Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 28

Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 28
 EFTIR F LETCHEI \ KNEBEL OG t >HARLES W. E ÍAILEY Scott greip fram í. „Já, það var rétt ágizkað. Ég fór snemma í bólið og datt útaf. Hef vist verið sofnaður hálfellefu. Ég hef ekki hvilzt eins vel mánuðum saman." „Já, herra rninn," sagði Casey. „Ég sé yður í skrifstofunni, herra rninn." Hafi mig ekki verið að dreyma i gærkvöld, hugsaði Casey á leið- inni upp stigann, lýgur hers- höfðinginn eins og hann er lang- ur til. Hvað gat Scott gengið til að ljúga að honum? Hvers vegna ætt hann að leyna fundi með Prentice? Augljóst virtist að öldungadeildarmanninum væri kunnugt um viðbúnaðaræfing- una. Máske var eitthvað að ger- ast á æðri stöðum. En það væri lika kynlegt. Sem íramkvæmdastjóri Sameiginlega herráðsins átti Casey skilyrðis- laust að vita af öllu sem herinn varðaði. Fimm daga vikunnar kom bill frá landvarnaráðuneytinu eftir Casey. Mosagrænn ráðu- neytisbillinn var meðai hlunn- indanna sem fylgdu fram- kvæmdastjórastarfinu. Hans vegna gat Marge haft fjöl- skyldubilinn og Casey lesið blað- ið sitt á leiðinni til skrifstofunn- ar. Hann leit yfir siðurnar og rak augun í fyrirsögn sem lítið bar á: Varaforsetinn heimsækir þorp forfeðra sinna. Casey las fréttina: Vincent Gianelli varaforseti, sem flýgur til Italíu á mið- vikudag í opinbera heimsókn, hyggst dvelja um næstu helgi í Corniglio, afskekktu fjalla- þorpi, þar sem afi hans fædd- ist. Frá þessari breytingu á ferðaáætluninni var skýrt á sunnudaginn. Casey varð enn hugsað til livað afbragðs vel stæði á um þessa helgi til að halda viðbún- aðaræfingu: Þingið í leyfi, vara- forsetinn erlendis. Ólíklegt að nokkurn hershöfðingja myndi gruna að þá yrði skellt á við- búnaðaræfingu. Scott vissi hvað hann var að gera þegar hann valdi daginn. f skrifstofunni tók Casey saman skjölin sem á þurfti að 3. KAFLI halda og hélt til skrifstofu Scotts hershöfðingja. Hann var rétt setztur niður i biðstofunni þegar Scott skáimaði inn. „Góðan daginn, Jiggs," sagði hann um leið og hann þaut fram- hjá. „Komið inn." Casey gat ekki að sér gert að dást að yfirmanni sínum meðan hershöfðinginn tók morgunskammt sinn af vindl- um upp úr kassa og raðaði þeim snyrtilega á skrifborðið. Hvar sem á hann var litið var þessi fimmtíu og átta ára gamli maður hermennskan sjálf. Á hæfilega útiteknu andlitinu var enga hrukku að sjá nema fín- gerðar rákir við augnakrókana. Hann var rúmar þrjár álnir á hæð og full tvö hundruð pund, en hvergi vottaði fyrir fitu. Grásprengt hárið var ekkert far- ið að þynnast. Sterkleg haka og kinnbein gerðu frítt andlitið til- komumikið. Scott var vinsælli en nokkur hermaður annar frá því á dög- um Dwights D. Eisenhowers. Lofgreinar um hann höfðu birzt í þrjá áratugi. f heimsstyrjöld- inni síðari skaut hann niður sjö Messerschmitt-109 sama daginn, í Kóreu var hann einn fyrsti flugmaðurinn sem grandaði tug óvinavéla, í íran tókst honum næstum að vega upp á móti á- göilum landhersins með nákvæm- um sprengjuárásum og leikni í beitingu flugvéla til stuðnings við hersveitir. í blaðagreinum var því oft haldið fram að Scott sameinaði beztu eiginleika Eisenhowers og MacArthurs. Hann hafði til að bera, sagði þar, hlýleika og að- laðandi bros Eisenhowers ásamt frábærum gáfum, eitilhörðum þjóðarmetnaði og forustuhæfi- leikum MacArthurs. Casey vissi meira, sem lofgreinahöfundun- um var fæstum ljóst. Scott hafði óbrigðult stjórnmálaskin. Aldrei hafði honum orðið á nein meiri- háttar skyssa í baráttuaðferð- um svo Casey vissi til, hvorki í hernaði né stjórnmálum. Scott var heiftarlega mótfallinn ákvörðun