Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 11
Hirðingjalest á leið norður á bóginn.
í suðrinu vildu lífverurnar þenja sig yfir allt og alla til
þess að glatast ekki sjálfar, en hér var sem þær skynjuðu
smægð sína á angurværan og nær auðmýkjandi hátt og hnipr-
uðu sig saman af undrun, auðmýkt og virðingu fyrir hinu
stórbrotna, risavaxna og tignarlega. Náttúra suðursins og
náttúra norðursins eru tveir ólíkir heimar, og þennan dag
þótti mér Khyberskarðið skipta löndum. Framundan lá fagurt
land, þar sem ekki gat búið nema góð þjóð.
Eitt sólarlag verður stundum lengra í minni manns en heill
dagur, og svo fór í þetta sinn. Ef til vill olli því eftirvæntingin
ein. Sé komið til lands í fyrsta sinn — ekki sízt ef það er
ósnortið og framandi eins og Afganistan — þá býr það eitt
yfir meiri töfrum en flest annað. Þó lá ekki fyrir mér nýtt
land heldur gamalt, ferð aftur í liðnar aldir til kynslóða,
sem okkur eru annars horfnar og okkur verður stundum litið
til með spurn, því að frá þeim erum við komin og af þeim
vorum við sköpuð. Frumstæð lönd eru því sem liðnar aldir er
sýna liðna sögu okkar sjálfra.
Við söknuðum þess að hafa þurft að eyða fimm tímum við
landamærastöðina fyrr um daginn og missa af þeim sökuin
af útsýni á leið, sem rómuð er fyrir fjölbreytni og hrikaleika
Ekið var með vatnsmikilli á, sem tíðum rann í giljum, þar
sem vegurinn var skorinn inn í hlíðarnar. Okkur var nú sagt,
að þær dökku þústur sem við höfðum séð á stöku stað í ljósa-
skiptunum, hafi verið tjöld hirðingja, er nú voru hópum
saman á hinni mörg hundruð kílómetra löngu leið sinni frá
sumarbeitilöndum Hindúkúshfjallanna í Norður og Austur-
Vegvísir í Khyber-skarði.
illilfllIiliÉ
'
-* 'C. ■•• • Vf1-
SHisiPlií
- :
I