undan veðrinu að
skipsflakinu. Þeir um borð í
Brúarfossi sáu að ljósmerki
voru gefin í hinu sökkvandi
skipi og biðu þess sem verða
vildi. Lífbáturinn hélt nú að
sökkvandi skipinu. Ekki var
vogandi að leggja að því kul-
megin vegna sjógangs, og held-
ur ekki hægt að fara að því
hlémegin vegna þess hve mik-
ið það dreif. Kristján stýri-
maður kallaði til mannanna
gegnum veðurgnýinn að binda
sig saman og kasta sér í sjó-
inn. Þrír mannanna köstuðu
sér í sjóinn, þó hver í sínu lagi.
Þeim var öllum bjargað upp i
lífbátinn. Mikið gaf á bátinn
og hann erfiður í sjógangin-
um enda þungur í vöfum.
Þegar fleiri vildu ekki kasta
sér í sjóinn hófu bátsmenn
róður að Brúarfossi, en hægt
miðaði. Þó komst báturinn von
bráðar út úr brakinu og Brúar-
foss kom á móti honum. Menn-
irnir fóru allir um borð. „Það
verður að fara aðra ferð,“ sagði
Kristján stýrimaður, og enn þá
sáust Ijós í hinu sökkvandi
skipi. Þar voru enn þá menn,
sem varð að bjarga. Englend-
ingarnir voru sem fyrr, tregir
til að fara og það varð að ifcði,
að þeir Brúarfossmenn, færu
aftur. Báturinn var nú orðinn
hálffullur af sjó. Þórarinn Sig-
urjónsson fór við annan mann
niður í bátinn og þeir tóku til
við austurinn. Sigurður Jó-
hannsson 3. stýrimaður var for-
maður í þessari ferð. Nú var
báturinn betur mannaður, átta
manns, þar af sex undir árum.
Skipinu var nú siglt þannig
að báturinn gæti siglt beint
undan e.s. Daleby, sem var nú
eins og lág þústa á sjónum.
Meðan á björguninni stóð hafði
hvesst og var komið versta
veður, rok og mikill sjógangur
Erfiðlega ætlaði bátsmönnum
að ganga að komast frá Brúar-
fossi, því skipið dreif hratt
ofan á bátinn. Loks tókst samt
að stjaka frá. Þótti þá sýnt að
enda þótt sex manns væri undir
árum, réðu þeir ekki til fulls
við bátinn í slíku veðri. Var
nú haldið að sökkvandi skip-
inu, róið undan vindi og það
haft á bakborða. Sigurður
stýrimaður ákvað að fara nokk-
uð nær og snéri bátnum, en í
sama bili var skipið horfið.
E.s. Daleby var sokkið. Báts-
menn réru nú inn í brakið og
sáu bráðlega rauð ljós í sjón-
um. Nokkrir menn, sem höfðu
verið eftir um borð svömluðu
þarna í sjónum og rauðuljósin
voru litlar týrur í lífbeltunum.
Þeir í lífbátnum sáu hvar mað-
ur barðist við að halda félaga
sínum meðvitundarlausum á
floti og lögðu að þeim. Styrkar
hendur drógu þá um borð. í
fyrstu álitu þeir að sá með-
vitundarlausi væri dáinn, Sig-
urður og félagar hans lögðu
hann á þóftu og hófu strax lifg-
unartilraunir. Nú sáust fleiri
ljós og einnig að herskip var
komið á vettvang. Tveim mönn-
um björguðu bátsmenn til við-
bótar en herskipið þremur. Þeir
á lífbátnum tóku nú til áranna
og réru út úr brakinu, sem
flaut á sjónum. Þeir aðgættu
hvort fleiri menn væru á sundi,
en svo reyndist ekki vera. Ekki
var viðlit að róa bátnum að
Brúarfossi, þótt vel væri mann-
aður og með merkjum kölluðu
bátsverjar á skipið, sem kom
siglandi til móts við þá og
bjargaði öllum mönnunum um
borð.
Bátnum var sleppt um leið
og síðasti maðurinn var kom-
inn um borð og hann hvarf
fljótlega út í nóttina og sort-
ann. Skipstjórinn sló á vél-
símann á fulla ferð og Brúar-
foss hélt áfram á eftir skipa-
lestinni fyrir íullu vélarafli.
Um borð voru auk skipsmanna
og farþega 44 skipbrotsmenn,
sem skipsmenn höíðu bjargað.
Skipalestin hafði haldið áfram
meðan á þessu stóð. Alla nótt-
ina sigldi Brúarfoss fulla ferð
og korvettan fylgdi eftir. Það
var ekki fyrr en rétt fyrir há-
degi daginn eftir, að skipin tvö