Fraziers forseta að semja frið i fran frekar en hætta á kjarnorkustyrjöld, en hann hélt andstöðu sinni innan takmarka þess sem heimilt var. Meira að segja í deilunni um afvopnunarsáttmálann, er staða hans sem herráðsforseta leyfði honum að láta skoðanir sínar opinberlega í ljós, fór hann aldrei alveg yfir mörkin út á bann- svæði. Nú einbeitti hann sér að starfi, las í snatri skjölin sem vörðuðu heimsókn sir Harry Lancasters. „Þakka yður fyrir, Jiggs. Nú held ég að ég viti allt sem ég þarf að vita fyrir viðtalið." Casey lokaði hurðinni hljóðlega á eftir sér. Scott var strax kom- inn á kaf í annan skjalabunka sem beið hans. VenjulegUr vinnu- dagur hjá Sameiginlega herráð- inu var hafinn. —v— Hinum megin árinnar, í Hvita húsinu, var dagsverkið einnig hafið fyrir góðri stundu. Jordan Lyman forseti var árrisull eins og æðsti hernaðarráðunautur hans, og klukkan hálfníu var hann búinn að vinna af kappi í klukkutíma, þótt hann væri enn í rúminu. Tylft sunnudags- biaða lá eins og hráviði í kring- um hann. Þann dag valdi-.hánn til að kynna sér álit blaðanna, vegna þess hve bréf frá lesend- um fengu mikið rúm og ritstjórn- argreinarnar voru ýtarlegar. Þessi vikuskammtur veitti hon- um allglögga mynd, og hún var sannarlega ekki uppörvandi. Aðairitstjórnargreinin í Constitu- tion í Atlanta hófst til dæmis á þessa leið: Þvi nær sem dregur fram- kvæmd fyrsta afvopnunar- stigsins vaxa efasemdir okkar um heiðarlegan tilgang Rússa. Svipaðan gný mátti heyra í dómi New York Times: Við studdum átakið til að koma á kjarnorkuafvopnun með alvarlegum fyrirvara. Úr þeim fyrirvara hefur síður en svo dregið við nýjustu skrif Pravda. Maður skyldi ætla að höfundar ritstjórnargreina séu einu Banda- rikjamenn sem nokkru sinni geri alvarlegan fyrirvara, hugs- aði Lyman með sjálfum sér. Hann fór fram í sporöskjulagaða skrifstofuna og hellti í kaffi bolla úr könnunni sem sett hafði verið þangað inn nokkrum mín- útum áður. Út um háa glugga þessa stóra herbergis sá Jordan Lyman stanzlaust morgunflóð bíla eftir Constitution Avenue. Skrýtið er það, hugsaði hann. Fólkið sem heldur til vinnu í þessum bílum starfar fyrir ríkið, rétt eins og ég. Ég get skipað því fyrir verkum — meira að segja búið störf þess til eða gert þau að engu. En það hefur mátt til að ónýta það sem ég hef fyrir stafni, með hreinum skyssum, með vanrækslu, eða jafnvei að yfirlögðu ráði. Og þessir lágt settu, ókunnu skrifstofumenn voru langflestir öruggir og vinmargir í smæð sinni, en hann stóð berskjaldað- ur og einn í frægð sinni. Eins og einn fyrirrennari hans, Harry Truman, hafði komizt að orði: „Hér er ekki lengur hægt að skjóta skuldinni á aðra." Hvorki lestur sagnfræðirita né ráðlegg- ingar forvera hans höfðu búið hann undir þjakandi tilfinninga- ábyrgðina sem forsetaembættinu fyigdi. Hann saup á heitu kaffinu. „Láttu ekki svona, Lyman," rumdi hann upphátt. „Enn ertu farinn að kenna í brjósti um sjálfan þig." Hann tók upp blað- ið sem út hafði komið um morg- uninn, leit á fremstu síðuna og kom auga á fyrirsögnina sem hann vissi að þar yrði: Vinsæld- ir Lymans minni en dæmi eru til frá því könnun hófst. Hann var við því búinn að hundraðstalan lækkaði um skeið, en talan sem einkaritari hans fékk honum kvöldið áður kom honum á óvart. Tuttugu og níu prósent, hugsaði hann, þetta mál ætlar að fara laglega með okk- ur. Okkur? Vertu ekki að blekkja sjálfan þig. Það ert þú, þ-ú. Hann fór aftur inn í svefn- herbergið, rakaði sig og klæddist, og tíu mínútum síðar lagði hann af stað til morgunverðar. 1 for- salnum kinkaði hann kolli til undirforingja úr landhernum FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.