Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 19

Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 19
móður minnar — 22. júní 1932 — fæddist ég inn í þennan heim á enska trúboðssjúkra- húsinu í Isfahan. Hún var vin- ur trúboðslæknisins, doktor Schaffer og þar sem hún var eina evrópska konan í stofunni fæddist ég í einkagestaherbergi dr. Schaffer og konu hans. Jtl g var nefnd naf ninu Soraya, sem þýðir stjörnurnar sjö og í stjörnukerfi vestur- landa er kallað Karlsvagninn, og Stóri-Björninn í arabiskum löndum er stjörnumerkið talið merkja gimsteinadjásn. Sagt er að það hafi áhrif á veðurfar og það lýsi skærast rétt íyrir aftureldingu. Talan sjö er heilög tala í Austurlöndum, og þannig höf- um við sjö undur veraldar, sjö vikudaga og sjö hliðar páfugls- kórónunnar. Ef undan er skilið nafnið mitt sá móðir mín um að ég varð ekki að öðru leyti vör austurlenzks uppruna míns. Skömmu eftir að við vorum komnar heim af sjúkrahúsinu sagði hún við föður minn: „Kalil, ég held það væri bezt ef við færum með Sorayu aftur til Berlínar. Hér er ógerningur að annast hana eins og vel er vegna skorts á hreinlæti og ég óttast að hún fái einhverjar pestir og eitranir eins og mörg persnesk börn.“ „Til allrar óhamingju kemst ég ekki að heiman núna,“ svar- aði faðir minn. „En ef þig lang- ar til geturðu farið með barnið til Berlínar og ég kem á eftir eins fljótt og unnt er.“ Um það bil átta mánuðum síðar var ég talin ferðafær og móðir mín og ég lögðum af stað. Við fórum sjóleiðina yfir Kyrrahafið og síðan með lest gegnum Rússland til Berlínar. Þar bjuggum við í hálft ár hjá afa mínum og ömmu unz faðir minn kom til okkar. Á þessum árum var mikið að gerast í Persiu. Um vorið 1933 hafði Reza Shah gert nýjan samning við Ensk-persneska olíufélagið. Hér eftir átti hann ekki að fá sextán prósent af nettó gróðanum heldur fjóra shillinga per tonn af olíu, og sömuleiðis nokkra upphæð á ári hverju, sem reiknuð skyldi út eftir sömu reglum og hlut- hafaarður. Hinn nýi samningur var í jákvæða átt fyrir fran, en á kostnað Bakhtiarana. Þar sem félagið fékkst ekki lengur til að greiða okkur þrjú prósent eins og samið hafði verið upp á, kvaddi keisarinn talsmenn fjölskyldu minnar á sinn fund og sagði við þá: „Framtíð írans veltur á því að ég taki að mér stjórn allra olíulindanna. Ég hef því ákveð- ið að kaupa ykkar hluta af ykkur.“ Siðan bauð hann þeim auð- virðilega upphæð fyrir þeirra hluta. Einn frænda minna, sem um þær mundir var hermála- ráðherra, varð fyrir svörum: „Bakhtiaranir geta ekki tekið boði Yðar Hátignar. Það mundi leiða til algers gjaldþrots.“ Keisarinn bauð vörðum sín- um að færa frænda minn á braut og hóf síðan skipulagða herferð gegn Bakhtiönunum. Allir frændur mínir voru tekn- ir höndum. Skömmu síðar dó hermálaráðherrann í fangels- inu og elzti bróðir föður míns var dæmdur til dauða og skotinn. Sendimenn frá keisar- anum komu í fangelsið þar sem margir frænda minna voru í haldi og tilkynntu: „Hans Hátign harmar mjög að hann neyddist til að láta taka bróður yðar af lífi. Hér er afsalið fyrir viðskiptunum. Eruð þér reiðubúinn að undir- rita það?