Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Page 37

Fálkinn - 31.05.1965, Page 37
• Pabbi er pipar... Framh. af bls. 17. eða ekki. En fyrst verður hann að vera orðinn nógu gamall og skyniborinn, að hann sé fær um að taka slíka ákvörðun. Á einu barnaheimilanna voru fluttar borðbænir með alls kyns furðulegum setningum og tiltækjum, sem barnið skildi ekki staf í. Ég talaði við for- stöðukonuna og sagðist skilja það vel, að fyrir vissan hóp barna ætti þetta við, en það væri einnig stór hópur, sem ekki væri þessu vanur, og aðstandendur margra barna kærðu sig ekkert frekar um það. Hún sýndi máli mínu full- an skilning og virti það. ÉG hafði ekki ímyndað mér, að það myndi ganga svo létt að búa einn með barni sínu, en mér finnst dásamlegt að hafa Torkel hjá mér. Það er uppfrískandi, aldrei tilbreyt- ingarlaust, en hrífandi. Við höfum það dásamlegt saman. Vissulega er ég ekki neinn fyrirmyndarfaðir, — en hver er það? í fyrstu, eftir að við Yvonne höfðum flutt hvort frá óðru, hélt ég, að ég myndi' ekki halda þetta út. Hvernig átti ég í sífellu að vera sterk- ur og tryggur, hvernig átti ég að sætta mig við fjarveru Yvonne? Gat ég borið ábyrgð- ina á barninu einn? Þótt Yvonne kæmi alltaf við og við að heilsa upp á okkur og sendi Torkel pakka, þá bjuggum við ekki lengur saman og deildum ekki með okkur vandamálum dagsins. Auðvitað hefur mig J oft langað til að sofa út einn j og einn morgun, varpa frá mér j hugsunum um föt sem á að þvo, j mat sem á að búa til, föt sem j þarf að gera við, en ég held að \ ég hafi minni áhyggjur en ógift j móðir í sömu sporum. Ég fer j ekki eftir neinum meginregl- i um; langi okkur Torkel t. d. i til að leika okkur, þá gerum við það, þótt ef til vill sé eftir að þvo upp. Ég held að gagn- rýnin á móðurina sé strangari í þessu tilfelli. Hún á að gera, segja og haga sér þannig og þannig, svo hún falli inn í sam- félagið. Mér finnst eiginlega samfélagið gerir alltof strangar kröfur til ógiftra mæðra, svo mjög, að þær hafa í sífellu samvizkubit yfir að geta ekki staðið fyllilega við þær; þær eru þreyttar og hafa ekki þrótt í sér til mótmæla. Auk þess er ég stórum betur settur en þær. Ég hef veilaunað starf og að miklu leyti frjálsan vinnu- tíma. Ógift móðir neyðist oft til að taka að sér illa launaða vinnu í stað þess að halda áfram námi sínu, eða hefja nám. Við fæðingu barnsins er hún þving- uð föst, og hún kemur auðveld- lega til með að hata karlmann- inn, sem skildi hana eina eftir við forsjá barnsins. Oft þarf hún einnig að vinna til að sjá barni sínu farborða. Faðirinn verður „sá er eyðilagði líf henn- ar“. Samkvæmt kröfum sam- félagsins verður unga móðir- in að helga barni sínu allt sitt líf. Hún má helzt ekki hafa önnur áhugamál; þaðan af síð- ur hugsa um karlmenn. Biðji hún einhvern kunningja sinn að sækja barnið á dagheimilið, er samstundis hvíslað um það yfir koffibollum. Og komi gæzlukona frá barnaheimilinu í heimsókn og sjái pípu í ösku- bakkanum, kemur á hana dökkur svipur, og hún spyr þungri röddu: búið þið saman? Þótt unga konan hafi fengið heimsókn af nýjum vini, og jafnvel þótt hann hafi sofið þar um nótt — þá er það alls ekkert glæpsamlegt. Hún á ekki að hætta að lifa sem heil- brigð, ung kona, þótt hún hafi eignast barn? Og samfélagið hefur varla hugsað sér, að hún skuli lifa sem piparkerling allt sitt líf? BARNIÐ á að vera skrifað með STÓRUM stöfum og vera hið eina í hennar lífi. Og jafnskjótt og hún kynnist manni, sem verður hrifinn af henni, þá kemur samfélagið þjótandi og slengir „fyrirsjár- snöru“ um háls honum. Hitti ég hins vegar unga konu, sem þykir vænt um Torkel, þá eru allir glaðir og allt er bjart. .. HVAR er nú skynsemin? Auk þess vil ég fá að mót- mæla öllum föstum reglum, um, hvernig sambandið milli foreldris og barns skuli vei'a. Einkum milli föðurs og barns. Það er fjarstæða að ætla, að það skuli fara eftir fastskorð- uðum venjum; að það sé ókarl- mannlegt að gæla við og kjassa barnið o. s. frv. Hvort sem um kvæntan eða ókvæntan föður, ógifta móður eða heila fjöl- skyldu er að ræða, þá vilja allir ala börn sín upp til að verða traustir og sjálfstæðir einstaklingar. Torkel er lítill og skemmti- legur, hæfilega feiminn gagn- vart ókunnugu fólki, en ó- hræddur og glaður í nærveru þeirra, er hann þekkir. Bezti vinur hans er pabbi, og senni- lega eru það beztu meðmæli, sem nokkur faðir getur fengið. - Kann kostar 15.ooo krón- nr, ef hún vill hann, en þér sleppið með 5oo, ef þér viljið að ég fái hana til að beetta við. FALKINN 37

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.