Fálkinn - 13.04.1964, Blaðsíða 8
er þó að þurfa að fara til
læknis.
Hugsið ykkur að bíða með
alla þessa hrúgu á biðstofunni.
í fyrsta lagi eru það Gísli,
Eiríkur og Helgi, sem sífellt
eru með athugasemdir um
sjúklingana.
„Mamma, af hverju er þessi
feiti maður að fara til læknis-
ins?“
„Uss, uss,“ stynur mamman.
„Heldurðu að hann sé með
fcarn í maganum?"
Hneykslað og illilegt augna-
ráð feita mannsins veldur því
að mig langar mest til að láta
„Já, en mamma, það er svo
hræðileg fýla af henni.“
Og nú hatast tveir á biðstof-
unni við mig.
Eða allar hinar spurningarn-
ar um almennt mál.
„Hvað gera endurskoðend-
ur?“
Áður en hægt er að útskýra
um hin margvíslegu störf end-
urskoðenda er svarið komið frá
einhverjum hinna.
„Asni. Þeir skoða auðvitað
endur.“
Svo er farið í eltingaleik um
stofuna og út á gang og hávað-
inn ætlar alla að æra.
mér og þið eigið að vera
heima.“
„Aleinir?“ spyr Gísli.
„Hver á að passa okkur?“
spyr Eiríkur.
Vitanlega viðurkenni ég
nauðsyn þess, að einhver passi
þessa syni mína, en sá mögu-
leiki er ekki fyrir hendi. Ég
skýri þeim frá því, að þeir eigi
að passa sig sjálfir og bið þá
mjög fagurlega um að vera
góða.
Auðvitað lofa þeir því. Er
nokkuð jafn innantómt og lof-
orð lítilla drengja um gæði?
kökubakstur bíður þeirra uppi
á lofti.
Eins og ég hef marg tekið
fram var ekki að undra, þótt
konurnar í húsinu gerðu fátt
annað en kvarta undan óþrifn-
aði drengjanna annað hvort við
móður þeirra eða þá hver við
aðra yfir kaffibollunum.
Þeir hentust upp allar tröpp-
urnar og beint inn í eldhús,
þar sem þeir hófu kökubakst-
urinn án þess svo mikið sem
að þvo sér um hendurnar.
Eiríkur var næstum máttlaus
af hrifningu.
Framhaldssaga eftir II\GIBJÖR€;iI JÓNSDOTTUU
sem ég þekki ekki þessi börn
og hafi aldrei séð þau fyrr.
,,Nei,“ hreyti ég út úr mér.
„Hann ætlar sjálfsagt að fara
í megrunarkúr,“ segir þá elzta
barnið, mín virðulega dóttir.
„Af hverju geta karlmenn
verið alveg eins og þeir hafi
barn í maganum án þess að
hafa það?“ er næsta spurning.
í þetta skipti vel ég þann
kostinn að þegja og láta sem
ég sé upptekin af yngsta barn-
inu, sem einnig er dóttir.
Og smátt og smátt missa
synir mínir áhugann fyrir
feita manninum.
Þeir fá mikinn áhuga fyrir
konu, sem sezt hefur við hlið-
ina á Gísla.
Þessi kona angar af ilmvötn-
um og er frábærlega vel snyrt.
Hún er svo fín, að ég fer hjá
mér og reyni af fremsta megni
að láta sem minnst á méí bera
svo enginn taki eftir gömlu,
grænu popplínkápunni minni
og rennsléttu hárinu.
Grænt hefur svo sem aldrei
verið minn litur.
En mér tekst aldrei að láta
lítið á mér bera. Því miður.
Synir mínir koma í veg fyrir
það.
Innan skamms hljómar há,
skær rödd Gísla um alla bið-
stofuna.
„Mamma ég neita blátt
áfram að sitja hjá þessari
kerlingu.“
„Sittu kyrr,“ hvæsi ég.
0 FÁLKINN
Ég strengi þess heit hátt og
í hljóði að næst, þegar ég fari
til læknis, fari ég ein.
Og nú er stundin runnin upp.
