Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Blaðsíða 12

Fálkinn - 31.05.1965, Blaðsíða 12
Það benti einnig tii, að þetta væri blindgata. Einmitt þess vegna beygði Peter inn á þennan veg: blind- gata var góður felustaður fyrir fólk, sem hafði hugboð um, að þyí væri veitt eftirför: því að engum myndi detta í hug, að það keyrði inn á slíkar slóðir! Þröng gata bugðaðist upp á við. Á hverri beygju litaðist Peter um eftir einhverjum kenni- merkjum. Hann hélt áfram upp á við — og þá sá hann allt í einu útskot með hemlaförum ... Þarna hlaut bil að hafa verið ekið. Það var ryk og för eftir hann í grasinu. Peter steig út og fylgdi bíl- förunum svolitla stund. Og þá sá hann glitta í eitt- hvað hvítt milli trjánna. Það var sportbíll Lorenar! FRAMHALDSSAGAN 7 hluti EFTIR FRANCES OG RICHARD LOCKRIDGE SÖGULOK „Og svo að þú missir ekki af neinu: Við Bob erum búin að vera i útilegu í Florida seinustu 3 vikurnar. Það eru mörg þús- und mílur þangað! Tjaldið okkar er að visu ekki á alfaraleið — en þó höfum við alltaf sézt á stjái við og við, og svo höfum við keypt í matinn annan hvern dag.“ Þau hljóta að hafa flogið á milli New York og Florida hvað eftir annað, hugsaði Loren — og hún sá greinilega, hversu vonlaus aðstaða hennar var. Meðan Bob hélt áfram að þurrka af, sagði hann Loren, hvernig hann og Dorothy höfðu leigt þennan hr. Lathrop fyrir nokkra doilara, fyrst sem vitni í Bryant Park og svo til að ieika húsvörðinn, og hvernig þau hefðu siðan myrt hann til þess að losa sig við hættulegan vit- orðsmann. „Og það var ég, sem hringdi til hr. Sayers úr Barnettsapó- teki,“ sagði Dorothy og brosti. Hún virti skammbyssuna ástúð- lega fyrir sér og bætti svo við: „Eigandinn var vinur hr. Lath- rops. Lathrop útvegaði mér lykl- ana og fór svo í gönguferð með eigandanum, þegar bezt stóð á. Á meðan gat ég hringt, þangað *em ég vildi og tekið á móti sím- tölum.“ Hún stóð upp. Hún var farin *ð verða taugaóstyrk. „En nú verðum við bókstaf- lega að koma okkur, Bob,“ sagði hún í áminningarrómi. Bob kinkaði kolli. „Fyrst er bezt, að ég komi bílnum okkar í burtu," sagði hann, „fyrir framan litla húsið hennar Loren- ar má enginn bíll standa — því að hún er nú einu sinni að fela sig fyrir lögreglunni og tekur ekki á móti gestum. Ekki satt, Loren?“ Blístrandi gekk hann út: geð- felldur og sjálfumglaður, ungur maður sem gat allt, sem hann ætlaði sér. „Bob er afar varkár," sagði Dorothy brosandi og beindi skammbyssunni aftur að Loren. Peter Sayers nam staðar þegar hann kom að benzínstöðinni við Van Brunt-torg. Á einni benzíndæiunni hékk skilti: „Lokað". Við hliðina á stöðinni var símaklefi. Það var i samræmi við það, sem Loren hafði sagt! En því miður var hvíti sport- billinn hennar hvergi sjáanleg- ur. Svo að þetta er árangurslaust, hugsaði Peter og settist aftur inn í bílinn sinn. Hann ók hægt áfram og lit- aðist rannsakandi um. Spölkorn fyrir ofan götuna sá hann nokkra nóstkassa. Það gaf til kynna. að betta væri einka- vegur: Ibúarnir, sem bjuggu uppi á hæðinni, höfðu sett upp póstkassa niðri við aðalveginn. „Jæja þá, sagði Bob Campbell, þegar hann kom aftur. „Og þá er það stúlkan sjálf!“ Hann greip slæðu Lorenar og strekkti hana milli handanna og gekk þétt að Loren. „Nei, ekki!