Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 37
r
PANDA DG TÖFRAMAÐURINN MIKLI
rr
1x1
Hvarf þeirra Plútanusar og Panda olli miklu fjaðra-
foki á lögreglustöðinni. „Hvar eru þeir?“ öskraði lög-
reglustjórinn. „Svaraðu, maður!“ „Ég hef enga hug-
mynd um það,“ svaraði vesalings yfirlögregluþjónn-
inn. „Þeir voru hér og svo voru þeir ekki hér og ..
„Ég heyrði gamla manninn eitthvað minnast á ein-
hvern Góðgjarn leiðsögumann,“ sagði lögregluþjónn-
inn. „Kannski hann geti leiðbeint okkur þangað sem
þeir eru.“ „Þvættingur!" greip lögreglustjórinn fram
í. „Við vitum ekki einu sinni hver hann er. Ég ætla
að taka þetta mál ■ að mér persónulega.“ Hann þreif
upp símann og sendi út skipanir. „Stórhættulegir
glæpamenn! Allir lögreglumenn til starfa! Lýsing:
Langt hvítt skegg, sítt hár, með broddmyndaðan hatt,
annar með honum á flóttanum. Sá heitir Panda.“
Um leið og lögreglustjórinn lagði á voru Panda og
Plútanus að birtast í öðru borgarhverfi. Þeir lentu í
baksæti lítillar bifreiðar, sem þvottakona á rósóttum
kjól ók.
Þótt einkennilegt sé, virtist þvottakonan ekkert undr-
andi þegar þeir félagar skyndilega birtust í aftur-
sætinu. En Panda var dálítið ruglaður. „En herra
Plútanus,“ stundi hann loksins upp. „Hvað erum við
að gera hér? Ég hélt þú færir með okkur til Gogga
Góðgjarna." „Hvers vegna ígrundar þú 'ekki betur,
ungi ytra-heimsbúi,“ svaraði töframaðurinn. „Sérðu
ekki að Það er Goggi Góðgjarni, sem ekur. Hann er
dulbúinn í þessum rósótta kjól.“ „Hárrétt, Plútanus,
sagði þá Goggi. „Töfraáugun sjá allt.“ Svo bætti hann
lágt við. „Ég vona að augu laganna sjái ekki eins
vel.“ En til allrar óhamingju fyrir flóttamennina voru
augu lögreglunnar galopin. „Sjáið þið! Þarna fara
fíóttamennirnir," æpti lögreglumaður á mótorhjóli.
„Eltið þá!, menn!“ Og þeir þutu af stað með vælandi
sírenur.
Flóttamennirnir voru komnir í útjaðar borgarinnar,
þegar þeir heyrðu sírenuvælið og mótordrunurnar.
„Úff,“ sagði Plútanus og tók höndum fyrir eyrun.
„Getur maður hvergi losnað við þennan bannsettan
hávaða hér i ytra-heimi?“ „Við erum eltir,“ hrópaði
Panda, ,og öll löggan virðist komin af stað. Þeir
setja nkkur beint í fangelsið aftur.“ „Ekki víst,“
tautaði Goggi. „Haldið ykkur því nú gef ég fullt
inn.“ En allt í einu birtist lögreglumaður fyrir framan
þá, og gaf þeim merki um að stanza. „Hvað vill þessi
ytra-heimsbúi?“ spurði Plútanus „Hann er tauga-
óstyrkur. Hann vill komast á rólegan stað,“ flýtti
Goggi sér að útskýra. „Nei, byrjið nú ekki á því
aftur,“ bað Panda. En Plútanus hafði þegar veifáð
hendi sinni og... lögreglumaðurinn var horfinn.
FÁLKINN 37