Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 7

Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 7
Og hér kemur annaS írá Vestmannaeyjum. Háttvii'ta Pósthólf. Þið miklu menningarvitar þessa lands! Reynið ekki að þykjast alla ævi. Verið sjálfum ykkur samkvæmir. Þið eruð börn. Verið börn. Börn, tökum höndum saman! Nú steðjar að okkur mikið vandamál. Áfengisbölið. Við skulum reyna að leggja málin hreinskilningslega fyrir okkur. Ég held við gerum okkur grein fyrir því að áfengi verður ekki útrýmt í heiminum með einu pennastriki. Til þess erum við of veiklunduð. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, hvers við leitum í áfenginu. Vegna hinnar miklu minni- máttarkenndar okkar, er það í fyrsta lagi kjarkur og styrkur. Við reynum að drepa hana með því. Á meðan hún er ekki dauð þurfum við meðal. Við höfum áhyggjur af öllum sköpuðum hlutum og það er oft þung byrði og oft langar okkur til að létta hana örlítið. Við höfum lært, að þó hugur okkar sé ekki alltaf í kátínuskapi, má bæta hann með áfengi. Það getur deyft um stund sorg og vol- æði og kvíða. En hóflega verð- ur að neyta þess. Við verðum að læra að drekka það. Sætindi gleðja börnin, en ef við ekki kenndum börnunum okkar hóf- lega neyzlu þess myndu flest verða tannlauá og magaveik. Hverjum dettur í hug að banna sælgæti? Flestir foreldrar kunna að fara með það vegna þess að þeim var kennt það. Þeir kenna börnum sínum hóf- lega meðferð, barnið fær að bragða við og við. Þetta er hjá okkur. Við þurfum meira en bari þar sem okkur er veitt eftir okkar barnslegu vild. Já, sem sagt við þurfum að stofna skóla. Kenna þarf í fyrsta lagi: Allt um áfengi, meðferð þess og áhrif. Því næst, hvers vegna hver og einn okk- ar þarf á þessu að halda. Fyrir kennara þurfum við barmenn, drykkjumenn, efna- fræðinga, sálfræðinga og jafn- vel presta og umfram allt menn sem skilja að við erum börn og ekkert feimin við að viður- kenna það. Við þurfum að byggja skóla- hús og afla alls sem til vín- drykkju þarf. Allar tegundir vína og bjóra og áhöld til blönd- unar og bragðbætis. Bjórinn verður lögleiddur af sjálfu sér. Hann er ómissandi fyrir skól- ann. Fjármagn fáum við til að byrja með í ríkisstyrk stúk- unnar. Hún þarf hann ekki því við höfum tekið að okkur verk hennar. Þar að auki verður helmingur þeirra í fyrstu inn- ritun. Hinn helmingurinn er svolítið feiminn, hann kemur seinna. Þeir hafa blessaðir eiginlega aldrei verið þeir sjálf- ir. Þeir blinduðust af þessari bannþvælu, sem fallin er um sjálfa sig fyrir löngu og hafa um árabil reynt að troða henni upp á landslýð. En þeir væru löngu hættir, ef ekki hefði ver- ið neytt á þá þessum ríkisstyrk. Síðan hafa þeir verið að þræla fyrir honum. Þeir eru orðnir þreyttir og þarfnast skilnings. Þegar við léttum af þeim styrknum, geta þeir komið í skólann og lært að slappa af yfir glasi af góðu víni. Og nú, framtakssömu menn. Hefjumst handa strax í dag að hrinda þessu strax í fram- kvæmd! P. S. Hafið ekki inntöku- prófið mjög þungt, mér þætti sárt að falla á því! Einn í Vestmannaeyjum. Baltasar. Kæri Fálki. Getur þú sagt mér hvar og hvenær teiknarinn Baltasar er fæddur og hvað hann hefur lengi dvalizt hér og hvar hann vinnur? Mér þætti vænt um ef þú gætir svarað þessu fljót- lega. Með beztu kveðjum. H. Svar: Baltasar er fæddur í Barcelona á Spáni í janúar 1938 og er þvl nýlega orðinn 26 ára. Hann hefur dvalizzt hérlendis i rúmlega eitt ár og talar oröiö furöu góöa ís- lenzku eftir ekki lengri dvöl. Baltasar nam í sjö ár viö lista- skólann Escuela Superior De Bellas Artes De Jorge í Barcelona. Hann kveöst ætla aö gerast ís- lenzkur ríkisborgari strax og aö- stceöur leyfa. Hann vinnur hjá Auglýsingaþjónustunni og leggur auk þess stund á listmálun og hef- ur % hyggju aö halda sýningu bráö- lega. Þá liefur Baltasar kennt frönsku, ítölslcu og spönsku þann tíma, sem hann hefur veriö hér. Kvæntur er hann Guömundu Kristjönu GuÖnadóttur frá Ljósa- fossi. Endurminningar Soraya. Kæri Fálki. Það var vel til fundið hjá ykkur að byrja með endurminn- ingar Sorayu fyrrum keisara- ynju. Það er einmitt svona lagað sem við konurnar viljum lesa og þið mættuð gjarnan koma með meira af slíku. Kona. — Þetta er í sjálfu sér góður bíll en þegar hann er kominn í 225 km hraða kemur leiðinda hljóð í vélina. — Ég held að við höfum fundið staðinn Kalli!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.