Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Page 28

Fálkinn - 31.05.1965, Page 28
Eftir komu forsetans og allra herráðsmanna gæfi Scott svo gerviskýrslu um ástandið, skýrði frá sundurlausum „leyniþjón- ustufregnum" sem virtust gefa til kynna að vænta mætti fjand- samlegra aðgerða af hálfu Sovét- ríkjanna. Þegar tími væri til kominn, um kortér fyrir þrjú, yrði gert ráð fyrir að radar- varðstöðvar væru orðnar varar við eldflaugaskot frá sovézkum skotpöllum. Á þessari stundu hæfist æfing á því að Scott og æðstu for- ingjar hergreinanna skipuðu fasta liðinu í Mont Thunder-stöð- inni að opna neyðarfjarskipta- línur. Klukkan þrjú eftir há- degi átti Lyman forseti að fyrir- skipa alrauðu æfinguna. Gengi allt snurðulaust yrðu eldflaugar í öllum eldflaugastöðvum komn- ar í skotstöðu innan fimm mín- útna, allar sprengjuflugvélar ár- ásarflugflotans yrðu komnar á loft áður en tiu minútur væru liðnar, allar Nike-Zeus eldflaug- ar til að skjóta niður eldflaug- ar væru hlaðnar og teknar að leita að miði og hvert einasta herskip flotans væri annað hvort á leið til hafs eða verið að koma vélum þess i gang. Fallhlífaherdeildirnar i herbúð- unum Bragg og Campbell áttu hvor um sig að vera búnar að koma herfylki með öllum vopna- búnaði um borð í flugvélarnar og hafa þær reiðubúnar til flug- taks innan hálftíma. Orrustu- flugvélum, loftvarnaflugflotans, fullfermdum eldflaugum gegn árásarflugvélum, voru gefnar tíu mínútur til að komast í 50.000 feta hæð. Og svo fram- vegis ... Á pappírnum var þjóð- in reiðubúin að mæta árás með nokkurra minútna fyrirvara. Æfingin myndi leiða í ljós hvaða bil væri milli ákvæða og veru- leika. Á laugardaginn átti einnig að reyna heildarstjórnina á frétta- miðlun. Hreyfing rofa í Mount Thunder myndi rjúfa dagskrá hvers einasta útvarps- og, sjón- varpsfélags og fá hérstjórnar- stöðvunum allt kerfið til um- ráða. í æfingunni hefði þetta einungis í för með sér þrjátíu sekúndna truflun á dagskrárlið- um sem yfir stæðu. Sjónvarps- áhorfendur myndu sjá merkið „BILUN" birtast á myndfletin- um þá stund sem herstjórnar- stöðvarnar héldu leiðslunum opn- um í því skyni að sannreyna að þær væru í lagi. Væri árás á ferðinni í raun og veru, yrðu umráðin yfir kerfinu notuð til að koma ávarpi forsetans til þjóðarinnar. Lokunin á frétta- kerfinu var að þessu sinni að- eins reynd í æfingaskyni. Síðast hafði hún tekizt eins og ráð var fyrir gert — og varð það vist ekki sagt um neinn annan þátt í þeirri heræfingu. Æfingaráætluninni fylgdi skrá um embættismenn sem kalla átti á vettvang. Listinn var styttri en venjulega. Gianelli varaforseti yrði erlendis i opinberri heim- sókn til ítaliu. Þingið hafði sleppt venjulegu páskaleyfi vegna umræðna um afvopnunar- sáttmálann, og í staðinn yrði gert hlé á þingfundum frá mið- vikudeginum 15. maí til mánu- dagsins 27. maí. Casey var enn sokkinn niður í áætlunina, þegar maður kom klukkan fjögur að leysa hann af. Hann stakk möppunni í snatri inn í skápinn. Bílarnir á stæðinu voru enn færri en um morguninn, og Casey gramdist að sjá að ald- urinn gerði bíl hans jafn áber- andi og hermann sem misst hef- ur taktinn. Fjandinn hirði ó- breyttu borgarana sem landinu stjórna, hugsaði hann meðan hann ók burt eftir Arlington Boulevard. Alla tíð siðan hann fór til Kóreu nýkominn úr her- skóla höfðu þeir verið að klípa af launum og virðingarmerkjum hersins. Hlunnindin var búið að skerða um helming. Síðustu tvo áratugi höfðu ekki orðið nema tvær almennar launahækkanir 1 hernum. Landvarnaráðuneytið hafði samið yfirgripsmikið frum- varp um að hækka laun í