Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 43
Afganistan
Framhald al bls. 13.
og víðáttumikil ríkin umhverfis
sem og ýmislegt annað, minnir
nokkuð á aðstöðu og kringum-
stæður okkar íslendinga. Lönd-
in sjálf eru heldur ekki eins
ólík og ókunnugir kynnu eðli-
lega að halda. Jafnvel lögun
landsins á landakortinu er ekki
mjög ósvipuð og séu vegakort
á báðum verða þau enn líkari.
Afganistan komst aldrei svo
að neinu næmi undir útlenda
stjórn, þótt stjórnarfarið hafi
engu að síður ekki alltaf verið
sem bezt. En núverandi kon-
ungur, Mohammed Zahir Shah,
sem setið hefur við völd síðan
faðir hans Mohammed Nadir
Shah var myrtur árið 1933,
situr nú fastur og öruggur í
sessi. Afganistan er nú frið-
sælt land og konungurinn vin-
sæll, enda hefur hann gengist
fyrir miklum umbótum og stað-
ið fyrir þrem fimm ára áætl-
unum, sem landsbúar eru nú
að byrja að njóta ávaxtanna af.
Áður mátti Afganistan heita
algerlega ósnortið af vestræn-
um áhrifum og er það reyndar
að mestu leyti enn þann dag í
dag miklum hluta íbúanna,
sem í strjálbýlinu búa.
Stjórnarfarið mun nefnast
þingbundin konungsstjórn, en
í reynd hefur þingið aðeins ráð-
gefandi vald og mun aldrei
hafa dottið í hug að fara fram
á annað. Stjórnmálaflokkar og
kosningabarátta með vestræn-
um sið er enn óþekkt fyrirbæri
og mun ekki koma að sök.
Neðri deild þingsins, sem telur
171 fulltrúa er þó kosin á
þriggja ára fresti af öllum
karlmönnum tvítugum og eldri.
Munu ættar- eða sveitarhöfð-
ingjar og múllar (prestar
múhameðstrúarmanna) áhrifa-
mestir um þær kosningar. Efri
deildin er skipuð af konungi.
Þeir 50 þingmenn, sem þar eru,
njóta sæta sinna ævilangt.
Hvergi verður maður var
þvingunar eða pólitískrar kúg-
unar í Afganistan, enda er
pólitískt ofstæki þar að sögn
ekkert. Þó þykir þar enn jafn
eðlilegt að bera virðingu fyrir
konungi og það þótti í Evrópu
á 16. og 17 öld, nema hvað sú
virðing byggist líklega með
Afgönum meira á stolti aí
konungi sínum en einhvers
konar fjarlægri og undirgefinni
dýrkun. Mohammed Zadir
Shah hefur líka reynzt sannur
leiðtogi þjóðar sinnar og hefur
með aðstoð góðra ráðherra sýnt
sig áðurnefndrar virðingar og
vinsælda verður, þar sem hann
er talinn hafa átt frumkvæðið
að þeim miklu umbótum og
breytingum, sem nú er verið að
koma á, og Afganar — háir
sem lágir — hrífast mjög af
og styðja af þegnhollustu og
einlægni.
Þjóðarhugur er annað og
meira en orðið eitt. Ekki er
þörf langrar dvalar í Afga-
nistan, til þess að finna, að þar
býr góður hugur og framfara-
sækinn, óspilltur og vinalegur.
Þar er nú fyrir nokkru byrjað
á því verki, sem við unnum á
fyrsta fjórðungi þesarar aldar,
vegalagningu, almennri heil-
brigðisþjónustu, almennings-
menntun (enn er yfirgnæfandi
meirihluti íbúanna ólæs og ó-
skrifandi) rafvæðingu o. s. frv.
Fyrir ferð mína til Afganist-
an hefði ég í nágrannalönd-
unum stöku sinnum rekizt á
evrópska pilta, sem ferðast
höfðu í gegnum landið Að vísu
kvörtuðu þeir sáran undan hol-
óttum , rykugum vegum (ekk-
ert nýtt fyrir íslending)
og yfirfullum stórhættulegum
skrjóðum, sem Afganir nefndu
áætlunarbíla, en engu að siöur
luku þeir allir upp einum
munni um það, að hvergi væri
vingjarnlegra og alúðlegra fólk
að finna. Þar í landi var félitl-
um förusveinum — sem aldrei
urðu fjölmennir, því að ferða-
menn eru fáir í Afganistan —
tekið með nær föðurlegri um-
hyggju, þó ekki af hinni ósjálf-
ráðu virðingu eða jafnvel undir-
gefni sem t. d. sumum Indverj-
um og sumum öðrum fyrrver-
andi nýlenduþjóðum er tamt
að sýna vestrænum mönnum.
