Fálkinn - 31.05.1965, Blaðsíða 32
HEILDSÖLUBIRGÐIR
KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRD H.F.
SÍMI 2 4120
hjá Myer-herbúðunum. Ekki var
útilokað að Scott væri á fótum,
og þá gæti hann sagt honum
að forseti brezka herráðsins ósk-
aði eftir að viðtal þeirra hæfist
klukkan hálfníu í stað níu næsta
morgun.
Breiðar götur gömlu herbúð-
anna í Myer-hverfinu voru auð-
ar og dimmar undir álmliminu.
Scott bjó í sextán herbergja
húsi sem fylgdi embætti her-
ráðsforsetans. Gamla Herbúð
sex, viðkunnanlegt múrsteins-
hús, stóð á hæðarbrúninni og
þaðan sá yfir Washington yfir
32 FÁLKINN
um Potomacána. Um leið og
Casey beygði fyrir hornið og
ók upp að framhlið hússins,
glampaði í ijóskeilunni frá bíln-
um á byssuhlaup varðmanns
sem gekk sinum jöfnu skref-
um, og afturenda á kyrrstæðum
Thunderbird. Einkennisplatan,
húðuð endurskinsefni, blasti við
augum Casey. Þar stóð Kali-
fornía USS 1.
Hvert í þó, þetta er bíll Prent-
ice, hugsaði hann. Ljós var i
skrifstofu Scotts. Að öðru leyti
var húsið dimmt.
Hann spýtti í og tók stóra
beygju út á götuna framhjá bíl
Prentice. Væri svo að Scott sæti
á ráðstefnu með formanni her-
málanefndar öldungadeildarinn-
ar, var ólíklegt að honum væri
um það gefið að láta trufla sig.
Þá var betra að hringja árla
morguns.
Á heimleiðinni, eftir að búið
var að hirða Don og félaga hans
tvo upp af dimmu bílastæði við
kvikmyndahúsið, snerust hugs-
anir Casey enn um Thunderbird-
bílinn. Hann hafði ekki gert sér
í hugarlund að svona mikið vin-
fengi væri milli Scotts og Prent-
ice, þó hershöfðinginn hefði
sannarlega varið tíma sem
nægði til að tengjast tíu ævi-
löngum vináttuböndum i að bera
vitni fyrir nefnd öldungadeildar-
mannsins. Kannski hafði Prent-
ice farið rakleitt til að skýra
Scott frá niðurstöðu skoðana-
könnunarinnar. Scott hafði lýst
yfir opinberlega óánægju sinni
með stéfnu Lymans forseta. En
hvaða ástæða var til að gera
þetta um miðja nótt? Nokkuð
seint að sitja við stjórnmála-
rabb á fyrsta timanum.
Marge sneri sér en vaknaði
ekki til fulls, þegar Casey
skreiddist upp I rúmið. Hann
reyndi að komast í ró, bylti sér
á báðar hliðar, lagðist á grúfu
og loks á bakið. Svefninn lét
standa á sér. Ónotakenndin frá
morgninum var komin aftur, og
nú um lágnættið var hún orðin
að óskiljanlegum kvíða.
„Er eitthvað að, Jiggs?" Rödd
Marge var loðin.
„Ég veit það ekki, væna,“ svar-
aði Casey. „Veit það ekki.“
Mánudagur.
Strax um leið og hann stanz-
aði vekjarann fann Casey að
þetta yrði erfiður dagur. Hann
hafði fengið alltof lítinn svefn,
og beizkt bragð í munninum
kom honum til að áfellast sjálf-
an sig fyrir að reykja alltaf
þrisvar sinnum meira i veizlum
en kvöldin sem hann var heima.
Steypibaðið hressti hann. Með
handklæði vafið um sig fór hann
niður og hringdi heim til Scott
hershöfðingja. Við aðra hring-
ingu var svarað. „Casey ofursti
hér, hershöfðingi," sagði hann
„Ég vona að ég geri ekki ónæði.“
„Síður en svo, Jiggs." Scott
talaði fullum rómi. „Hvað er
um að vera?“
„Sir Harry Lancaster fór þess
á leit að viðtali hans yrði flýtt
til hálfníu, herra minn. Ég bjóst
ekki við að þér hefðuð neitt á
móti því. Ég kem með skjölin
yðar klukkan átta."
„AUt i fina lagi, Jiggs."
„Ég ætlaði að hringja til yðar
í gær, herra minn,“ sagði Casey,
„en það datt alveg úr mér, og
ég rankaði loksins við mér í
gærkvöld og var hræddur um
að þér væruð sofnaður, svo —"
Éramh. í næsta blaði.
O Engisin veit
sína ævi
Framh. af bls. 21.
og uppbætur." Hún varð sigri
hrósandi í framan rétt eins og
þetta væri ekki í sjöþúsund-
asta skiptið, sem hún hafði haft
þessa setningu yfir. í svip hans
birtist máttur endurtekningar-
innar. Andlitið togaðist í ýms-
ar áttir og afmyndaðist og allt
hringsnerist fyrir augum hans.
Svitinn spratt fram á enninu,
og í stofunni voru ekki leng-
ur húsgögn, aðeins litir og svo
sá hann móta fyrir konu sinni
út við glugga. Þetta var einn
af þessum nýtízku stóru glugg-
um, og í björtu sáust bæði Esjan
og jökullinn í vestri. Eiginkon-
an var kampakát, enda vissi
hún ekki að fyrir framan hana
stóð fullkomlega brjálaður
maður. Henni fannst látbragð
hans í mesta lagi bera vott
um velheppnað skens af henn-
ar hálfu. Hann þreif silfur-
kertastjaka af flyglinum, sem
var níðingslega þungur og
bráðum myndu litlu angarnir,
börnin þeirra, kannski ekki
eiga neina mömmu lengur,
bara brjálaðan pabba. Þorkell
réðist í áttina að þeirri þoku-
móðu, sem hann hélt að væri
konan hans. Það glampaði á
stjakann, þar sem hann hófst
á loft. En hvað var þetta? Nú
sá hann ekkert lengur. Allt
var hvítt. Hún hlaut þó að
vera á sínum stað, hugsaði
hann, og hélt áfram þessari
heimatilbúnu æðisgengnu morð-
tilraun. En svo heyrðist brot-
hljóð og þungur líkami hans;
steyptist í gegnum gluggann.
Kaldur veturinn umlék hann
í fallinu, og glerbrotin hrundu
allt í kríng. Jörðin var gadd-
freðin og þetta var á fjórðu
hæð. Skóför hans mynduðust
í moldina á meðan hún var
ennþá lin, en nú voru þau
hörð. Á stöku stað lágu nagla-
spýtur, en út úr þeim stóðu kol-
ryðgaðar fírtommur og vissu
til himins. Það er skömm að
því, hvað þeir eru lengi að
ganga frá lóðunum í kringum
þessi nýju hús. Þvílíkt ástand,
eiginmaðurinn svona í lausu
lofti og þessi fíni gluggi í
mask. Plaff .. . Úff ...
En sú kímnigáfa; þegar
sjúkrabíllinn kom á vettvang
var eiginkonan ennþá með
glimt í augunum.
Örn H. Bjarnason.