öll- um hergreinum og taka upp sum gömlu hlunnindin á ný. Scott hershöfðingi hafði rekið eftir málinu en Lyman forseti ekki enn látið sannfærast. Svo er fólk að furða sig á, hugleiddi Casey spotzkur, að andinn í hernum sé slæmur, að of fáir skuli endurráða sig að herskyldutímabili loknu, að við stöndum okkur ekki eins vel og við eigum að gera. Nú, jæja, ef óbreyttir borgarar hefðu ein- hverja vitglóru myndu þeir ekki þarfnast vopna — né landgöngu- liða. —v— Casey og Marge kona hans voru boðin í veizlu hjá Dillards- hjónunum þetta kvöld. Sólin var gengin undir og orðið svalt þegar þau óku yfir Western Avenue í áttina til Chevy Chase. Marge spjallaði en Casey heyrði fátt af því sem hún sagði. Hann lokaði ekki hlustunum viljandi, var bara viðkunnanlega annars hugar. Einu sinni reik- aði hugur hans að starfinu, minnti hann á verk sem hann hafði átt að Ijúka áður en farið var að heiman. „Æ nú gleymdi ég að hringja í Scott. Marge, viltu minna mig á að ná í hershöfðingjann þegar við komum heim? Ég verð að vita hvort hann samþykkir að breytt sé tima á einu viðtalinu hans á morgun." „Skal gert, herra minn,“ svar- aði hún hressilega. „Örlög þjóð- arinnar eru í góðum höndum. Við þurfum ekkert að óttast fyrr en ég gleymi að minna þig á það sem þú getur ekki munað. Svona nú!“ Marge kipptist við þegar Casey greip um mjóalegg- inn á henni. „Báðar hendur á stýrinu, ofursti." Þó Marge væri orðin fjörutíu og tveggja, hafði hún til að bera sama slétta, dökkeyga smáfriðleikann — og sama aðdráttarafl — og ung stúlka sem hann kynntist í New- ark meðan hann var þar her- skráningarstjóri eftir heimkom- una frá Kóreu. Diilards-hjónin bjuggu í 2ja hæða húsi i'Ch'evy Chase. Gnæf- andi eikur mynduðu umgerð um múrsteinsveggi í nýlendu- stíl sem var í móð þegar húsið var reist. „Allt til að auka álit- ið“ hefði vel mátt standa í götu- númersskiltinu við hellulagðan gangstíginn. Fyrir höfuðborgarfulltrúa stór- fyrirtækis eins og Dillard, sem gætti hagsmuna Union Instru- ments Corporation í sifelldum viðskiptum þess við landvarna- ráðuneytið, gat húsið ekki hent- að betur. Með þvi fékk hann heimilisfang í góðu hverfi í norð- vesturborginni, það var nærri Chevy Chase klúbbnum og garð- urinn að húsabaki var nógu stór til að rúma garðveizlur eins og þessa, þar sem Dillard veitti kunningjahópnum sem hann varð að afla sér. Gatan var orðin full af bil- um. Casey varð litið á Kaliforníu- númer á rjómalitum Thunder- bird: USS 'l. Hlýtur að vera bíll Prentice öldungadeildarmanns, hugsaði hann. Þá er hann líklega heiðursgesturinn hjá Stewart í kvöld. Casey lagði ellilega Fordbíln- um sinum nokkurn spöl frá hús- inu og opnaði hurðina fyrir Margie. Hún skáskaut sér út og tók undir handlegg honum. „Hvernig meturðu samkomuna, ofursti?" Þennan leik voru þau vön að leika sín í milli þegar þau komu í veizlur. Casey leit yfir bílaröð- ina. „Tja, ofarlega í lægra mið- flokki," svaraði hann. „En öld- ungadeildarmaður, eftir númer- inu þarna að dæma. Líklega einn fulltrúi úr Hvita húsinu. Einn herforingi af betra taginu. Það er auðvitað ég.“ Hann lét það ekki á sig fá þó hún fuss- aði. „Tveir eða þrír blaða- menn, nokkrir fulltrúadeildar- menn, einn fulltrúi úr enhverri eftirlitsnefnd rikisins og sex hjón sem þú hefur aldrei séð áður og færð aldrei að vita nein deili á.“ -Filippseyskur þjónn í hvitum jakka opnaði fyrir þeim götu- dyrnar og visaði þeim þvert í Eftir FLETCHER KNEBEL og CHARLES W. BAILEY. — Kvikmyndin, sem gerð var eftir sögunni verður sýnd í Háskólabíói í haust. 28 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.