Fálkinn - 31.05.1965, Blaðsíða 25
Einangrunargler
Framleitt cinungis úr úrvals
gleri. — 5 ára ábyrgð.
Pantið tímanlega.
KORKIÐJAIM H.F.
Skúlagötu 57 — Símar 23200
ENDURNÝJUM
SÆNGUR OG KODDA
FLJÓT AFGREIÐSLA
HÖFUM EINNIG
EINKASÖLU
A REST-BEST
KODDUM
Póstsendum
um land allt.
DÚN-
0G FIÐUR-
HREINSUNIN
VATNSSTÍG 3
(örfá skref
frá Laugavegi)
Sími 18740.
Svo var það nú í vetur, að
ég lagði leið mína á „gamla
staðinn“, ásamt tveimur félög-
um mínum og hafði áður tekið
af þeim loforð um að ljóstra
ekki upp staðnum. Við tókum
með okkur hamra og meitla,
að ógleymdum strigapoka, til
að bera í væntanlegan „afla“.
Þetta var á sunnudegi, í sól-
arlausu blíðskaparveðri og vor-
um við komnir að fellsendan-
um laust fyrir klukkan tvö,
eftir hádegi. Frá veginum er
stuttur gangur upp á fellið og
lögðum við á brattann, eftir
að hafa tekið nokkrar ljós-
myndir og gónt á umhverfið
um stund.
Við gengum eins og leið ligg-
ul- upp skriðuna neðan við
hamrana og staðnæmdumst
ekki fyrr en við komum að
einu jaspisberglaginu. Þar var
óðara tekið til að höggva jaspis-
inn úr berginu og gekk það
eftir vonum. Einnig fundum
við talsvert af steinum í skrið-
unni neðan við hamrana,
grænum, rauðum og gulum, og
marga tóna af hverjum lit.
Að lokum gengum við upp
á fellið, en þar fundum við
einnig nokkra steina.
Við vorum ánægðir með afl-
ann, hálfan strigapoka.
Talsvert af þessum steinum
mun fara í skartgripi, enda eru
þeir félagar minir gullsmiðir
báðir og þóttust hafa aflað vel.
Það er von mín, að fleiri
leggi leið sína á fjöllin og fell-
in í nágrenni sínu, því enginn
veit hvað leynast kann af dýr-
mætum hlutum í ríki náttúr-
unnar.
Og þar sem fjörugöngur og
fjallaferðir færast í aukana frá
ári til árs, (öllum þeim sem
unna íslenzkum óbyggðum til
mikillar ánægju), er ekki óráð-
legt að benda væntanlegum
fjallaförum, eða fjörulöllurum
á, að steinar eru meðal beztu
minjagripa sem menn geta með
sér haft úr slikum ferðum.
Og svo að lokum... góða
ferð.
FÁLKINN
FLÝGUR
IJT
Dönsku IMAK gúmmíhanzkarnir ryðja sér braut.
Þeir, sem hafa notað IMAK vilja ekki annað. —
IMAK ávallt mjúkir og liprir, létta störfin. Það
borgar sig að kaupa IMAK. — Fæst í 6 mismun-
andi gerðum. .
Heildverzlun ANDRÉSAR GUÐNASOIMé*R
Hverfisgötu 72. — Símar 16230, 20540.
KLÆÐIST FÖTUM
FRÁ OKKUR
FÁLKINN 25