í Afganistan var ferðamannin-
um hins vegar tekið kumpán-
lega og hjálpsamlega í senn
og sem jafningja, því að „allir
erum við synir Adams“ eins og
einhver sagði við mig. Svo var
að minnsta kosti, ef gesturinn
áleit sig ekki annað og meira
en „einn af oss“.
Afganar bera heilbrigða virð-
ingu fyrir sjálfum sér, um-
gangast hvern mann sem jafn-
ingja og eru huga manns nálæg-
ir. Þeir eru réttnefnd friðelsk-
andi þjóð, hafa lundarfar norð-
ursins og fjallbúanna, dá nýj-
ungar og framfarir en apa ekki
eftir neinum, eru og verða ætíð
fyrst og fremst Afganar, geð-
þekkir menn og hispurslausir.
BÓKMENNTAFÉLAGIÐ MÁL OG MENNING
LAUGAVEGI 18 • RVÍK - PÓSTHÓLF 392 -SÍMI 15055 OG 22973
0 Fyrsta félagsbók ársins 1964 kom út í marz:
FORSETI LÝÐVELDISINS, sérstæð og
áhrifamikil skáldsaga eftir mesta skáld-
sagnahöfund Suður-Ameríku, Miguel
Angel Asturias, þýð. Hannes Sigfússon.
• TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR,
1. hefti ársins 1964 er að koma út.
• Önnur félagsbók þessa árs verður
OFVITINN eftir Þórberg Þórðarson, í einu
bindi. Kemur út í október.
• Meðal stórvirkja sem Mál og menning
hefur ráðizt í er útgáfa vandaðrar
MANNKYNSSÖGU ritaðrar af ýmsum
fremstu sagnfræðingum vorum. Fimmta
bindið kemur út á næsta ári.
ATHUGIÐ! Árgjald Máls og menningar er nú kr. 450. þ. e. minna en verð
tveggja meðalstórra bóka. í því er innifalið áskriftargjald að
Tímariti Máls og menningar, sem kemur nú út fjórum sinnum
á ári, á 5. hundrað blaðsíður. Það er löngu viðurkennt sem
merkasta íslenzka tímaritið. En auk þess fá félagsmenn tvær
til þrjár valdar bækur fyrir árgjald sitt.
Gætið þess að flestir þeir íslenzkir höfundar sem mest kveður
að koma út hjá Heimskringlu, en Heimskringlubækur fá fé-
lagsmenn með 25% afslætti. — Að beztu erlendu skáldsög-
urnar koma út hjá Máli og menningu.
TILBOÐ TIL NÝRRA FÉLAGSMANNA:
Þeir sem ganga í Mál og menningu á tímabil-
inu 1. apríl til 15. júní fá allar útgáfubækur ár-
anna 1955—1959,1 í bandi, ásamt Timaritinu,
fyrir aðeins 300 kr.
Snúið yður til Bókabúðar Máls og menningar
í Reykjavík, eða sendið seðilinn hér að neðan
með nafni yðar og heimilisfangi til Máls og
menningar og yður verða sendar bækurnar
1955—1959 ásamt fyrstu bók þessa árs. Þér
greiðið aðeins 300 kr. við móttöku þeirra, en
félagsgjald þessa árs verður innheimt við út-
komu annarrar bókar ársins.
1 Haildór Laxness: Alþýðubókin — Peter Freuchen: Ævintýrin
heilla — Artur Lundkvist: Drekinn skiptir ham — William
Heinesen: Slagur vindhörpunnar, skáldsaga — Jón Helgason:
Handritaspjall — Jorge Amado: Astin og dauðinn við haíið,
skáldsaga — A. Sternfeld: Hnattferðir *— Bjarni Benediktsson:
Þorsteinn Erlingsson — Zaharia Stancu: Berfætlingar, skáld-
saga (tvö bindi).