Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 15
IMAIMCV KWAIM
ÞAÐ er ekki langt um
liðið síðan Nancy
Kwan, sem allir
minnast úr kvikmynd-
inni Suzie Wong,
giftist austurrískum
skíðakennara, Peter
Pock. Þau eiga einn
son. Þegar þau kynnt-
ust var hún við
kvikmyndatöku í ná-
grenni hótelsins sem
faðir Peters rekur í
Tyrol. Það tók þau
ekki langan tíma að
kynnast. Eftir kvik-
myndatökuna hvarf
Nancy til London
en heimsótti Pétur
ásamt vinkonu sinni
nokkrum vikum síðar.
Saman héldu þau til
London og þar giftust
þau skömmu síðar
og héldu til Hongkong,
fæðingarstaðar Nancy
Kwan, í brúðkaups-
ferð.
GÖTUSÓPARAR
GÖTUSÓPARARNIR í Englandi eru ánægðir þessa dagana, að
minnsta kosti þeir, sem geta unnið með hinum nýju göturyksug-
um, sem hér eru á myndinni. Nú, og þeir heita heldur ekki
lengur þessu leiðinlega nafni götusópari, en spurningin er; Hvað
heita þeir þá? Ryksugari? Ekki nógu gott. Sogari? Sjúgari? Ekki
nógu gott. Hvað dettur þér í hug? Reyndu að búa til nýyrði.
Hvað er „LUMIUM“?
„Lumium“ er efni sem endurkastar ljósi og gerir
því hrukkur ósýnilegar.
„Lumium“ er undraefni sérstaklega fundið upp af:
Hvers vegna nota sífellt fleiri konur Super-GIow
Make-Up?
Svarið er auðvelt. Einfaldlega vegna þess að
Super-Golw er hið eina Make-Up fáanlegt, sem
inniheldur „Lumium“.
TVEIR landamæraverðir voru hafðir með sem auka þátttakend-
ur er í rannsóknarskyni var leikið hvernig gerzt hefði morð,
sem framið hafði verið á ungum iandamæraverði ári áður. Af
slysni hljóp skot úr byssu og annar landamæravörðurinn hné
niður örendur nákvæmlega á sama stað og hinn hafði dáið
árið áður.
Fáanlegt í flestum leiðandi snyrtivöruverzlunum.
Heildsölubirgðir:
SNYRTIVÖRUR h.f.
Laugavegi 20 — Símar: 11020 — 11021.
1S
FALKINN