Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 32

Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 32
HEILDSÖLUBIRGÐIR KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 2 4120 sjálf, hann er hræddur og óstyrkur. — Ég hef mjög gaman af Ijóðum, segir hún. — En þú? — Já, segir hann og er létt. --- En ég vissi ekki, að þér þætti gaman að ljóðum. — Jú, segir hún. — Eigum við að lesa nokkur? Hann kinkar kolli örlítið undrandi en hún fer og nær í ljóðasafn. Hún setzt hjá honum. Hún kennir taugaóstyrks, og allt í einu er hún ákaflega hamingjusöm, hún er orðin herra sjálfrar sín og er ekki hrædd lengur. Ef til vill hefur hann ekki heyrt neinar slæmar sögusagnir um mig, hugsar hún. eða hann trúir ekki því sem sagt hefur verið um mig. Hann er ágætur strákur. Þau fletta saman í gegnum ljóðasafnið og hún situr fast upp að honum. Þegar hann hefur lesturinn, er aðeins bókin á miili þeirra og hún leggur höfuð sitt á öxl hans. Þetta er 32 öðruvísi, hugsar hún. Með honum er ég engin léttúðardrós, og það skiptir ekki máli, hvort við gerum það eða ekki, hann á að kynnast mér, eins og ég er, eins og mér finnst sjálfri ég vera. Hann leggur handlegginn utan um hana, bíðandi, eins og hún eigi að verða móðguð, en hún þrýstir sér þvert á móti til hans. Hann les eitt ljóð til viðbótar. leggur þá bókina frá sér, lyftir andliti hennar ákveðið að sínu og kyssir hana, og hún svarar kossi hans. Bókin liggur gleymd í skauti hans. Ég þarf ekki að leggjast með henni, hugsar .hann, þetta er unaðslegt svona. Ég hef nógan tíma og hún bíður mín, ég kem, og við munum í rauninni kynnast hvoi’t öðru. Mér er alveg sama hvað aðrir segja, og hvað hún hefur gert áður, það er gleymt núna. Það tilheyrir fortíðinni. Henni þykír gaman af ljóðum, og hún er góð við mig, og ég hugsa að hemjii þyki vænt um mig eins og ég er. Hann á erfitt með að draga andann og þau kyssast áfrarh. Hvað á ég að gera? Ég get ekki lagt hana undir mig hérria í sófanum. Það er ljótt og óhugsandi. Það má ekki eyðileggja þessa stund. Hvað skyldi hann gera núna? hugsar hún. Ætli hann geri það núna? Og hvernig? f því augnabliki þykist hún þess viss, að hann viti ekki hvað hann skuli gera, hann er feiminn, hann er hræddur, hann vill ekki særa hana. Skyndilega fyllist hún ástúð og samúð. Blíðlega losar hún sig og stendur á fætur. Hann heldur að hann hafi gert henni eitthvað, og hún ?é þreytt á kunnáttuleysi hans, en án þess að segja orð tekur hifn um hendi hans og leiðir hann inn í svefnherbergið, inn ^ð mjúku rúrni með tveim koddum. Þá nemur hún staðar og lítúr á hann. Einmitt þá verður hann var við einmanakenndina og sökri- uðinn í augum hennar, og allt í einu veit hann hvað harin skuli gera. Hann kyssir hana, þrýstir henni blíðlega að sér, stígur síðan eitt skref aftur á bak og byrjar að afhneppa skyrtu hennar. Hún stendur alveg kyrr með lokuð augun óg örlítið aðskildar varir, og yfir andliti hennar hvílir blíðiegt bros. Einnig hún er einmana og hrædd, hugsar hann, og ef hún hefur gert það með öðrum di'engjum, þá hlýtur það að vera af því, að henni hefur fundizt hún einmana. Hann afklæð- ir hana, og hún smeygir sér undir sængina, meðan hann af- klæðist sjálfur. Hann er glaður yfir að hún lítur ekki á hann og nekt hans. Síðan mætast þau, og allt í einu er sem hjarta hans springi af gleði, hann hefur aldi'ei kennt nakinn líkama annai'rar persónu við sinn. Hún finnur nakinn líkama hans og er ekki lengur einmaria. Hann er hræddur, hugsar hún, hann þarfnast mín. — Ég er ekki hrein . . . segir hún rólega. , — Það gerir ekkert til, svarar hann — það er ég, en það skiptir engu máli. — Við þurfum ekki að gera það, bætir hann við stuttu síðar hátíðlega. — Við höfum nógan tíma. Ef þú vilt frekar . s. — Nei, segir hún. — Ég meina jú, núna . .. Ég verð að hjálpa honum, hugsar hún, hann þarfnast míri, hjálpar minnar, ástar minnar. Hún þarfnast mín, hugsar hann, þetta er ekki aðeins pð þiggja, það er einnig að gefa. Hún er einmana og hrædd, ég gét hjálpað henni. Og skyndilega er hinn ytri heimur ekki til, enginn stjúp- faðir, engir strákar engar flissandi vinkonur. Hann er ekki lengur hræddur og hún ekki einmana, heimui’inn er horfinn, hann er allur í þessu litla svefnherbei’gi. Þau eru bæði nítján ára. FALK.INN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.