Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Blaðsíða 11

Fálkinn - 31.05.1965, Blaðsíða 11
• Koiumgur og drottníng Framh. af bls. 9. Þeir leggja sig alla fram er tekur tíma. Loks þegar þau eru ferðbúin taka ljósmyndar- arnir við. Þeir hanga á gang- stéttinni utan við hótelið í von um að festa á ljósmynda- plötuna fyrsta opinbera rifrildi TRÚLOFUNAR H R I N G A R ULRICH FALKNER GULLSM LÆKJARGÖTU 2 2. HÆÐ þeirra. í veizlunni er hún ein- stætt kynfyrirbæri, sem hefur átt marga eiginmenn og rak- að saman ógrynni auðs. Hún veit að gestir fylgjast með henni og að þeir eiga eftir að láta nokkur efablandin orð falla um persónu hennar, líferni, eiginmann, hjónaband, leik, fegurð, frægð. Hún er í eðli sínu feimin. Hún reynir ekki að stjórna samkvæmum eða ráða gangi þeirra. Hún er hlé- dræg í hópi fólks. Svo að þau sitja heldur heima. Hann er mislyndur að eðlis- fari. Hún talar stundum um hin „velsku köst“ hans. Hann verður þunglyndur, reiður, orð- hvatur, beizkur, særandi. Þá forðast hún að umgangast hann meira en hún þarf nauðsynlega. Hún vill ekki gefa honum högg- stað á sér, veit að það getur verið afdrifaríkt. Hún veit einnig að meiðandi ummæli hans rista ekki djúpt í huga hans. Þau eru augnabliks vonzka. Þegar köstin líða hjá tekur hún á móti honum með faðminn útbreiddan. Þá hefur hún eignast hann á nýjan leik, án þess að hafa misst hann. Hún nærist á lífsþrótti hans. „Áður en ég kynntist Richard þurfti ég alltaf að sofa 12—13 klukkustundir á sólarhring. Nú vakna ég sprellfjörug eftir tveggja, þriggja klukkustunda svefn.“ Hann sagði eitt sinn: „Við reyndum að vera án hins í eina og hálfa klukkustund, en það gekk ekki. Áður en við giftumst álitu vinir mínir að ég mundi gefast upp á henni eftir stuttan tíma, ég hafði gef- ist upp á mörgum konum. Þeir urðu undrandi þegar við geng- um í hjónaband. En eftir að þeir hafa séð okkur saman þennan tíma, tvö og hálft ár í hjónabandi, hefur virðing þeirra fyrir henni breytzt á einkennilegan hátt. Þeir hafa fengið vaxandi trú á henni. Ég hef veitt því athygli að virðing þeirra er í senn blandin undrun og forvitni.“ Og hún segir: „Einkennilegt með mig, en ég sem var alltaf veik hef varla fengið kvef síðan ég kynntist Richard." Á heimili þeirra tala þau um framtíðina og efri árin. Þau gera áætlanir. Hún fær eina milljón dollara fyrir hverja kvikmynd auk fríðinda af ýmsu tagi. Laun hans hafa hækkað að undanförnu úr 500 þúsund dollurum upp í 750 þúsund dollara á kvikmynd. Hún ósk- ar þess að hann verði jafningi hennar að þessu leyti, fari helzt upp fyrir hana í launum. Hún vill að hann sé ofjarl hennar í einu og öllu. Nú talar hún um að draga sig í hlé, að minnsta kosti að nokkru leyti, helga sig heimilinu í ríkari mæli og vinna að sérstökum sameiginlegum viðfangsefnum. Hann vill að þau leiki saman í Shakespeare-leikritum. Hún er ekki viss um að falla inn í hlutverkið. „Þú getur leikið í hvers konar leikritum, göml- um, nýjum, allskyns hlut- verkum, dramatískum, kímn- um. „Hana dreymir um að hann geti helgað sig ritstörf- um á efri árum. Hann sendi frá sér endurminningar frá Wales, sem birtust í víðlesnu bandarísku tímariti og vöktu athygli fyrir stílfegurð, þrótt- mikið mál. Hann talar og ritar á auðugu máli. Hve lengi enn munu þau tóra á tindinum? Þau búast ekki við að verða þar til eilífð- ar. Þeim er Ijóst að tíminn er naumur. „Ef til vill tvö eða þrjú ár,“ segja þau. Á meðan eru þau konungur og drottning í ríki sínu. SKARTGRIPIR yv/ywL^ iwií=3 trúlolunarhringar HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 • FlNr 3ÖNA ! 06 ÍKO IÍEinT INn'. -AFSAKIO FRÍ>, CN CrETt-a tpe*. eklki F«rr. v<7uit ? FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.