Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 9

Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 9
Hann vissi hins vegar að mömmur nota mæliskeiðar til að láta lyftiduft í kökurnar. Gísli notaði ekki mæliskeið. Gísli hafði þetta allt í úlnliðn- um eins og fínasti barþjónn, sem er vanur að blanda kokk- teila. Hann bara hellti úr krukk- unni í deigið í trausti þess, að allt yrði betra ef ekki væri neitt til sparað. Hann var sannfærður um, að kökur yrðu þeim mun betri, sem meira væxú í þær látið. Hann setti kakó, salt, pipar papi'iku og rauðan matarlit. Og nú bættust allavega litar slettur við hvítar hveitisletturn- ar og gular eggjasletturnar. Svo smakkaði hann á deig- inu. „Dásamlegt," stundi hann. Hann smurði form og setti deigið í formið. Þetta var mikið deig. Það var nóg í þrjú tertu- form, fimm sandkökuform og afgangur eftir. Mamma þurfti ekki að baka í marga daga. Svo fór kakan inn í ofninn. Gísli leit inn á fimm mín- útna fi'esti. Kakan lyfti sér fallega. Hún varð há og mikil. „Þax-na sérðu Eiríkur," grobbaði Gísli. „Kakan verður virkilega stór. Mikið stærri og betri en kökurnar hennar mömmu.“ „Mamma er líka kerling," sagði Eiríkur með allri fyrir- litningu sterkara kynsins á því veikara. En svo lagði brunalykt um alla íbúðina. Fyrst var þetta vægur ilmur, en smátt og smátt varð hann af stækum þef. Örlitlir reykjarbólstrar lögðu leið sína út með ofnhurðinni. Það var ekki geðslegt um að litast, þegar ég kom heim. Stiginn eins og hann var, allt eldhúsið í matarslettum og deigið fljótandi yfir gólfið. Ég varð að leggjast á hnén og skúra og skrúbba, ofninn, skápahurðirnar, veggina, gólfið og hrærivélina. Það var verst að hreinsa hrærivélina. En elsku maðui'inn minn hló bara. Svona ex-u þessir eiginmenn alltaf. Þeir eru fylgjandi frumleika og hugmyndaflugi í matargerð. Allt fyrir tilbreytinguna, hugsa þeir og hatast við soðningu hamsaflot. Svikarar upp til hópa. Eins og það sé ekki auðveld- ara að sjóða fisk en að steikja hann og bera fram með remú- laðisósu. HJÁTKÚ. Það er undarlegt, hve hjá- trúin er sterk í mannfólkinu. Sennilega er þetta meðfætt, því allflestir eiga sér einhverja hjá- trúai'grillu, jafnvel börn, sem aldrei hefur verið talin trú um neitt slíkt. Þeir Gísli, Eiríkur og Helgi trúðu því til dæmis statt og stöðugt að óskir gætu rætzt. Ég gat ekki sannfært þá um hið gagnstæða, þó ég vissi afar vel af langri reynslu að óskir rætast aldrei. Þú huggar þig bara við það eftir á að þú hafir ekki haft neitt gott af því að þessi ósk þarna eða þessi ósk hérna hefði rætzt. Og það heitir nægjusemi. Annars varð ég ekki mikið vör við þessa hjátrú drengjanna fyrr en tók að hausta og dimma á kvöldin. Þá hættu þeir Gísli, Eiríkur og Helgi að mega vera úti leng- ur en til klukkan átta. Þeir máttu samt vaka til níu. Þeir vöknuðu annars klukkan sex. Ef það er nokkuð sem ég ekki þoli klukkan sex á morgn- ana, þá eru það spi'ellfjörugir og hlæjandi litlir strákar. Þeir eru svo innilega glaðir og sæl- ir yfir að hefja nýjan dag, að maður neyðist til að reyna að vera glaður og ánægður líka. Fyrir nátthrafna eins og mig er það of stór biti. Þeir sættu sig samt ekki við að fara að hátta. Því er nefnilega eins farið með böi’n í blokk og börn í bröggum, að þau fá að vera úti fram eftir öllum kvöldum. Mér hefur alltaf þótt það ósiður og mesta ómennska. Nú fékk ég að heyra þessa gamal kunnu þulu í fyrsta sinn: „Allir mega gera það nema við.“ Það er erfitt að vera forhert- ur og segja nei, þegar allar aðrar mömmur eru góðar. Ég gei'ði það samt. Suðið minkaði ekki fyi'ir það. Þá sýndi ég þeim dagblöðin og lét þá lesa sjálfa, hvað þar stóð um útivistartíma barna. „Lögreglan kemur og hirðir krakka, sem koma heim eftir klukkan átta á kvöldin," sagði ég. Mörg kvöld í röð sátu þeir Gísli, Eiríkur og Helgi við gluggann á herberginu sínu og biðu þess að lögreglan birtist og flytti hamingjusömu börnin, sem fengu að leika sér úti á kvöldin í svartholið. En ekkert skeði og lögreglan lét aldrei sjá sig. Og suðið byrjaði aftur. Þarna sátu þessir litlu nagg- ar við gluggann sinn og taut- uðu: „Litla systir hans Sigga er úti og hún er meira að segja minni en Helgi. Hvenær ætli við fáum að fara út?“ Oftast nær lét ég þetta eins og vind um eyrun þjóta og fór alls ekki út að glugganum til að horfa á litlu systur hans Sigga. En einu sinni gerði ég það í þeirri von, að ég gæti vakið áhuga þeirra fyrir einhverju öðru en útivistum. „Horfið þið á stjörnurnar,“ Framhald í næsta blaði. FÁLKINN 3

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.