Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1965, Blaðsíða 20

Fálkinn - 31.05.1965, Blaðsíða 20
ENGINN VEIT SÍNA ÆVI . . . SMÁSAGA EFTIR ÖRX II. HJARMSON Læknirinn horfði alvörugefinn á krangalegan og snjó- hvítan búk sjúklingsins, en beygði sig síðan yfir hann og smellti ískaldri hlustunarpípunni hér og þar á hann. Er hann hafði heyrt nægju sína, lét hann sjúklinginn setjast upp, tók fram lítinn sakleysislegan hamar og keyrði hann í hné sjúklingsins, þannig að löppin þaut út í loftið. „Sjaldan séð það betra.“ sagði læknirinn og lagði frá sér hamarinn, en tók í staðinn þunnan tréspaða. „Ah, segðu ah,“ sagði læknirinn og rak spaðann upp f munninn. „Ahhhhhhh,“ sagði sjúklingurinn og geispan virtist ætla að leggja undir sig alla lækningastofuna. „Þér eruð við hestaheilsu," sagði læknirinn og fleygði spaðanum ofan í ruslafötu. „Það er aðeins örlítið slím í lungunum, en um krabbamein þurfið þér ekki að hugsa.“ „Eruð þér alveg viss?“ spurði sjúklingurinn, „ég meina, get ég þá farið að sofa aftur á nóttunni?" „Hundrað prósent viss, Þorkell,“ sagði læknirinn og fylgdi orðum sínum eftir með traustvekjandi stjórnmála- mannsaugnaráði, en það var þó eins og þau drægju ekki alla leið inn í eyrun á Þorkatli. í andliti hans var ennþá þessi kvíðastrekkingur, sem hann hafði haft með sér að heiman. „Hér er lyfseðill upp á mixtúru, sem þér skulið taka og hafið svo hægt um yður næstu daga," sagði læknirinn og setti upp ótvíræðan rukkarasvip. Það liðu hins vegar tvær til þrjár ræskingar þangað til Þorkell tók eftir því, svo upp- tekinn var hann af sjálfum sér. Þá seildist hann í veskið og borgaði Er hann var kominn út á götu, hugsaði hann um þá viðteknu reglu lækna að ljúga að sjúklingum, ef eitthvað alvarlegt var að þeim. Þeir voru háttvísari en svo að af- henda mönnuni banvænan sjúkdóm rétt si sona og þiggja hundrað krónur í staðinn. Hann gekk niðurlútur að strætis- vagninum og lét fara lítið fyrir sér og krabbameininu sínu. Á leiðinni heim, um það bil sem strætisvagninn var að beygja upp Lönguhlíð, tók bannsettur takverkur sér ból- festu í líkama Þorkels. Þetta var undarlegur verkur, frá- brugðinn öllum öðrum, sem hann hafði haft spurnir af. Hann byrjaði neðst í kviðarholinu, en fór svo á þvæling um allan maga og upp 1 brjósthol, en sló sér síðan niður í bæði lungun, en þar virtist hann ætla að hafa aðsetur. Það var ekki laust við að Þorkell yrði hálfsmeykur. Það hefði verið sök sér. ef hér hefði verið um einhvern stað- bundinn seiðing að ræða, en svona eirðarlaus flækingsverk- ur, það var annað mál. Nei, honum var hreint ekki sama. Strax og hann kom heim, fór hann í eldhússkápinn og fletti þessum verk upp í bókinni Heilsufræði fyrir húsmæð- ur. í registrinu stóð: takverkur sjá lungnakrabbi bls. 162. Hann fletti upp á þessari blaðsíðu, og ekki hafði hann lesið lengi er þyrmdi yfir hann, og köldusviti spratt fram á enninu. Það leyndi sér ekki hann lá fyrir dauðanum, aðeins tímaspursmál, hvenær hann hrykki upp af. „Þrjátíu og sjö ára gamall,“ hugsaði hann „og ekki einu KALDUR VETURINN UMLÉK HANN I FALLINU OG GLERBROTIN HRUNDU ALLT I KRING... sinni komizt í blöðin ennþá. Aumingja börnin mín, nú eiga þau ekkert nema bráðómerkilegan pabba til þess að syrgja.