Ég ákveð að fara með litlu
dömuna og Helga til ömmu
þeirra og skilja Gísla og Eirík
eftir eina heima. Þeir eru orðn-
ir svo stórir og ættu að vera
svo þroskaðir, að það sé óhætt.
Þetta gerir annað fólk.
Ég kalla á herrana út um
gluggann.
Það er ógurlega sjarmerandi
að veina út um glugga á fjórðu
hæð yfir allt nágrennið og kalla
á börnin sín.
„Húrra!“ hrópa synirnir í
kór. „Hvert erum við að fara?“
„Ég ætla í bæinn,“ segi ég
og legg ef til vill meiri áherzlu
á en nauðsynlegt hefði verið.
„ÞIÐ eigið að vera heima.“
Þetta eru mikil vonbrigði
fyrir börnin. Þeim finnst ég
óvenjulega andstyggileg móðir
og þeir láta það óspart í ljós.
En ég er forhert og læt mig
ekki.
„Jæja þá,“ segja synir mínir
frekjulega. „Og hvert ætl-
arðu?“
„Til læknisins,“ svara ég.
„Og Helgi og litla systir fá
að fara til ömmu! Þetta er
óréttlæti."
En mömmu er alveg sama
um allt óréttlæti.
„Þið eruð svo óþægir og
amma getur ekki haft ykkur
öll. Ég vil ekki hafa ykkur með
Og svo hengi ég lykil í bandi
um háls annars drengsins.
Ég er ekki fyrr farin en
drengirnir hverfa út um dyrn-
ar með lykilinn um hálsinn og
eru miklir menn.
Þeir eru að fara í búðir. Þeir
eigá túkall.
Þeir gættu sín á bílunum og
voru kurteisir. Svo kurteisir, að
afgreiðslustúlkan hélt að þeir
væru veikir.
Það er kökubúð við hliðina á
búðinni, sem selur gottið.
Eiríkur nam vitanlega stað-
ar.
Eiríki finnst afar gott að
borða. Hann borðar álíka mikið
og tveir fullhraustir erfiðis-
vinnumenn á máltíðum og
ókjör á milli.
„Namm, namm,“ sagði Eirík-
ur og starði á súkkulaðikökuna.
„Iss,“ sagði Gísli með fyrir-
litningu. „Ég get bakað mikið
betri og fallegri kökur en
þetta.“
Eiríkur var svo ósvífinn að
leyfa sér að efast um sannleiks-
gildi þessara orða og ég viður-
kenni, að það var aðeins um
eitt að ræða — Gísli varð að
sanna það sjálfur.
Hins vegar játa ég, að mér
brá, þegar ég sá moldarslóðina
upp alla stigana, þegar heim
kom.
En það var vitanlega ekki
hægt að ætlast til þess að litlir
drengir gangi vel um meðan
„Hvernig bakar maður kök-
ur?“ spurði hann.
„Fyrst setur maður hveiti í
hrærivélarskálina,“ sagði Gísli
og framkvæmdi verknaðinn.
„Svo setur maður sykur og
smjörlíki og egg.“
„Hvað mörg egg?“ spurði
Eiríkur.
„Tíu,“ sagði Gísli ákveðinn.
„Þeim mun fleiri egg, þeim
mun betri kökur.“
„Ekki fleiri?“
„Hún á ekki fleiri.“
Svona er hrærivélin látin í
gang.
Hrærivélar eiga dálítið bágt
með að hræra kurteislega ef
of mikið er í skálinni og hrað-
inn er of mikill.
í þetta skipti var hrærivélin
sett á mesta hraða og hún
hrærði og hrærði.
Eggjaslettur og hveitiflygsur
hentust upp um veggina og
lögðust til hvíldar á skápa-
hurðunum.
„Setur maður ekki meira í
kökur?“ spurði Eiríkur yfir sig
hrifinn af dugnaði eldri bróður
síns.
„Lyftiduft," sagði stóri bróð-
ir. „Náðu í boxið með lyfti-
duftinu, Eiríkur.“
Eiríkur hlýddi með miklum
hraða.
„Má ég láta það í?“
„Nei,“ var hið ákveðna svar.
„Kannt þú kannski að baka
kökur?“
Nei, það kunni Eiríkur ekki.