Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 16
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON
SKRIFAR UM:
AÐ hefur löngum þótt í frá-
sögur færandi, ekki sízt við
útlendinga, að íslendingar eigi
elzta löggjafarþing í heimi.
Þetta er rétt í þeim skilningi,
að ekkert starfandi löggjafar-
þing muni vera eldra, en hinu
er ástæðulaust að gleyma, að
saga Alþingis er harla slitrótt
og í rauninni var það um alda-
bil lítið meira en nafnið tómt,
unz það var að fullu lagt niður.
Þegar Alþingi var endurreist á
síðustu öld, var ekki horfið að
hinu upphaflega formi, heldur
var danska þingið tekið til fyr-
irmyndar, þannig að Alþingi er
í rauninni stæling á ríkisþingi
Dana á síðustu öld, og er form
þess því að mörgu leyti úrelt
og óhagkvæmt við íslenzkar að-
stæður, t. d. deildaskiptingin
sem er með öllu marklaus og
einungis til trafala við þing-
störfin.
Oft hefur verið að því vikið
í ræðu og riti, að Alþingi njóti
ekki tilhlýðilegrar virðingar
meðal alþýðu manna í landinu,
og er mála sannast, að óvíða
á byggðu bóli muni virðingar-
leysi manna fyrir æðstu stofn-
un ríkis vera meira en hér-
lendis. Liggja til þess margar
ástæður, sem drepið mun verða
á lauslega hér á eftir, en merg-
urinn málsins er vitaskuld sá,
að engin stofnun nýtur ann-
arrar virðingar en þeirrar sem
hún sjálf skapar sér á hverjum
tíma. Virðingu er ekki hægt
að knýja fram; hana verður að
vekja.
Alþingi fer með æðsta vald í
löggjöf og stjórnarrekstri og er
þannig sinn eigin húsbóndi.
Verksvið þess og starfshættir
hafa ekki verið skilgreind til
neinnar hlítar í stjórnarskrá
eða lögum, heldur ráða þar
mestu gamlar hefðir og sið-
venjur sem skapazt hafa og
mótazt af íslenzkri stjórnmála-
þróun síðustu hundrað árin.
Þannig má segja, að margt sé
á reiki um verksvið Alþingis,
hlutverk alþingismanna og
starfshætti. Þó mun mega slá
því föstu, að meginverkefni Al-
þingis séu fernskonar: 1) laga-
setning, 2) fjármálastjórn, 3)
stjórnarmyndun og mótun
stjórnarstefnu, 4) eftirlit með
handhöfum framkvæmdavalds
og stjórnarrekstri yfirleitt.
Þetta mættu þykja ærin verk-
efni, ef þeim væri sinnt svo
sem vert væri, en reyndin hef-
ur orðið sú, að harla lítið ligg-
ur eftir hvert þing, og stappar
raunar nærri ósvinnu hvernig
starfsemi Alþingis er háttað,
þegar hliðsjón er höfð af því að
alþingismenn eru nú á föstum
árslaunum. Þeir koma saman í
október og drolla við karp og
nudd framundir jól, taka þá
sex vikna jólaleyfi, byrja aftur
í febrúar og eru lengi að kom-
ast að verki, en svo tekur þing-
ið venjulega fjörkipp undir vor-
ið, og þá er öllum málum hesp-
að af á skömmum tíma í maí,
einatt þannig að ekki vinnst
tími til að ræða einstök mál
til hlítar.
Þessu veldur m. a. sú ós-
vinna, að stór hluti þingmanna
er önnum kafinn við önnur
störf um þingtímann, og hef ég
fyrir satt, að ósjaldan verði að
fresta fundum þingnefnda sök-
um þess að þingmenn séu útí
bæ að sinna embættisverk-
um! Það er einnig orðið ein-
kennilega títt að sjá þess getið
í dagblöðum, að tiltekinn þing-
maður sé forfallaður frá þing-
störfum vegna embættisanna,
og virðist því tekið sem sjálf-
sögðum hlut. Þá eru drifnir í
þingsalina varamenn, sem eru
flestum hnútum ókunnugir og
gera fátt annað en láta sér leið-
ast þann stutta tíma sem þeim
leyfist að verma þingstólana.