“ Frændur mínir komust að þeirri niðurstöðu að það væri skynsamlegra að ganga að því. Auðvitað var upphæðin, sem þeir urðu nú að sætta sig við töluvert lægri en upphaflega hafði verið boðið . . . Meðan þessu fór fram var ég að læra að skokka um göturn- ar í Berlín. Við bjuggum í fjögurra herbergja íbúð í Nestorstræti 12. Fátt eitt man ég frá þessum fyrstu æviárum mínum. Þar sem ég var af blönduðu foreldri var ég frá fyrstu tíð viðkvæm- ari og erfiðari en aðrar litlar telpur á mínum aldri. Ég var sérstaklega óþekk á máltíðum. Læknirinn ráðlagði foreldrum mínum að senda mig á dag- heimili nokkurt skeið, því að ég myndi fá betri matarlyst ef ég væri innan um fleiri börn á matmálstímum. Ég man enn að árangurinn var þveröfugur. Hin börnin höfðu alltaf lokið matnum á undan mér og þá hrópuðu þau til mín: „Ekki borða meira, Soraya! Það er orðið kalt og vont.“ Eg hafði feikilegan áhuga á öllum skepnum og afi minn fór því með mig í dýragarðinn á hverjum sunnudegi, þar sem okkur var leyft að gefa öpun- um og fílunum. Mér var síðar sagt að þegar við komum í garðinn í fyrsta sinn hafi ég valdið afa mínum nokkrum vonbrigðum með því að hafa mun meiri áhuga á spörfuglun- um en fílunum. Annarri svipmynd man ég eftir. Það var úr barnaboði fyrir utan Berlín í nánd við eitt af vötnunum. Þar var til skemmtunar happdrætti og leikir ýmis konar og lítið úti- leikhús, þar sem ég lék hlut- verk Þyrnirósar. Hlutverk mitt fál einkum í sér að láta ungan prinsinn vekja mig með kossi, var það reynsla sem ég kunni þá þegar vel að meta. Á sumrin fórum við venju- lega til Bansin. Móðir mín hef- ur sagt mér að ferðamenn hafi tekið af mér myndir nær dag- lega, vegna þess að ég var ólík öðrum börnum í útliti. Blaða- menn eltu mig á röndum og báðu mig stundum að stökkva út í sjóinn fyrir þá. En þarna var líka lítil tjörn miklu meira að mínu skapi og ég mun hafa sagt: „Nei, ég vil ekki fara í stóra sjóinn — bara þann litla.“ Erfiðleikar foreldra minna urðu smám saman mjög aðkall- andi þurftu smám saman skjótrar úrlausnar við. Síðan keisarinn hafði tekið að sér stjórn olíulindanna komu ekki framar neinir peningar frá London. Auk þes höfðu nýlega verið gerðar breytingar á skatta- og leigumálakerfinu og gat hann því ekki vænzt fjár út á landaeignir sínar. Stóð hann því von bráðar uppi snauður maður og árið 1937 var svo komið að hann varð að segja við móður mína: „Við höfum ekki efni á að búa í Berlín. Ég held það væri hyggilegast að snúa aftur heim til Isfahan." Síðustu árin hafði ólgan innanlands dvínað. Eftir að frændur mínir rituðu undir af- salið höfðu þeir verið látnir lausir úr fangelsinu og gefnar upp allar sakir. Sumum hafði þó verið sleppt á Þeim skilyrð- um að þeir sneru ekki aftur til heimahéraða sinna. Einn Bakhtiari var þannig tilneydd- ur að skipta á landareign sinni við landareign prins eins af öðrum ættflokki í grennd við Razzar á strönd Kaspiahafsins. Með því að beita þessum að- ferðum hugðist Reza Shah brjóta á bak aftur vald hinna ýmsu ættflokka. Faðir minn varð þó ekki fyrir áreitni, þar sem landareignir hans voru það litlar að engu máli skipti. Og um haustið 1937 lögðum við af stað aftur til Persíu. Eins og áður fórum við yfir Rússland og síðan með bifreið frá Pahlavi til Isfahan. Vegirn- FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.