Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Page 14

Fálkinn - 31.05.1965, Page 14
FRÖIMSK DÆGURLAGASTJARIMA FRANCE GALL er sautján ára, lagleg og vinsælasta dægurlagastjarna Frakka um þess- ar mundir. Hún kom fyrst fram fyrir tæp- lega tveimur árum. Á átján mánuðum flaug hún upp á stjörnuhimininn. Nú seljast hljóm- plötur hennar í milljónaupplögum. Hér er hún stödd í Neapel. Þar vann hún sinn glæsi- legasta sigur til þessa, í sönglagakeppni á vegum Eurovision. — France Gall, France Gall, France Gall — hrópa unglingarnir í Frakklandi, dansandi og syngjandi. JAMIES BOIMD STÆLIIMG Undanfarið hafa sprottið upp margar stæl- ingar á James Bond, bæði í bókum og í kvikmyndum. Napoleon Solo er meðal þeirra, aðalkappinn hjá UNCLE, alþjóð- legri lögreglu sem á í höggi við glæpa- félög um allan heim. Sérfræðingar vorir segja, að Napoleon sé ólíkt sennilegri pers- óna en Bond, en við fellum engan dóm um það, að svo stöddu. Okkur virðist á ýmsu, að Napoleon gefi 007 lítið eftir sem hörkutól og kvennakarl. Hér er Robert Vaughn í hlutverki Napoleons Solo. Hve- nær kemur mynd með honum til fslands? Orson Welles nýtur sín bezt þegar hann getur unnið að kvikmyndagérð í friði fyrir fréttamönnum og forvitnum körlum og konum, sem spyrja um allt, án þess að vita um hvað það er að spyrja. Hann hefur heídur ekkert á móti því að gera tvær kvikmyndir sam- tímis. Um þessar mundir leik- ur hann á Spáni, Langa-Jón í HPP Á LÍF OG DAIJÐA Hvar í veröldinni berjast konur af slíkum dýrshætti? Katt- liðugar, sterkar, grimmar heyja þær bardaga upp á líf og dauða. Áhorfendur fylgjast með bardaganum, æstir og óttaslegnir. Nema einn. James Bond, spæjari númer 007. Þú getur einnig orðið vitni að þessum ofsafengna bardaga þegar kvikmyndin „From Russia with Love“ verður sýnd í Tónabíó, einhvern tíma á þessu ári. Gulleyjunni. Milli atriða er hann á þeytingi yfir í hálf- fallnar hlöður þar sem hann er að láta gera kvikmynd sem er unnin upp úr ýmsum leikritum Sheakspears. Auk hans leika Jeanne Moreau og Margaret Rutherford og John Gielgud. Welles er sagður ánægður með hlöðuna, því blaðamenn hafa ekki hugmynd um hvar hún er staðsett.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.