Það er í augum uppi, að þessi
háttur er óþolandi. Séu þing-
menn þannig settir að þeir geti
ekki sinnt þingstörfum um
þingtímann, eiga þeir hreinlega
ekki að gefa kost á sér til þing-
setu. Hálfkákið sem nú tíðkast
er ekki einasta sóun á tíma,
heldur lika á dýrmætum fjár-
munum, því það eru skattgreið-
endur sem leggja til þingfarar-
kaup þeirra varaþingmanna
sem sífellt eru að hlaupa í
skörðin.
SEM dæmi um afköst Alþingis
má til gamans geta þess, að
á liðnum vetri var einungis
samþykkt ein þingsályktunar-
tillaga fyrir áramót, og var hún
þess efnis að fundum Alþingis
skyldi frestað framí febrúar.
Hitt er samt miklum mun al-
varlegra, að eyðurnar í lög-
gjafarstarfi Alþingis eru að
verða hreint viðundur. Þannig
búum við t. d. við fræðslulög-
gjöf sem er endurskoðuð á
aldarfjórðungsfresti og er löngu
orðin úrelt. Iðnlöggjöf íslend-
inga er frá árinu 1922 og væri
efni í heilt grínleikrit. Vinnu-
löggjöfin er meira en aldar-
fjórðungs gömul og löngu úrelt.
Húsnæðismálalöggjöfin er að
minnsta kosti áratug á eftir tím-
anum miðað við lönd eins og
Noreg. Um áratuga skeið hef-
ur Háskóli íslands verið oln-
bogabarn Alþingis, að ekki sé
minnzt á Landsbókasafnið. Lög-
in um Þjóðleikhúsið mun vera
algert heimsmet í fávitaskap
ábyrgra aðila. Þannig mætti
lengi halda áfram að telja
ömurleg dæmi um vítavert
hirðuleysi stofnunar sem á eðli
sínu samkvæmt að fylgjast með
og hafa áhrif á þróun þjóð-
félagsins.
í nútíma þjóðfélagi er lögjaf-
arstarfið orðið svo flókið, að
þörf er sérfræðinga á flestum
sviðum til ieiðbeiningar þing-
mönnum. Það hefur færzt í
vöxt síðustu árin, að sérfræð-
ingar séu til kvaddir, þegar
semja þarf lagabálka um
mikilsverð efni, en þar er bara
sá stóri hængur á,að ríkisstjórn-
in ein hefur heimild til að leita
til sérfræðinga. Þingmenn eða
þingnefndir hafa ekki slíka
heimild, og sjá allir hvað af
því leiðir, enda hefur það vilj-
að brenna við, að stjórnarflokk-
arnir notuðu sérfræðinga til acj
styðja sig í ýmsum lítt hugsuð^
um málum, en stjórnarand-
staðan eða einstakar þingnefnd-
ir ekki átt kost á sérfræðilegri
aðstoð til að kanna, hvernig
um málin sé búið. Af þessu
leiðir, að frumvörp, sem sér-
fræðingar ríkisstjórnarinnar
hafa fjallað um, fara gegnum
þingið umræðulítið, afþví þing^
menn skortir öll skilyrði til ad
taka raunhæfa afstöðu til
þeirra. Gott dæmi um þetta erii
lögin um Rannsóknarráð rík-
isins, sem hafa mjög alvarlega
vankanta vegna þess að ekki
var leitað til allra þeirra sér-
fræðinga, sem þar eiga réttilega
hlut að máli. Átakanlegasta
dæmið er þó kannski sjón-
varpsmálið margrædda og með-
ferð þingsins á því. Þar fékk
ríkisstjórnin sérfræðilegt álit,
sem reyndist bæði rangt og
mjög villandi, með þeim afleið-
ingum að sjónvarpsstöðin á
Keflavíkurflugvelli var stækk-
16
FALKINN