Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 29

Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 29
Hvað gat Scott gengið til að Ijúga að honum? Hvers vegna ætti hann að leyna fundi með Prentice? Augljóst virtist að öldungadeildar- þingmanninum væri kunnugt um viðbúnaðar- æfinguna. Máske var eitthvað að gerast á æðri stöðum? sem sat á stól við herbergisdyr hans. „Góðan daginn.“ „Góðan daginn, herra forseti." Ekkert í forsetastarfinu tók Lyman eins nærri sér og að kasta kveðju á þessa hermenn á morgnana. Þeir voru fimm og hverja nótt meðan Lyman svaf sat einhver úr hópnum við svefn- herbergisdyr hans. Alla nóttina sat varðmaðurin þarna með þunna skjalamöppu í kjöltu sinni. 1 þunnu, svörtu hulstri í skjalamöppunni voru geymdir hinir flóknu dulmálslyklar sem forsetinn — og forsetinn einn — gat notað til að gefa skipanir sem hefðu í för með sér að Bandaríkin væru komin í kjarn- orkustríð. En Lyman hafði tekizt að venj- ast staðreyndum kjarnorkuskelf- ingarinnar, og að undanteknum þessum fyrsta skell í upphafi hvers nýs dags skeytti hann þeim ekki frekar en þriggja þumlunga skotheldu gleri í gluggum forsetaskrifstofunnar. Glerskildirnir voru trygging gagnvart brjálæðingi með byssu í fimm hundruð skrefa fjarlægð, undirforingjarnir gagnvart brjál- æðingi með eldflaug í fimm þús- und mílna fjarlægð. Meðan Lyman sat við morgun- verðarborðið í lítilli, hvitmálaðri borðstofu forsetafjölskyldunnar á neðri hæðinni, var barið á dyrastafinn. „Ég vinn hjá Gallup," sagði komumaður með loðnasta suður- ríkjaframburði sem hann átti til, „og mig langar til að vita hvern- ig yður líkar við Jordan Lyman. Einliverjum hlýtur að líka við þann náunga. Gúmorinn, herra forseti." Raymond Ciark brosti með öllu andlitinu. Lyman skellihló. Eins og ætíð hresstist hann við að sjá yngri öldungadeildarmann Georgiu, sem þennan morgun eins og oftar var boðinn til hans í morgunverð. „Skráðu mig hlutlausan, sagði Lyman. „En hvað um þig?“ „O, ég held hann viti sínu viti,“ svaraði Clark. „Hann er bara á undan sinni samtíð, það er meinið," svo bætti hann við í eðlilegum róm: „Þú hefur það samt, Jordie." Þjónninn kom með matinn, og meðan þeir borðuðu velti Lyman fyrir sér hvort Clark gerði sér nokkurn tima Ijóst hvílíka þýð- ingu vinátta hans hefði fyrir sig. Georgíumaðurinn átti varla nokkurn sinn lika í vinahópi Lymans í Washington, sökum þess að tengslin milli þessara tveggja manna voru næstum ein- vörðungu persónuleg. 1 augum almennings var Ray Clark pólitískur framkvæmda- stjóri Jordans Lymans, maður- inn sem tryggði Lyman útnefn- ingu í forsetaframboð í þriðju atkvæðagreiðslu á flokksþinginu í Chicago með því að semja um varaforsetaembættið við Vincent Gianelli, fylkisstjóra í New York, sem þá var orðinn vonlaus um að hreppa útnefninguna sjálfur. En hvorki almenningur, né nokkur lifandi maður í rauninni, vissi að tuttugu árum áður hafði Clark gefið Jordan Lyman óend- anlega dýrmæta gjöf. Það gerðist í Kóreu, þar sem þessir tveir menn — báðir vara- liðsforingjar kallaðir til vopna 1951 — stjórnuðu. sveitum hlið við hlið á Heartbeák Ridge. Þeir voru saman á leið til víglínunn- ar eftir að hafa tekið við árásar- fyrirskipunum þokugráan morg- un, þegar Lyman stirðnaði hrein- lega upp, með glamrandi tenn- ur og tárin streymandi ósjálf- rátt úr augunum, gripinn þeirri algeru örmögnun líkama og sál- ar sem bardagaþreyta nefnist. Fyrst stríddi Clark honum góðlátlega. „Komdu, kanastrák- ur,“ sagði hann og notaði sitt vanalega gælunafn um Ohio- ættaðan félaga sinn. „Við skulum koma.“ Lyman hreyfðist ekki. Grafalvarlegur, svo lágróma að undirmenn þeirra gátu ekki heyrt til hans, hreytti Clark út úr sér: „Jordief komdu til sjálfs þín.“ Clark færði sig svo hann stóð ' milli Lymans og óbreyttu her- mannanna, hrinti honum niður í skotgröf og löðrungaði hann, vinstri, hægri, vinstri, hægri, fjórum sinnum sveiflaði flötum lófa eins fast og hann gat. 1 hálfa mínútu stóðu mennirnir hvor andspænis öðrum og horfð- ust í augu. Svo spurði Clark: „Allt i lagi með þig, Jordie?" og Lyman svaraði: „Já, Ray, við skulum korna." Þennan dag fékk Clark sprengjubrot í olnbogann, rétt eftir að Lyman tryggði að á- hlaupið næði tilgangi sinum með því að þagga sjálfur ríiður í tveim kínverskum vélbyssum með handsprengjum. Strax og Lyman gat heimsótti hann Clark í sjúkrahúsið. „Ray,“ sagði hann. „Mig lang- aði til að þakka þér fyrir í gær- morgun. Þú bjargaðir lífi mínu, og töluverðu að auki, þegar þú snoppungaðir mig.“ Clark svaraði í hálfum hljóð- um, því þröngt var í sjúkratjald- inu, en honum var mikið niðri- fyrir: „Jordie, hvað mig snertir sá ég ekkert og gerði ekkert. Það sem kom fyrir þig hefur komið fyrir milljónir manna, og ef þú ert eins gáfaður og ég held þú sért skaltu gleyma að það hafi nokkurn tíma átt sér stað. Ég minnist aldrei á það framar — við þig né neinn annan." Clark hélt orð sín öll árin sem síðan voru liðin. Engin setning sem vakið gat minninguna um þennan morgun, ekki einu sinni uppnefnið „kanastrákur", kom nokkru sinni yfir hans varir þegar þeir Lyman töluðu saman. En Lyman hafði ekki heppn- azt að fylgja ráði Clarks, þó hann reyndi. Mánuðum saman Framh. á bls. 33. FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.