Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Blaðsíða 4

Fálkinn - 31.05.1965, Blaðsíða 4
OPNAN OKKAR f fljótu bragði sýnast þessar teikningar eins. En þegar betur er að gáð hefur teiknarinn breytt neðri myndinni á sjö stöðum. Reynið að finna breytingarnar áður en þið lesið Iausnina á bls. 42. BRÉF FRÁ BARIXIAPÍll Elsku póstur, Ég er að leita til þín í raun- um mínum. Svo er mál með vexti, að hérna í húsinu sem ég á heima í, eða réttara sagt við hliðina á mér, eru svo mikil læti á nóttunni, að ég hef engan svefnfrið. Og hað sem meira er, að I hinum endanum eru brjú börn og eitt fjögurra mán- aða gamalt barn, sem ekki fær heldur svefnfrið. Við erum margbúin að kvarta, en það þýðir ekkert og nú spyr ég þig, elsku póstur — hvað á ég að gera? Ein barnapía.. P.S. Hvernig er skriftin? Svar: Nú er ekki gott í efni. Það er ekki haegt að ráða af bréfi þínu hvaða fólk veldur þessum hávaða, livort það eru krakkar eða fullorðið fólk. Það er nefni- lega ekki sama hvort hávaðinn er bitlatónlist, drykkjuskark- ali eða rifrildi háværra hjón:i, svo dæmi séu nefnd. Reyndu að hringja til lögreglunnar og spurðu hana ráða, næst þegar allt ætlar af göflunum að ganga. Varðandi heimilisfang bitlanna hlýtur að vera nóg að skrifa: THE BEATLES, ENG- LAND — pósturinn enski hlýt- ur að kannast við svo heims- fræga menn. Skriftin þín er ekki falleg, en þú getur áreiðan- lega bætt Iiana ef vilji er fyrir hendi. BRÉF FRÁ GLASGOW Hér kemur skemmtilegt bréf frá Ásthildi Þórðardóttur, sem dvelur í Glasgow, Skotlandi. Bréfið er á þessa leið: Kæri Fálki, Mig langar til að segja þér frá því, sem henti mig einu sinni, þegar að ég fór með ís- lenzkri vinkonu minni í bíó hér í Giasgow. Við vorum náttúrlega upp- dubbaðar og voða fínar, eins og vera ber þegar maður er útlendingur og verður að ber- ast dálítið á. Nú, við gengum þarna inn I bióið og keyptum okkur miða, en ég var vist eitt- hvað utan við mig, því að ég gleymdi að taka miðann minn. Svo fórum við yfir að sælgætis- sölunni og keyptum okkur sæl- gæti. Fólkið, sem þarna var, góndi á okkur og maður varð þvi að bera sig dálítið yfirlætis- lega. En bíðið nú róleg! Þegar við komum að innganginum, uppgötvaði ég að ég var ekki með neinn miða! Hófst nú æðisgengin leit að miðanum. Fyrst leitaði ég í veskinu, síðan í vasanum, svo í buddunni, í öðrum vasa, á gólfinu — hvergi fann ég mið- ann! Og auðvitað þurfti svo annað óhapp að koma fyrir af einhverjum kynlegum ástæð- um — líklega af hitabreytingu eða þviumliku, því mig fór að sviða í augun og tár tóku að renna niður. Ég reyndi að kreista upp hlátur, svo að fólk- ið héldi ekki að ég væri að gráta út af einum bíómiða, en við það varð ég víst bara enn aumkunarverðari í augum þeirra er á horfðu. Loks kom þarna herramaður með rós í hnappagatinu — lík- lega eigandinn. Ég spurði hvort hann gæti hjálpað okkur — ég sagði honum mínar farir ekki sléttar, og miðasölustúlkan var mér til vitnis um, að ég hefði keypt miðann. Herramaðurinn fór þá með okkur til dyravarð- arins og sagði honum að hleypa okkur inn. Hann bað mig um að skila miðanum aftur, ef ég fyndi hann. Eftir á gátum við vinkonurn- ar hlegið að þessu atviki, en ég held að aldrei á ævi minni hafi ég skammast mín eins mikið og þegar tárin tóku að renna niður kinnarnar á mér og fólkið leit á mig með með- aumkun: vesalings stúlkan, hún er að gráta af því að hún hefur týnt miðanum sínum! Við þökkuni Ásthildi kærlega fyrir bréfið. SKRÍTLUSAMKEPPIMIISI Við fengum ekki texta við þessa skrítlumynd, enda er nú komið sumar og fólk hefur um annað að hugsa en heilabrot og skriftir. Við ætlum að birta eina mynd enn fyrir ykkur að glima við, en svo gerum við hlé á skrítlusamkeppninni til haustsins. Af ýmsum ástæðum höfum við ekki getað haft Opnuna okkar eins fjöruga og lifandi eins og til stóð í upp- hafi, en við bætum úr því í haust. S

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.