Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Side 30

Fálkinn - 31.05.1965, Side 30
Val unga fólksins — Heklubuxurnar — amerískt efni nylon nankin — vandaður frágangur. Betri buxur í leik og starfi ma' heyra meira en hann kærði sig um sagt um sáttmálann um kjarnorkuafvopnun sem ganga átti í gildi 1. júlí. Þann dag átti, samkvæmt samkomulaginu sem Lyman forseti og sovézki for- sætisráðherrann Georgi Femer- off náðu í Vínarborg i fyrra- haust, að gera hliðstæðar ráð- stafanir í Los Alamos og Semi- palatinsk. Hvort ríki átti að taka sundur tíu nevtrónusprengjur undir eftirliti indverskra og finnskra eftirlitsmanna. Á hverj- um mánuði þaCan í frá átti að taka sundur fleiri sprengjur, ekki aðeins í Rússlandi og Bandaríkjunum, heldur einnig í öðrum kjarnorkuveldum, bæði vestrænum og kommúnistarikj- um — þau höfðu öll, að Rauða- Kína meðtöldu, staðfest sáttmál- ann — þangað til kjarnorku- vopnageymslur væru tæmdar. Því marki átti að ná að tveim árum liðnum. Waters tók aftur til orða. „Haldið þér ekki, öldungadeild- arþingmaður, að fleira hafi áhrif á könnunina? Ég á við atvinnuleysið, verðbólguna og öngþveitið í kjaradeilu eldflauga- starf smannanna ?“ „Látið yður ekki detta það í hug, ungi maður,“ anzaði Prent- ice. „Allir forsetar hafa lent í svoleiðis erfiðleikum. En guð minn góður, Lyman gekk í ber- högg við lífið og tilveruna þegar hann gerði þennan sáttmála. Rússar hafa engan samning haldið síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk. Þér vitið að ég barð- ist móti sáttmálanum með hverri líkams- og sálartaug, og ég er hreykinn af því.“ „Það má nú segja að flokkur okkar heldur saman,“ sagði Girard háðslega. Prentice sneri sér snöggt að honum, andlitið geiflað af gremju og vísifingurinn kominn aftur af stað. „Það var forset- inn sem yfirgaf flokk okkar, Girard," sagði hann. „Það get ég sagt, því ég studdi hann skil- yrðislaust á flokksþinginu." „En þegar allt kemur til alls, er þá afstaða forsetans nokkuð óskynsamleg?" Nú blandaði sér í samtalið maður í ljósum sport- jakka, Casey mundi ekki lengur nafn hans. „Ég á við, að ef Rússar svindla vitum við það strax og erum lausir allra mála.“ „Ég hef hlustað á þessa rök- semd i þrjátíu ár,“ sagði Prent- ice. „f hvert skipti sem hún er notuð til að réttlæta nýja stefnu töpum við einhverju í viðbót." „Ég er hræddur um, öldunga- deildarmaður, að ég geti ekki verið yður sammála hvað snert- ir Lyman forseta." Maðurinn í Ijósa jakkanum var ekki af baki dottinn. „Vera má að hann taki vísvitandi áhættu, en ég fæ ekki betur séð en við höfum tryggingu. Og sé hann fús til að hætta vinsældum sínum til að gera það eina sem gæti bjargað heiminum, þá segi ég, geri hann það manna heilast- ur.“ Hann hefur nokkuð til sins máls, hugsaði Casey. Nokkrir aðrir i hópnum kinkuðu þegj- andi kolli. En Prentice var ekki á því að gefa sig. „Minnist ekki á „vinsældir" Lymans við mig, ungi maður. Hann hefur engu af þeim að tapa og á heldur engar skilið." Hitinn í samræðunum jókst eftir því sem glösin voru oftar tæmd. Dillard kom á þönum og beindi talinu af leikni að póli- tískum bollaleggingum. „Hvað sem sáttmálanum líð- ur,“ sagði hann, „skal ég veðja að stjórnarandstaðan geri Scott hershöfðingja að forseta sjötíu og sex. Það er alveg upplagt. Hann hefur útlitið. Ef sáttmál- inn fer I hundana er staðfest að hann lagðist gegn honum. Verði hann aftur á móti fram- kvæmdur, fer fólk að hafa á- hyggjur af herafla Rússa og vill fá sterkan mann eins og Scott.“ „Ég get strax séð hvað kjör- orðið verður," sagði Girard. „Scott, andinn frá sjötíu og sex.“ „Þið þessir náungar i Hvita húsinu skuluð ekki gera of mik- ið grín að því,“ sagði Prentice. „Það liggur í augum uppi að sjálfsagt er fyrir andstöðuflokk- inn að velja Scott til framboðs. Ef kjósa ætti í dag, myndi hann gersigra Lyman!" Ljós kviknuðu, bað var merk- ið um að kvöldverður væri fram- 30 FÁLKINN reiddur. Francine smalaði gest- um sínum yfir í garðendann, þar sem matsveinn með háa, hvíta húfu hafði staðið og glóð- arsteikt nautakjöt. Hverri steik fylgdi bökuð kartafla. Þegar gestirnir komu til sæta sinna við borð á stéttinni beið hvers og eins grænt salat og bjór- flaska. Casey hafði til borðs Söru Prentice, glaðlega, feit- lagna konu sem varði miklu af tíma sínum til að smyrsla á sárin sem bóndi hennar veitti mönnum. „Fred er svo æstur út af þess- um sáttmála," sagði frú Prent- ice, „en ég held hann myndi dá hershöfðingjann yðar hann Scott hvort sem væri.“ „Hann er nú ekki beinlínis minn hershöfðingi," svaraði Ca- sey af hermannlegu hlutleysi eins og við átti. „Ég vinn bara hjá honum.“ „En finnst yður hann ekki mikil elska?“ „Ég tel hann frábæran hers- höfðingja." „Æ, þið þessir landgöngulið- ar!“ Hún hló eins og eftir meríki. „Það er ekkert hægt að ætlazt til að þið segið viðurkenningar- orð um mann úr flughernum.“ Eftir kvöldverðinn, þegar gest- irnir voru farnir að standa upp frá borðum, kom Prentice til Casey og tók hann afsíðis. „Of- ursti, ég meina það sem ég sagði áðan um Scott hershöfð- HLUTVERKI Húsmæður! 1001 eldhúsrúllan er framleidd sérstak- lega fyrir notkun í eldhúsum ykkar og hjálpar ykkur við dagleg störf. ELDHÚS RÚLLAN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.