Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 37
Toni gefur fjölbreytileika
Sama stúlkan. Sama permanentið. Ólíkt útlit
TONI lífgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að
leggja og greiða hár yðar hvernig sem þér óskið. Heldur lagningunni.
Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár
ólikar hargreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér
getið greitt yður á tugi mismunandi vegu.
, . r^ír7.^ð?,ins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin
lynrhom. Tilbuið td notkunar í handhægri plastik íiösku. Vefjið
aðems hanð upp á spólumar og þrýstið bindivökvanum í hvem
lo*f- þer munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir
stiíir broddar. Tom gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar
hargreiðsluna. Reynið Toni.
TRÚLOFUNAR
H
R
I
N
G
A
R
ULRICH FALKNER guusm
LÆKJARGÖTU 2 2. HÆD
• 7 dagar í mai
Framh. af bls. 33.
hringja til þín ef hann segir eitt-
hvað merkilegt." Hann stóð upp
frá borðinu. „Meðal annarra
orða, hvað er að frétta af Doris
og Liz?“
„Doris hringdi í gærkvöld frá
Lousville. Það er búist við að
Liz eigi barnið eftir einn eða
tvo daga. Áreiðanlega í þessari
viku.“ Einkadóttir Lymanshjón-
anna hafði gifzt viku áður en
faðir hennar var settur inn í for-
setaembsettið.
„Fæðing í fjölskyldunni kemur
okkur vel eins og nú stendur á,"
sagði Clark. „Það er rétt af þér
að vera ekki að sóa fyrsta barna-
barninu á viku þegar skoð-
anakannanir eru þér hagstæðar."
„Liz er snjall stjórnmálamað-
ur,“ sagði Lyman hlýlega. „Hún
gat ekki valið betri tíma fyrir
pabba sinn.“
„Skilaðu kærri kveðju frá mér
til þeirra beggja,“ sagði Clark
um leið og hann fór.
Lyman kom sér fyrir við stóra
: skrifborðið í skrifstofunni, og
andartaki síðar skauzt Paul Gir-
ard inn úr klefa sínum fyrir
enda skrifstofunnar. Hann dró
hvítt spjald upp úr vasa sínum
og renndi þvi í umgerð á borði
Lymans.
„Þetta er röðin í dag herra
forseti. Fyrstur er Cliff Lindsay.
Hans timi er tuttugu mínútur
fyrir níu,. eða fyrir hálfri ann-
arri mínútu."
„Gerðu mér þann greiða, Paul,
; að tefja hann í nokkrar minút-
j nr,“ sagði Lyman. „Ég þarf að
i síma.“
Um leið og Girard fór út
ýtti hann á takka á innanhúss-
símanum. „Esther? Viltu gera
svo vel og gefa mér samband
við varaforsetann."
Rautt Ijós kviknaði við sím-
ann og hann studdi á annan
takka. „Vinee? Jamm, ég sá það
líka. Hvernig væri að koma
hingað í hádegismat? Þú getur
komið mér í gott skap. Ég þarf
líka að tala við þig um ferða-
lagið. Er hálfeitt í lagi? Gott.
Þakka þér fyrir, Vince.“
Cliff Lindsay, forseti AFL-CIO
verkalýðssambandsins, hneigði
sig lítið eitt fyrir forsetanum um
leið og Girard visaði honum inn.
„Þér gerðuð boð eftir mér, herra
forseti," sagði hann um leið og
Lyman benti honum að setjast.
„Já, það gerði ég, Cliff.' Ég
botna hreint ekkert í þessum
verkföllum í eldflaugaverksmiðj-
unum á Kyrrahafsströndinni.
V erkamennirnir hafa ágætt
kaup. Ég fæ ekki séð að um
neitt raunverulegt deiluefni sé
að ræða. Mig langar til að þér
útskýrið fyrir mér hvers vegna
þessir merin pru í verkfalli."
„Það er ekkert leyndarmál,
herra forseti, þetta er deila um
réttindi milli verkalýðsfélaga
innbyrðis. Plötusmiðunum og al-
úmíniðnaðarmönnum lendir sam-
an, flutningaverkamenn taka af-
stöðu með plötusmiðum og allt
i einu er búið að setja verk-
fallsvörð. Kröfurnar eru kannski
ekki þær réttmætustu sem séö
hafa dagsins ljós, en verkalýðs
málaráðherrann yðar hefur samt
enga ástæðu til að æpa að verka-
iýðshreyfingin sýni ábyrgðar
leysi. Hann veit fjandans nógu
vel að það er ekki ráðið til að
fá menn til að hefja vinnu
aftur."
„Ráðherrann gaf þessa yfir-
Framh. á bls. 42.
FÁLKINN 31