Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Blaðsíða 29

Fálkinn - 31.05.1965, Blaðsíða 29
gegnum húsið á flötina að húsa- baki. Samtalskliður barst á móti þeim um leið og þau komu nið- ur af gaflpallinum. Þefur af ilmvatni og nýslegnu heyi lá í loftinu og einkenni útiveizlunn- ar, sígarettustubbar og holur eftir hvassa hæla, voru farin að setja svip á flöt Dillards-hjón- anna. „Marge!“ Francine Dillard kom á móti þeim með útréttar hendur eins og hún bæri fagn- aðarskál. „Hvað þú ert yndis- leg!“ SteVe Dillard kom á vettvang til að kynna þau, og Francine skauzt burt til að bjóða önnur hjón velkomin. Casey hafði ekki skjátlazt mikið í mati sínu, að vísu sá hann engan fulltrúa- deildarmann, en öldungadeildar- maðurinn var enginn annar en Frederic Prentice frá Kaliforníu, formaður hermálanefndar deild- arinnar, einn af máttarstólpum flokks síns og í rauninni eftir- litsmaður með landvarnaráðu- neytinu. Eftirlitsnefndarmaður- inn var Adolf Koronsky úr Airíkisverzlunarnefndinni. Helzti biaðamaðurinn var Malcoim Waters, fréttaritari Associated Press í Hvíta húsinu. Casey varð allur eitt bros þegar hann kom auga á gest- inn úr starfsliði forsetans. Hann var Paul Girard, viðtalsfulltrúi Lymans forseta. Casey og Gir- ard hafði verið vel til vina frá því á skólaárunum, Girard keppti i körfubolta fyrir Duke-háskól- ann en Casey var varðmaður 1 liði flotaskólans. Fundum þeirra hafði oft borið saman í Washing- ton, bæði við störf og í mann- fagnaði, og Casey hafði fengið það álit á Girard að hann væri maður sem óhætt væri að reiða sig á. Hann var séður, leikinn í refskák stjórnmálanna og naut óskoraðs trausts Lymans. Ásýnd- um var hann allt að þvi ljótur, höfuðið stærra en búknum hæfði, nasirnar víðar og augna- lokin slapandi. Ókunnugum var gjarnt að líta á Girard sem einhvern sveitadurg, en oft fór svo að þeir vöknuðu næsta morgun við heilabrot um hver hefði stokkað spilin þeim í óhag. „Hailó, Jiggs,“ sagði hann og íærði viskíglasið yfir í vinstri hendi til að rétta fram þá hægri. „Ég er feginn að hitta þig hér, Paul. Þegar ég verð rannsakað- ur fyrir að þiggja fríðindi af verktaka fyrir landvarnaráðu- neytið, verð ég þó að minnsta kosti í góðum félagsskap." „Þú kannt regluna, Jiggs.“ Girard lyfti næstum tómu glas- inu. „Allt sem hægt er að neyta á staðnum er ósaknæmt." Casey fékk sér gin í kinín- vatni af bakka sem þjónn rétti fram, og hann og Girard fylgd- ust í áttina að hóp þar sem Waters og Prentice voru stadd- ir. Fréttamaðurinn var að fræða öldungadeildarmanninn. „Hafið þér frétt af Gallupkönnuninni sem verður birt á morgun?" spurði Waters hlutlausri röddu. „Nei,“ svaraði Prentice, „en ég skal geta. Það er kominn tími til að gera nýja könnun á vin- sældum Lymans, og ég kalla hann heppinn ef hann nær fjöru tíu prósentum." Sjálfstraustið sem fylgir for- mennsku um árabil í voldugi'i þingnefnd lak af Prentice, gild- vöxnum og dimmrödduðum. Er hann ieit á Waters til að fá staðfestingu á tilgátu sinni, bar augnaráðið með sér að hann byggist ekki við andmælum —• og myndi ekki taka þeim vel. „Þér eruð á réttri leið, öldungadeildarmaður," svaraði fréttamaðurinn, „en farið of hátt. Könnunin sýnir að ekki nema tuttugu og níu prósent segjast vera „ánægðir" með hvernig forsetinn stendur sig. Þetta eru minnstu vinsældir sem nokkur forseti hefur notið síðan könnunin hófst." Prentice kinkaði kolli og otaði fram visifingri. „Þetta er ósköp einfalt," sagði hann. „Forsetinn treystir Rússum. Bandaríska þjóðin gerir það ekki. Þjóðinni er ekkert um þennan sáttmála. Hún er ekki þeirrar skoðunar að Rússar taki sundur þessar sprengjur fyrsta júli, og það er ,ég ekki heldur." Sáttmálinn! Casey gægðist yfir öxl sér til að sjá hvort hann gæti laumast burt, en hann var umkringdur. Hann var búinn að FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.