“ hrópaði hún upp yfir sig og greip höndunum um hálsinn. Bob smeygði slæðunni yfir augun á Loren og hnýtti hana rækilega saman á hnakkanum. „Vertu ekki svona tauga- óstyrk," sagði hann mjúkri röddu að vanda. Svo reif hann hana upp úr stólnum og greip um úlnliði hennar. „Þetta er húsið, sem þú ert búin að taka á leigu til þess að fela þig í,“ sagði hann, „þess vegna verða lika förin eftir litlu puttana þína að vera úti um allt. Og þá byrjum við!“ Hann ýtti Loren á undan sér um herbergið og þrýsti fingrum hennar, ýmist öllum eða einum í einu, á tré og málma. Eftir svolitla stund hafði Loren ekki lengur hugmynd um, í hvaða herbergi hún var, og hún vissi heldur ekki, hvað hún var að snerta. Hún fann harða hluti undir fingurgómunum, handföng, fleti og málma. En hún vissi, að það yrði óframkvæmanlegt að afmá öil þessi för. Þótt hún pússaði allt húsið hátt og lágt, myndi það taka hana marga daga! „Láttu þér alveg á sama standa," sagði Bob Campbell hlægjandi, ýtti henni á undan sér inn í næsta herbergi og lét hana stöðugt þrýsta fingrunum á nýja og nýja hluti. „Þetta til- heyrir nú sögunni, sem þú ert búin að spinna upp! Og enginn mun trúa, að þú búir ekki í hús- inu!" Stein lögreglumaður, ók að benzínstöðinni við Van Brunt- torg. Hann steig út úr bilnum og hringdi til Shapiros, en fékk engar nýjar fréttir. „Ef þú heyrir eitthvað — þá geturðu náð í mig gegnum tal- stöðina," sagði Stein. Hann fór aftur inn 1 bílinn og hélt áfram. Hann sá bratta götu skammt frá og beygði upp hana. Hann var kominn um það bil eina mílu áleiðis, þegar hann tók eftir hjólförunum. Það er engu líkara, hugsaði hann, en hér hafi nokkrir bilar verið á ferð nýlega ... Hann varð að aka hér um bil hálfa mílu i viðbót, áður en hann gat snúið við. Hann drap á bilnum og steig út. Talstöðina, sem hægt var að hlusta á lögregluna I, lét hann ganga eftir sem áður. Hann hélt áfram fótgangandi. Hann litaðist um i allar áttir. —v— „Það er einhver að koma'." Rödd Dorothy var lág, varla meira en hvísl. Bob Campbell lyfti höfðinu og hlustaði. Og svo hrinti hann Loren venju fremur harkalega inn I hliðarherbergið. Hún datt um rúmstæði. Hún heyrði Bob skella hurðinni. Loren rann niður á gólfábreið- una. Hún settist upp og togaði í hnútinn aftan á hnakkanum. Loksins tókst henni að losa slæð- una frá augunum. Hún horfði á lokaðar dyrnar. Nokkrar sekúndur var dauða- þögn — svo heyrði hún, að hús- dyrnar voru opnaðar. Karlmannsrödd sagði eitthvað, sem Loren skildi ekki. „Það er ekkert ónæði," heyrði hún Dorothy segja óeðlilega skýrt. „Komið þér bara inn.“ „Takk,“ svaraði röddin. „Ég ætlaði bara að gá —" Og þá heyrðist þungt högg ... Rétt á eftir heyrðist taisvert meiri hávaði. Það var eins og einhver hefði dottið á gólfið ... Peter Sayers hafði athugað öll spor kringum bil Lorenar. En ekkert benti til þess, að hún hefði verið beitt valdi. En einhvers staðar hlaut Loren að vera! Einhvers staðar hér í nágrenninu, ef til vill í einhverju af húsunum, sem voru í hvarfi frá veginum! Hann hélt áfram að leita. Hann fór inn á margar lóðir. En í flestum húsunum bjó eng- inn eða íbúarnir voru fjarver- andi. Peter gekk áfram. Svo stanz- aði hann og hlustaði. Einhvers staðar heyrðist í bilútvarpi. Hann gekk á hljóðið. Raddirn- ar sem voru að tala saman, urðu æ skýrari. Og svo sá hann bíl- inn: Það var lögreglubíll með talstöð! Peter leit í kringum sig, en gat hvergi komið auga á öku- manninn. Og enn hélt hann göngunni áfram... —v— 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.