Fálkinn - 31.05.1965, Blaðsíða 36
HVAÐ GERIST ÞESSA VIKU
Hrúturinn, 21. marz—20. apru:
Þeir Hrútsmerkingar, sem hafa farartæki
undir höndum, ættu að reyna að draga úr
hraðanum, scrstaklega þessa viku, þar sem
þeim hættir ávallt t.il að aka of hratt. Það
gæti komið sér sérstaklega illa að fara ekki
gætilega.
Nautið, 21. avríl—21. maí:
Það væri mjög óskynsamlegt að leggja út í
fjármálaáhættur eins og stendur. Skyndileg
breyting á gangi mála gæti orðið til þess að
þú tapr.ðir peningum og jafnvel meiru en þú
ert. fær um að standa undir.
Tvíburamerkið, 22. maí—21. júní:
Þú ættir ekki að fylgja of fast eftir að fá
vilja þínum framgengt þegar um fjölskyldu-
mál er að ræða. Þar kemui sér bezt að sína
lipurð, því annars gæti svo farið, að þú yrðir
áþreifanlega var við þrákelkni þinna nánustu.
Krabbinn, 22. júní—23. júlí:
Ef þú hefur í huga að ferðast eitthvað, ætt-
ir þú fyrst. og fremst að taka tiílit til þess, að
þú þarfnast hvíldar og rólegheita, og að þreyt-
andi ferðalög eiga ekki við þig eins og er.
Ljónið, 2U: júlí—23. ápúst:
Einhverjir þeir hlutir, sem þú hefur lagt
metnað þinn í að gera sem bezt úr garði munu
nú að öllum líkindum valda þér vonbrigðum.
Hafðu ekki Vunningja þína með í ráðum, ef
þú hefur hugsað þér eitthvað nýtt í fjármál-
unum.
Meyjan. 2U. ápúst—23. sevt.:
Hætt er við að staða þín í þjóðfélaginu og
álit geti beðið nokkurn hnekki. Yfirmenri þínir,
eða þeir sem þú þarft að leita til, munu ekki
verða þér eins hliðhollir og þú vonaðist til.
Það má búast við einhverri skyndibreytingu
innan tíðar.
Vopin, 2U. sevt.—23. okt.:
Að öllum líkindum mun þér berast frétt
langt að sem veldur þér áhyggjum. Hjá sum-
um getur þetta valdið skyndilegum breytingum,
sem hefðu í för með sér vonbrigði og sorg, en
þeir munu verða reynslunni ríkari.
Drekinn. 2U. okt.—22. nóv.:
Þú ættir ekki að láta óskhyggjuna hlaupa
með þig í gönur hvað fjármálin snertir. Óvænt
tap, sem þú kynnir að verða fyrir veldur þér
minni vonbrigðum, ef þú lítur raunsætt á
málin.
Boffmaðurinn, 23. nóv.—21. des.:
Maki þinn eða félagi mun á allan hátt reyna
að þóknast þér, og er það illt ef þú metur
hann ekki meira fyrir vikið. Það er ekki far-
sælt að reyna að auka vinsæl '*.r sínar á kostn-
að annarra.
Steinffcitin, 22. des.—20. janúar:
Ekki er ólíklegt að þú breytir um starf eða
verustað, en það er óvíst, að það færi þér
meiri frama. Það gætu komið uþp deilur milli
þín og samstarfsmanna þinna, sem þú átt
auðvelt með að lagfæra ef viljinn er fyrir
hendi.
Vatnsberinn. 21. janúar—19. fcbrúar:
Þessi vika ætti að verða mörgum til ánægju
og þú munt að öllum líkindum sækja skemmtan-
ir. Þér gæti borizt í hendur óvæntir peningar,
sem þó yrðu þér ekki að öllu leyti til ánægju.
Farðu að öllu með gát hvað ástarævintýri
snertir.
Fiskarnir, 20. febrúar—20. marz:
Fylgdu fast eftir ákvörðunum þínum varð-
andi heimili þit.t og legðu þig fram við að bæta
sambúðina við makann eða félagann, því þó
að eitthvað ami að þér, er ástæðulaust að láta
það bitna á öðrum. Þú munt skemmta þér vel
á ferðalagi.
Norðurlandaferi
26. jiíní til 10. jiílí
Verð kr. 17.900.00.
Hin vinsœla Norðurlandaferð okkar
hefst 26. júní. Ferðast með bifreiðum
og skipum um fegurstu héruð Noregs.
Ennfremur verður ferðast um suður-
hluta Svíþjóðar og dvalið í Kaup-
mannahöfn í fjóra daga. Þetta er
skemmtileg sumarferð sem óhœtt er
að mœla með.
FERÐASKRIFSTOFAN
SAGA
Ingólfsstræti — Gegnt Gamla Bíói
Sírnar 17600 og 17560.
36
FALKINN