Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 3

Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 3
EFIMISYFIRUT GREINAR OG ÞÆTTIR „Tónleikarnir“ hjá Musica Nova: Um fátt hefur verið meira talað manna á meðal að undanförnu en síðustu tónleika hjá Musica Nova. Gestur Einarsson, ljósmynd- ari var viðstaddur tónleikana og í hléi brá hann sér heim til að ná í myndavél því að honum þótti einsýnt að betra myndaefni væri vart hægt að fá. Fálkinn gerði samning við Gest um að hann fengi einkaleyfi á birtingu þessara mynda, sem margar eru hreint afbragð. 14 Allt og sumt. 16 Alþingi íslendinga: Sigurður A. Magnússon skrifar mjög athyglisverða grein um Alþingi og alþingismenn. Við erum ekki hissa á því, þótt skoðanir manna á þessari grein kunni að vera mjög skiptar. 21 Hringflug: Ragnar Lár. flaug með einni af flugvélum Þyts og tók myndir úr lofti af nokkrum stöðum í ná- grenni Reykjavíkur. 22 Héraðsmót: Bráðskemmtileg myndasytpa eftir Gísla J. Ástþórsson. 24 Fyrsti Ieikur sumarsins á Laugardalsvelli: Nokkrar svip- myndir frá leik KR og Coventry. 27 V erðl aunaget raunin. 35 Kvikmyndaþáttur. 36 Stjörnuspá. 38 Kvennaþáttur. SÖGUR: 12 Tígrisdýrin: Nýja framhaldssagan Tígrisdýrin er mjög athyglisverð og spennandi. Hún grípur huga lesenda þegar í upphafi og við vitum að sá sem byrjar að lesa þessa sögu fylgist með henni til enda. Þetta er saga, sem allir ættu að hafa gaman af að lesa. 18 Nítján ára: Djörf, en óvenju hugnæm smásaga. Bjarni Sigtryggsson þýddi. 28 7 dagar í maí: Þetta er mjög fræg saga sem hefur verið kvikmynduð og verður sýnd í Háskólabíó í haust. í NÆSTA BLAÐI Steinunn S. Briem ræðir við Þuríði Pálsdóttur um líf hcnnar og starf. Það er komið víða við í þessu viðtali, sem er bráð- skemmtilcgt aflestrar ★ „Þegar fjallið hrundi“: merkileg frásögn af náttúruhamförum í Alpafjöllum ★ Ruslaskúffan: smásaga er skýrir frá einstaklega hugvitsamlegri hefnd ★ Dreymir dýrin: stutt grein með myndum. Margt fleira til skemmtunar og fróðleiks. Ritstjóri: Sigurjón Jóhannsson (áb.). Blaðamenn: Steinunn S. Briem, Sigvaldi Hjálmarsson. Útlitsteiknari: Ragnar Lárusson. Framkvæmdastjóri: Georg Arnórsson. Auglýsingar: Fjóla Tryggvadóttir. Dreifing: Jón Ormar Ormsson. Útgefandi: Vikublaðið Fálkinn h.f. Aðsetur: Ritstjórn: Hallveigarstíg 10. Afgreiðsla og auglýsingar: Ingólfsstræti 9 B Reykjavík. Símar 12210 og 16481. Pósthólf 1411. Verð í lausasölu 25.00 kr. Áskrift kostar 75.00 kr. á mánuði, á ári 900,00 kr. Setning og prentun kápu: Félagsprentsmiðjan h.f. Prentun meginmáls: Prentsm. Þjóðviljans. Myndamót: Myndamót h.f. Æuðvitaö alltaf FÁLKINN 3

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.