“ Honum þótti ólíklegt, að hann yrði eitthvert númer í þjóð- félaginu á þremur fjórum mánuðum, sem hann átti eftir' ólifað, úr því þrjátíu og sjö ár höfðu ekki nægt honum' til þess. Það var dapurt augnaráð, sem hvíldi á signu ýsunni um kvöldið. Hvers átti hann að gjalda? Honum fannst heim^ urinn ætla að hvolfast yfir sig eins og undirskál heldurM í minna lagi, og þrengja að sér á alla vegu. Öll matarlyst1' yfirgaf hann, og hann skreiddist upp á dívan inni í stofu'' og tók að gæla við sjúkdóminn. í fyrstu var verkurinn kyrr'' i lungunum, en svo tók hann á rás um allan búkinn og” meira að segja út í annan handlegginn. Þorkell fylgdi' honum eftir hvert sem hann fór eins og atvinnuspæjari. Það var sama þó hann zig-zaggaði lóðrétt upp eftir honum lnnan rifja; Þorkell var alltaf á hælum hans. Eitt var það, sem hann ákvað þarna á dívaninum, en1 það var að bera harm sinn í hljóði. Hann ætlaði ekki að íþyngja konu sinni með þessum válegu tíðindum. Bana- legan átti að vera hans einkamál. „Farðu nú út með ruslið fyrir mig, Keli minn,“ kallaði konan hans framan úr eldhúsi. „Jaggitti, Jaggitti, Jag,“ sagði hann á móti, en ekki hærra en svo að hún heyrði ekki til hans. Hún kom í gættina og endurtók beiðnina í skipunartón. Það fauk í hann, að hún skyldi ekki láta hann í friði, en meira gramd- ist honum, að það skyldi enginn nema hann sjálfur vita, hverja hetju hann hefði að geyma. Þarna lá hann og beið einskis nema dauðans, og svo ætlaði eiginkonan að senda hann út í veturkulið með eina litla ruslafötu, hann sem myndi bráðum fá að skyggnast um í eilífðinni. Þetta var vægast sagt frekja, en hann skyldi sveimér með einhverjum hætti sýna henni fram á, að hún hefði alla tíð vanmetið 1 hann. Hún gafst upp á að fá hann til þess að hjálpa sér og fór aftur fram í eldhús, en hann lá eftir og bollalagðj hvernig hann ætti að láta hana komast að því að honuni f hefði alla tíð verið fullkunnugt um sjúkdóm sinn. Eftir mikla og stranga íhugun ákvað hann að halda dagbók yfir krabbameinið og lýsa öllum þjáningum út í yztu æs- ar. Hvert verkjaafbrigði skyldi fært í letur. Dagbókiná myndi hann svo fela á mátulega góðum stað, þannig að hún rækist áreiðanlega á hana eftir að hann væri látinn. Bókina ætlaði hann að kaupa strax á morgun, enda mátíi hann engan tíma missa. Kvöldið leið í tilbreytingarlausum þjáningum. Næsti dagur var heiðríkur, og þrátt fyrir svolítinn kuld'a ákvað Þorkell að ganga í vinnuna. Hann var stoltur í fasi, og flugbeitt nefið vissi fram og upp. Hann lét engan bil- bug á sér finna, nema rétt þegar hann átti leið fram hjá kirkjugarðinum, þá kiknaði hann í hnjáliðunum. Honum var m. a. hugsað til Theódóru frænku, sem gekkst upp í því að bora alls kyns trjáplöntum ofan í leiði saklausra ætt- ingja og gráta krókódílatárum. Það þoldi hann ekki. Upp úr þessum hugleiðingum svitnaði hann mjög í lófunum. Hann þekkti sjálfan sig nógu vel til þess að vita, að ef hann byrjaði á því að svitna fyrst á morgnana, þá var hann sveittur allan daginn. Slíkt gat komið sér illa, því að einn þýðingarmesti liðurinn í starfi hans voru handaböndin. Hann var fulltrúi í söludeild fyrirtækisins og þétt og gott hand- artak gat munað tveim, þrem grossum í pöntun. Allan þennan dag var hann lítt hændur að starfinu og í hvert skipti, sem síminn hringdi eða einhver bankaði á hurðina hjá honum, hrökk hann í kút. Hann var því guðs feginn, er vinnutímanum var lokið. Á leiðinni heim keypti

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.