Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 28
að hann vann hjá fasteignasala
og var bara frístundamálari,
aiveg eins og ég.
Þessi gagnkvæma afhjúpun
tengdi okkur strax traustari
böndum. Við skemmtum okkur
konunglega og Niek gat ekki
látið hjá liða að erta mig dálít-
ið. — Ég var svo afskapiega
hrifinn yfir því að svona ung
og falleg stúlka skyldi vera
frægur málarii. sagði hann
fyrsta kvöldio.
— Af hverju hélztu að ég
væri fræg?
— Þú varst svo glæsileg . . .
svo falleg . ..
— Duglegir einkaritarar eru
tilneyddir að vera vel til fara.
— Ég sagði ekki „vel til
fara,“ leiðrétti Nick. Og þar
með skelltum við bæði upp úr.
Allt var skemmtilegt og dásam-
legt, bara af því að við vorum
saman. Við blökkuðum eins og
börn til næsta dags — og áð
hitta hvort annað.
Mér gekk líka prýðilega með.
málverkið mitt þessar ham-
ingjusömu vikur. Að minnsta
kosti fannst mér að myndin
myndi verða stórkostleg. Raun-
ar var hún eina leyndarmálið,
sem ég trúði Nick ekki fyrir.
Af einhverjum ástæðum veigr-
aði ég mér við því að tala
nokkuð um hana við hann. Það
var eins og ég vildi vera alveg
viss ... Viss um hvað? Um að
við elskuðum hvort annað? Nú,
jæja, ég vildi að minnsta kosti
vera viss um að ég fórnaði
honum ekki öllum vonum mín-
um, hverri einustu hugsun.
En það varð æ augljósara,
að við -elskuðum hvort annað.
Hægt og rólega eins og blóm,
sem springur út í sólskininu,
óx ást okkar.
Við ákváðum að aka upp í
sveit, að gamalli myllu, sem
hafði nú verið breytt í veitinga-
stað, kvöldið sem ég lauk við
myndina mína. Birtu var tekið
að bregða, er ég gekk r.okkur
skr'ef aftur á bak og virti fyrir
mér listaverk mitt.
Ég vissi, að hún var það
bezta, sem ég hafði nokkru
sinni málað og hjartað barðist
í brjósti mér af gleði. Já, ég
ætlaði að senda hana í keppn-
ina, — og hugsa sér, hvað Nick
vrði stoltur, ef ég ynni! Tuttugu
þúsund krónur, hugsaði ég, þær
gætu komið sér vel fyrir okk-
ur, þegar við giftum okkur.
Ég var komin á fremsta
hlunn með að leysa frá skjóð-
unni í bílnum á leiðinni, en
svo ákvað ég að þegja yfir
leyndarmálinu enn um stund.
Þótt ótrúlegt kunni að virðast
töluðum við Nick aldrei um
málaraföndur okkar. Það virt-
ist, sem honum væri jafn lítið
um það gefið að ræða það og
mér, og ég skildi og virti af-
stöðu hans, eins og hánn mína.
Fullt tungl var komið upp,
áður en við komum að myll-
unni. Það var einhver spenna
og eftirvænting í loftinu og ég
var fegin því að hafa farið í
bezta kjólinn minn og látið
leggja hárið.
Meðan við sátum yfir kaffi-
bollunum og hlustuðum á nið
myllulækjarins, sem streymdi
út í tjörnina, gleymdum við
Nick okkur í okkar eigin töfra-
heimi.
— Þú veizt að ég elska þig,
Dee, er það ekki? sagði hann.
Ég kinkaði kolli. — Og ég
elska þig.
Svo einfalt var það, svo viss
vorum við um okkur. Kerta-
ljósin á borðinu lýstu skærar
og lækurinn raulaði sinn við-
kunnanlega söng. Nick hélt í
hendi mér og við sátum kyrr.
f bílnum á leiðinni heim
sögðum við heldur ekki margt,
nema Nick spurði: — Hvenær
eigum við að gifta okkur?
— Eins fljótt og hægt er,
svaraði ég hamingjusöm.
— í næstu viku?
— Á morgun, ef það væri
hægt, stundi ég. En það er víst
bezt að við séum skynsöm og
ákveðum ýmislegt fyrst, eins
og hvar við eigum að búa, og
hvort ég á að halda áfram að
vinna og ...
— Nei, sagði hann ákveðinn.
Ég vil ekki að konan mín vinni
úti. Hugsaðu um börnin.
Ég hugsaði. — Eins og þú
vilt, ástin mín, sagði ég og
brosti dreymandi.
— Hmm, allt í lagi, sagði
Nick, og við urðum sammála
um daginn, eftir fjórar vikur.
— Raunar er ég á móti löng-
um trúlofunum, sagði hann
alvarlegur, — en við komumst
víst ekki hjá því. Heill mánr
uður!
Strax og myndin mín vaf
orðin þurr vafði ég utan urri
hana og fór með hana til ráðl
hússins.
— Þökk fyrir, sagði maðurl
inn, sem tók á móti henni, unf
leið og hann vafði utan af
henni.
— Þér komið á síðustu
stundu — skilafresturinn renn*
ur út í dag, eins og þér vitið,
sagði hann.
Því hafði ég steingleymt,
Framh. á bls. 31.
Sx-l,Gudda mín
Ég kora til að
uoilsa uppá
karlræfilinu.
I>inn.' A
Guð blessi þig,
Nikki.' ðli getu:
ekki full]oakkað
'Bf ág gét glatt hanp
eitthvað,ba er bað
\Aessafa fjártán
^^Tnílna,sem ég fár
HB )^mytir fjolllr.
Þil ert hreinasti
engill.Nikki.'
Hvort ég vil.Nikkl
Eg vil ekkert
— fremur.'
' Eg er alveg
blankur.svo við
verðum bara að
c tefla fyrir
.ánægjuna^^
1Þ:
LHann hefur
erið einmana i gg ge
eins og björa /iftið fyrir
i hiði og /þá aem heim-
þráð félags-/ sskla ekki
skap ^r \ veika vini
i, sína,'
n
viltu taka
eina skák,
öli minn?
28 FÁLKINN